Fréttablaðið - 05.07.2004, Blaðsíða 54

Fréttablaðið - 05.07.2004, Blaðsíða 54
22 5. júlí 2004 MÁNUDAGUR Franski kappaksturinn fór fram um helgina: Það var Schumacher! FORMÚLA 1 Þýski ökuþórinn Mich- ael Schumacher vann enn einn sigurinn í Formúlu 1 kappakstrin- um um helgina en þá var franski kappaksturinn á dagskrá. Þetta var fjórði sigur Schumachers í röð og sá níundi í síðustu tíu keppnum. Spánverjinn Fernando Alonso, sem ekur fyrir Renault, kom ann- ar í mark eftir að hafa verið í for- ystu nánast hálfa keppnina, en hann hóf keppni á ráspól. Rubens Barrichello stakk sér síðan í þrið- ja sætið á síðasta hring, reyndar í næstsíðustu beygjunni, með því að fara fram úr Renault ökuþórn- um, Jarno Trulli. Sigur Schumachers nú var hans sjöundi í franska kappakstr- inum á ferlinum en hann hefur nú unnið 79 sigra í það heila. Yfirburðir Schumachers í ár eru að verða einn allsherjar brandari og víst er að áhuginn á Formúla 1 kappakstrinum er ekki að aukast - því miður. „Þetta gekk alveg fullkomlega upp hjá okkur í dag. Áætlun okkar gekk eftir og starfsmennirnir stóðu sig ótrúlega vel í viðgerðar- hléunum og lögðu í raun algjör- lega grunninn að sigrinum,“ sagði yfirburðarmaðurinn Michael Schumacher eftir sigur númer 79. Í keppni ökuþóra er Schumacher með 90 stig en næst- ur kemur félagi hans hjá Ferrari, Brasilíumaðurinn Rubens Barrichello, með 68. Í keppni bíla- smiða er spennan svipuð og hjá ökumönnunum – Ferrari er með 158 stig en Renault-liðið kemur næst með 79. Grískur gleðileikur á sviðinu í Lissabon Ótrúleg velgengnisaga Grikkja á EM í Portúgal náði hámarki í gærkvöld þegar liðið lagði Portú- gala að velli í úrslitaleik. EM Í FÓTBOLTA Grikkir eru Evrópu- meistarar í knattspyrnu. Þeir unnu sanngjarnan og verðskuld- aðan sigur á Portúgölum, 1-0, í Lissabon í gærkvöld. Þar með er lokið óvæntustu velgengnissögu í knattspyrnunni frá upphafi hennar. Enginn átti von á þessu, enginn. Ekki einu sinni allra bjartsýnustu fylgis- menn gríska liðsins og fyrir mót var nánast gengið að því vísu að liðið myndi tapa öllum leikjunum í riðlakeppninni. Í veðbönkum voru möguleikar Grikkja á Evrópu- meistaratitlinum taldir 80/1 – sá sem veðjaði á sigur Grikkja fékk það því áttatíufalt til baka. En að leiknum sjálfum. Eins og svo oft áður í úrslita- leikjum stórmóta var þessi leikur bragðdaufur og tilþrifalítill. Fyrri hálfleikur var ekki sérlega mikið fyrir augað í það heila og þróaðist í raun eins og flestir áttu von á fyrirfram – Grikkir vörðust fim- lega og skutust síðan fram á við þegar færi gafst. Reyndar fór leikurinn ágæt- lega af stað og Grikkirnir þá ekk- ert síður sókndjarfir. Þeir áttu fallega sókn á 16. mínútu, spiluðu sig nánast í gegnum vörn Portú- gala en markvörður þeirra, Ric- ardo, var vel á verði. Smám saman fór síðan leikur- inn í það far sem flestir áttu von á og fátt markvert gerðist það sem eftir lifði hálfleiksins. Grikkirnir lokuðu vel á sóknarlotur Portú- gala sem fundu einfaldlega ekki taktinn – eða öllu heldur – Grikkirnir sviptu þá taktinum. Framan af síðari hálfleik gerð- ist ekki mikið og í raun var alveg óbreytt ástand frá fyrri hálfleikn- um. Það dró síðan til tíðinda eftir tólf mínútna leik í síðari hálfleik en þá skoruðu Grikkir og þar var að verki Angelos Charisteas með skalla eftir hornspyrnu frá Ang- elos Basinas. Markið skrifast að miklu leyti á markvörðinn Ric- ardo sem átti skelfilegt úthlaup. Hornspyrnan var sú fyrsta sem Grikkir fengu í leiknum og enn og aftur sýndu þeir hversu nýtnir þeir eru. Eftir markið reyndu Portúgal- ar allt hvað þeir gátu til þess að ná upp sterkri sóknarpressu en það gekk frekar brösuglega. Eftir því sem nær dró leikslok- um fór örvæntingin síðan að gera vart við sig og færin voru fá. Tvö helstu voru, að Maniche átti lúmskt skot á 81. mínútu en gríski markvörðurinn Antonios Niko- politis var virkilega vel á verði. Níu mínútum síðar átti Luis Figo skot rétt framhjá gríska markinu og það var síðasta færi leiksins. Það eru því Grikkir sem eru Evrópumeistarar og það verður að segjast eins og er að það er fyllilega sanngjarnt. Lið sem sigr- ar Portúgala tvisvar í Portúgal og leggur síðan Frakka og Tékka að velli er verðskuldaður sigurveg- ari. Þjóðverjinn Otto Rehhagel hef- ur gert kraftaverk fyrir gríska knattspyrnu og náð að hnoða sam- an ótrúlega sterkri liðsheild þar sem varnarleikur hefur nánast verið gerður að listformi. Otto þessi var oftlega nefndur Otto II þegar hann var við stjórnvölinn hjá Werder Bremen því liðið varð svo oft í öðru sæti þýsku úrvals- deildarinnar. Sá ís er löngu brot- inn og sigrarnir orðnir fjölmargir en þessi er án efa sá stærsti og auðvitað sá óvæntasti. Otto I hafði þetta að segja eftir sigurinn sann- gjarna: „Þetta er sögulegur sigur. Þetta er stórkostlegt. Þetta er óvenju- legt afrek fyrir grískan fótbolta og sérstaklega fyrir evrópskan fótbolta. Mitt lið spilaði stórkost- legan fótbolta og við nýttum möguleika okkar mjög vel í allri keppninni.“ „Við biðjum Portúgala að fyrir- gefa okkur þetta tap,“sagði þjálf- ari Portúgala, Luiz Felipe Scolari, eftir leik og bætti þessu við: „Við vorum ekki þess megnugir að skora mark í leiknum og því fór sem fór og þetta tap er ótrúlega sárt. Þeir unnu á varnarleiknum. Þeir unnu því að þeir kunna að spila varnarleik.“ Orð að sönnu. sms@frettabladid.is 15 STIG GEGN KÍNA Jón Arnór Stefánsson er að standa sig vel með Dallas. Leikir Dallas og kínverska landsliðsins: Jón Arnór með 15 stig í sigri Dallas KÖRFUBOLTI Jón Arnór Stefánsson skoraði 15 stig í öðrum æfingaleik Dallas Mavericks við kínverska landsliðið í fyrrinótt. Dallas vann leikinn örugglega, 97-85, og bætti fyrir tap tveimur dögum fyrr. Lið- in spiluðu síðan í þriðja og síðasta sinn í nótt. Jón Arnór varð fjórði stiga- hæsti leikmaður Dallas í leiknum en stigahæstur var nýliðinn Devin Harris, einn af keppinautum Jóns um sæti í liðinu. Harris, sem var valinn fimmti í nýliðavalinu á dög- unum, skoraði 21 stig og gaf 5 stoðsendingar og spilaði mun bet- ur en í fyrsta leiknum. Það munaði reyndar miklu fyrir Kína að liðið lék án miðherja síns og leikmanni Houston, Yao Ming, sem leiddi liðið í stigum (22), frá- köstum (11) og stoðsendingum (4) í fyrsta leiknum sem Kína vann. Jón Arnór var með átta stig í þeim leik og er greinilega að sýna sig og sanna í þessum leikjum. Það er mikilvægt því þrátt fyrir brotthvarf Steve Nash til Phoenix þá er Dallas búið að gera sex ára samning við bakvörðinn Marquis Daniels og nú er Harris farinn að sýna tilþrif í stöðu Jóns Arnórs. ■ ÈM Í FÓTBOLTA MARKAHÆSTU MENN Á EM Milan Baros, Tékklandi 5 Wayne Rooney, Englandi 4 Ruud Van Nistelrooy, Hollandi 4 Frank Lampard, Englandi 3 Henrik Larsson, Svíþjóð 3 Jon Dahl Tomasson, Danmörku 3 Zinedine Zidane, Frakklandi 3 Antonio Cassano, Ítalíu 2 Angelos Charisteas, Grikklandi 2 Marek Heinz, Tékklandi 2 Thierry Henry, Frakklandi 2 Zlatan Ibrahimovic, Svíþjóð 2 Jan Koller, Tékklandi 2 Maniche, Portúgal 2 Cristiano Ronaldo, Portúgal 2 Rui Costa, Portúgal 2 MILAN BAROS Markahæstur á EM. ÓSIGRANDI Michael Schumacher fagnaði enn einum sigrinum um helgina, þeim 79. á ferlinum. HVER HEFÐI TRÚAÐ ÞESSU? Grikkir fagna verðskulduðum sigri á Portúgölum í úrslitaleik EM. Varnarleikur þeirra í keppninni var ekkert annað en snilldin tær.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.