Fréttablaðið - 05.07.2004, Blaðsíða 57

Fréttablaðið - 05.07.2004, Blaðsíða 57
„Það var gaman að fá bleikjuna í Dumbafljótinu, takan var skemmti- leg og eitthvað er komið af fiski í ána, sérstaklega laxi,“ sagði Gunnar B. Sigurgeirsson sem á heiðurinn af fyrsta fisknum sem veiddist í Hrúta- fjarðará á þessu sumri, en bleikjan var ríflega 2 pund. Mjög góð byrjun var í laxinum í Hrútafjarðará og Síká en það eru lax- ar komnir víða í árnar eins og fyrir neðan brúna í Síká, Bálk, Hrúta- streng, Ármótahyl og Maríubakka. „Þetta er alltaf gaman og það að fá laxinn til að taka svona smár flugur,“ sagði Svavar Sölvason prentari, en hann á heiðurinn af fimm fyrstu löx- unum í Hrútafjarðará á sumrinu, alla á mjög smáar flugur. En Svavar veiddi líka fyrsta laxinn í Hvolsá í Dölum fyrir fáum dögum. „Þetta voru allt eins árs laxar úr sjó nema sá stóri sem ég missti í Hamarshylnum, hann var stór en ég réð ekkert við hann og hann slapp,“ sagði Svavar að lokum. „Ég var alveg kominn með lax upp að landi en þá lak úr honum flugan í Ármótahylnum,“ sagði Sigurdór Sig- urdórsson, sem missti fyrsta lax sum- arsins í Hrútafjarðará á þessu sumri í Ámótahylnum eftir stutta, en snarpa viðureign. Daginn eftir veiddi Sigurdór síðan fyrsta laxinn sinn í sumar, í Hrúta- fjarðaránni. Það er ótrúlegt hve lax er kominn víða í ána og nokkrir á hverjum stað, en ekki er mikið komið af bleikju. Reyndar lætur hún sig vaða út og inn með sjávarföllunum. Allir laxarnir sex sem veiddust í opnunarholli í Hrútafirðinum, voru smálaxar. „Ég myndi alls ekki segja að það væru bara smálaxar sem ganga í árn- ar núna, öðru nær, holl sem hætti fyrir fáum dögum í Blöndu veiddi 54 laxa og flestir af þeim voru 12 til 17 punda laxar,“ sagði Þórarinn Sigþórs- son sem segir að í þeim hollum sem hann hafi veitt síðustu daga hafi ver- ið mikið um stórlax. „í Kerinu í Blöndu eru margir lax- ar og einn af þeim er 25-30 punda stórfiskur og margir vel vænir. Ég var í Miðfjarðará fyrir fáum dögum og við fengum 20 laxa, töluvert af þeim fiski var stórlax. Mér finnst mikið veiðast af stórlaxi og hann vera í ám eins og Blöndu og Miðfjarðará, en fáir smálaxar,“ sagði Þórarinn ennfremur „Það eru víða fréttir af veiðimönn- um að setja í og landa löxum, þó nokk- uð hefur gengið af laxi í Hafra- lónsána og á silungasvæðinu hafa verið að veiðast sjóbirtingar og bleikjur,“ sagði Rögnvaldur Guð- mundsson, er við spurðum um stöð- una og veiðina. „Reytingsveiði hefur verið á bleikju í Hjaltadalsá og Kolku og þær stærstu hafa verið um 7 pundin. Lax- inn er líka mættur á svæðið og það óvenjulega snemma, veiðimenn sem voru að hætta veiðum sáu væna laxa neðarlega á svæðinu. Í Stóru-Ármót- um er laxinn mættur líka og hafa veiðimenn verið að setja í hann en ekki náð að landa neinum ennþá. Einn 18 punda kom á land, sem Guðlaugur Eiríksson landaði,“ sagði Rögnvaldur ennfremur. ■ 25MÁNUDAGUR 5. júlí 2004 Jim Kenefick, einn af stjórnendum síðunnar Moorewatch.com, sem rekur áróður gegn kvikmyndagerð- armanninum Michael Moore, hefur ákveðið að taka Moore á orðinu og hefur sett sjóræningjaútgáfu af mynd af hans, 9/11 Fahrenheit, á síðuna. Moore sagði sjálfur í viðtali að honum væri alveg sama hvort menn fjölfölduðu mynd sína án leyfis svo framarlega sem þeir væru ekki að reka gróðastarfsemi á sinn kostnað. Vopnaður upptöku þar sem Moore staðhæfir þetta, segist Kenefick standa á sama hvort hann verði lögsóttur. „Ég mun ekki beyg- ja mig gagnvart lögsókn. Nú fáum við að sjá hvort Moore sé í raun peningarefur eða hugsjónamaður,“ segir Kenefick. Moorewatch.com hefur reynt að sýna fram á tvöfeldni og ósann- indi í málflutningi Michaels Moore og segir hann fara með fleipur í hví- vetna. Heimsóknir á síðuna hafa þrefaldast í kjölfar mikillar um- fjöllunar um Michael Moore og hans umdeildu myndar. Talsmaður Moore sagði að lög- ræðingar hans könnuðu nú grund- völl fyrir málshöfðun á hendur Moorewatch.com og að þeir gætu ekki setið aðgerðarlausir og horft upp á forráðamenn síðunnar ganga á rétt hans. Fólk hópaðist á 9/11 Fahrenheit um frumsýningarhelgina og halaði hún inn litlar 24 milljónir dala sem er metaðsókn á heimildarmynd. ■ Rakkar Moore í svaðið MICHAEL MOORE Peningarefur eða hugsjónamaður? ■ KVIKMYNDIR GUNNAR B. SIGURGEIRSSON Með fyrstu bleikju sumarsins úr Hrútafjarðará á þessu sumri, en hún veiddist í Dumbafljótinu. VEIÐIHORNIÐ GUNNAR BENDER ■ skrifar um veiði. M YN D /B JA R N I Ó M AR Laxinn kominn víða í Hrútafjarðará Skotlínur frá Scierra fyrir þá sem vilja ná lengra Leynivopn vikunnar er Fransis með eiturgrænum haus. Útfærð í Veiði- horninu. Trúlega sterkasta flugan í Fransis fjölskyldunni. Skothausar og heilar skotlínur frá Scierra sem eru hannaðar af Henrik Mortensen og Hywel Morgan hafa slegið í gegn enda magnaðar línur á góðu verði. Skothausar aðeins 4.890, heilar skotlínur aðeins 5.890.- Gerðu verðsamanburð, fáðu þér góða skotlínu á sanngjörnu verði og náðu lengra. Byrjendur ná fyrr góðum tökum á fluguköstum með skotlínum frá Scierra. Veiðihornið Hafnarstræti 5 sími 551 6760 Veiðihornið Síðumúla 8 sími 568 8410 Fylgstu með leynivopni vikunnar á mánudögum. Fullt verð kr. 36,600 Tilboðsverð kr. 29,900 Vöðlur, skór, sandhlíf og belti. Simms Freestone öndunarvöðlu sett Mörkinni 6, s. 568 7090
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.