Fréttablaðið - 05.07.2004, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 05.07.2004, Blaðsíða 58
„Ég skil bara ekkert í þessu hvað ég hef haldið þetta lengi út,“ segir Kristín G. Magnús leikkona, sem áratugum saman hefur staðið fyrir leiksýningum fyrir ferða- menn með ýmsu efni úr menning- arsögu Íslands. Fyrsta sýningin í sumar verður í kvöld og síðan verða sýningar öll mánudags- og föstudagskvöld í júlí og ágúst. Síðasta sýningin verður föstudagskvöldið 27. ágúst. Sýningarnar hefjast jafnan klukkan 20.30. Lengi vel hafði Kristín aðstöðu í Tjarnarbíói, en undanfarin tvö sumur hafa sýningarnar verið í Iðnó. „Og ég er ákveðin í að vera þar áfram,“ segir Kristín með áhersl- u. Hún er greinilega ánægð með aðstöðuna þar. „Mörgum Íslendingum, sem koma á sýningar með erlenda gesti, finnst þægilegt að geta fengið sér góða máltíð fyrir sýn- ingu.“ Í sumar verður sú nýjung að sýningin byrjar með breikdansi og síðan er dansað salsa. „Það er vegna þess að ég byrja á nútímanum, og þetta er það sem unga fólkið dansar í dag. Síðan förum við í torfbæinn og endum svo á víkingatímanum. Þetta er svona ferðalag aftur í tímann.“ Í sumar taka þátt í sýningunni fjórir dansarar, þau Þorleifur Ein- arsson, Andri Örn Jónsson, Tanja Björk Ómarsdóttir og Jóhanna Heiðdal Harðardóttir, auk Krist- ínar sem er sögumaður og aðal- leikari. Light Nights sýningarnar hafa notið styrks frá mennta- málaráðuneytinu og menningar- borgarsjóði. ■ 26 5. júlí 2004 MÁNUDAGUR EUROTRIP kl. 4 og 6 B.I. 12TROY kl. 10 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 5 B.I. 14 LADYKILLERS kl. 8 og 10.10 B.I. 12 HARRY POTTER 3 kl. 5 og 6 M/ÍSL. TALI HARRY POTTER 3 kl. 4, 7 og 10 M/ENSKU TALI SÝND kl. 5.30, 8, 10.30 SÝND kl. 3.45, 8 og 10.30 B.I. 12 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 8 og 10.30 SKEMMTILEGASTA GAMANMYND SUMARSINS! Jenna fékk ósk sína uppfyllta... og er allt í einu þrítug! Frábær mynd fyrir fólk á öllum aldri. MEÐ HINUM EINA SANNA OG OFURSVALA VIN DIESEL Geggjaður hasar og magnaðar tæknibrellur ETERNAL SUNRISE kl. 5.40 DAY AFTER TOMORROW kl. 5.20, 8 og 10.40PUNISHER kl. 8 og 10.40 B.I. 16 SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 B.I. 16 SÝND Í LÚXUS kl. 4, 6, 8 og 10 SÝND kl. 3.40, 5.50, 8 og 10.15 B.I. 16 HARRY POTTER 3 kl. 5.30 THE LADYKILLERS kl. 5.45, 8 og 10.15B.I. 12 VAN HELSING kl. 10 B.I. 12 METALLICA: SOME KIND... kl. 8 og 10.30 MORS ELLING kl. 6 og 8 SÝND kl. 5.30, 8 OG 10.20 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 12 MEÐ HINUM EINA SANNA OG OFURSVALA VIN DIESEL Geggjaður hasar og magnaðar tæknibrellur Frumsýnd 9. júlí HHH S.V. Mbl. ■ LEIKSÝNING Ferðalag aftur í tímann FRÉTTIR AF FÓLKI bolur buxur Skólabraut Akranes Hólmgarði Reykjanesbær Laugavegi Reykjavík Dalshrauni Hafnarfjörður - Föt á góðu verði 1190.- 1990.- Afnemum virðisaukann í viku!! VSK - VIKA 1.-7. júlí belti 640.- Leiðist barninu í bílnum? Splunkunýjar hljóðbækur á CD Lína langsokkur Hrói höttur Grimms-ævintýri Skemmtilegu smábarnabækurnar Verð frá kr. 1.790 Fást í bókabúðum og hjá Olís. Hægt að panta í síma 820-0782 eða á hljodbok.is Miramax hefur frestað framleiðsluá nýjustu mynd J-Lo og Richard Gere sem á að heita Shall We Dance og er endurgerð gamallar myndar. Framleiðendurnir höfðu gert sér góð- ar vonir um að myndin gæti slegið í gegn í sumar en eftir að hafa tekið nokkrar prufusýn- ingar var hætt við vegna aumra við- bragða. Áhorfendur sögðu myndina vera „botnlaus leiðindi“, ekki gott veganesti fyrir Miramax. Haldið verð- ur áfram með gerð myndarinnar í október. Spiderman 2 var frumsýnd nýveriðí Bandaríkjunum og Kanada. Met- aðsókn var fyrsta daginn og nam upphæðin í kringum 22 milljónum dollara, eða ein- um og hálfum milljarði ís- lenskra króna. Engin mynd hef- ur fengið svo góða aðsókn á sjálfan frumsýn- i n g a r d a g i n n . Spiderman-að- dáendur flykktust að bíóum vestra, margir íklæddir rauðum Spiderman- búningum. Það er sem fyrr Tobey Maguire sem fer með aðalhlutverk myndarinnar, sem þykir ekki gefa fyrirrennara sínum neitt eftir. Þess má geta að Shrek 2 er sú mynd sem hefur halað mest inn á einum degi, eða um 24 milljónir dollara. Hljómsveitin Limp Bizkit var ný-lega synjuð ábyrgðar á atviki sem átti sér stað á tónleikum þeirra í The Palace í Detroit. Einn af gestum tón- leikanna, Christopher Dickinson, fékk þó nokkur spörk í hausinn þeg- ar smá troðningur skapaðist á tón- leikunum. Sögðu sjónarvottar að þetta hafði vakið mikla reiði og hefðu þeir sem til sáu viljað að árás- armaðurinn yrði sóttur til saka en ekki hljómsveitin. Kviðdómurinn komst að þeirri niðurstöðu að Fred Durst og félagar hefðu gert allt rétt og ekki væri hægt að draga þá til ábyrgðar. Kletturinn í drullupollinum Chris Vaughn, vöðvastæltur sér- sveitahermaður, snýr aftur heim til litla smábæjarins síns eftir átta ára fjarveru til þess eins að komast að því að fallegu heima- hagarnir eru orðnir viðbjóðslegt lastabæli. Gömlu myllunni, aðal- vinnustaðnum í bænum, hefur verið lokað og eina tekjulind sam- félagsins er subbulegt spilavíti sem um leið er dreifingarmiðstöð fyrir eiturlyf. Til að bæta gráu ofan á svart er spilavítinu og sölumönnum dauð- ans stýrt af gömlum keppinauti Chris úr skóla og á ruðningsvell- inum í gamla daga. Þetta gengur auðvitað ekki þannig að Chris tek- ur málin í sínar hendur, beinbrýt- ur vondu kallana, rústar spilavít- inu með einni tréspýtu og í stað þess að fara í fangelsi fyrir lætin er hann kosinn lögreglustjóri. Þá æsist fyrst leikurinn og til magnaðs lokauppgjörs kemur á milli skólafélaganna þar sem öll- um meðulum er beitt, vélbyssum, sprengjum og öllu þar á milli. Fyrirfram getur maður ekki gert miklar kröfur til myndar af þessu tagi með glímutröllinu The Rock (The Scorpion King) í aðal- hlutverki. Svona dót er alla jafna rusl sem á ekkert erindi í bíó og er best geymt á hillum myndbanda- leiga. Það má því segja þessari mynd til hróss að hún slagar vel upp í meðallagið. The Rock er alls ekki svo slæmur og leysir þá heillum horfnu harðhausa Steven Seagal og Van Damme af með glæsibrag enda, að því er virðist, hæfileikaríkari en þeir báðir til samans. Þá sér erkifíflið Johnny Knoxville úr Jackass um að halda gríninu gangandi í hlutverki und- irmanns löggustjórans góða. Býsna skemmtilegur gaur og svo fer það Neal McDonough (sak- sóknaranum í Boomtown) býsna vel að leika skítalabba. Walking Tall er ekki merkileg mynd en manni leiðist ekkert yfir henni og í þessum geira verður það að teljast býsna gott. Þórarinn Þórarinsson [ KVIKMYNDIR ] UMFJÖLLUN WALKING TALL Leikstjóri: Kevin Bray Aðalhlutverk: The Rock, Neal McDonough, Johnny Knoxville DANSAÐ INN Í SÖGUNA Dansararnir Tanja Björk Ómarsdóttir og Þorleifur Einarsson eru meðal þeirra sem koma fram á Light Nights sýningunni.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.