Fréttablaðið - 06.07.2004, Page 1

Fréttablaðið - 06.07.2004, Page 1
● bestu tónleikar íslandssögunnar Metallica: ▲ Massíf stemning MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 ÞRIÐJUDAGUR STÓRLEIKUR Í KVÖLD FH-ingar taka á móti Íslandsmeisturum KR í kvöld í stórleik 9. umferðar Landsbankadeildar karla. Leikurinn fer fram í Kaplakrika og hefst klukkan 20. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG VÍÐA BJARTVIÐRI Þykknar heldur upp vestan til síðdegis með dálítilli súld. Hiti 10–20 stig hlýjast til landsins norðaustan til. Sjá síðu 6. 6. júlí 2004 – 182. tölublað – 4. árgangur DÓMSTÓLAR EKKI Á TÁNUM Jón Steinar Gunnlaugsson hæstaréttarlögmaður segir dómstóla ekki vera á tánum gagnvart meinsærisbrotum. Sjá síðu 2 DEILUR UM HRINGBRAUT Óskað hefur verið skýringa á fullyrðingum átaks- hóps um að ágreiningur og pólitískir hags- munir standi í vegi fyrir skipulagsvinnu í borginni. Sjá síðu 4 KÖNNUN Í UNDIRBÚNINGI Félag heyrnarlausra átti fund með ráðherrum félags- og heilbrigðismála í mars þar sem hugsanlegt var að heyrnarlausir hefðu mátt þola kynferðislega misnotkun í ríkari mæli en aðrir einstaklingar. Sjá síðu 4 ÁGREININGUR INNAN R-LISTANS Vinstri grænir eru andvígir niðurrifi Austur- bæjarbíós, segir borgarfulltrúi Sjálfstæðis- flokks. Borgarfulltrúi Reykjavíkurlistans segir enga opinbera ákvörðun liggja fyrir. Sjá síðu 6 36%50% Kvikmyndir 18 Tónlist 18 Leikhús 18 Myndlist 18 Íþróttir 14 Sjónvarp 20 Þorkell Máni Pétursson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Þjálfar taplaust lið ● heilsa Ásdís Halla Bragadóttir: ▲ SÍÐA 12 Klukkulaust frelsi er best ● 36 ára í dag Landsbankadeild kvenna: ▲ SÍÐA 23 Valsstúlkur komnar með yfirburðastöðu ● lögðu íbv, 3-1, á Hlíðarenda ÍRAK, AP Í það minnsta tíu manns létu lífið þegar bandarískar her- þotur vörpuðu sprengjum á íbúð- arhús í írösku borginni Falluja í gær. Bandaríska herstjórnin sagði að íslamskir hryðjuverkamenn hefðu hafist við í húsinu og því hefði ver- ið ákveðið að ráðast á það. Undan- farið hafa Bandaríkjamenn í aukn- um mæli gert loftárásir á hús þar sem þeir telja hryðjuverkamenn í hreyfingu Abu Musab al-Zarqawi hafast við. Al-Zarqawi segja þeir lykilmann í starfsemi al-Kaída í Írak. Í það minnsta fjórar loftárás- ir á hús vígamanna hafa verið gerðar síðasta hálfa mánuðinn og hafa tugir látist. Sjúkrabílar þustu að húsinu í austurhluta borgarinnar eftir loft- árás Bandaríkjahers í gær. Þegar þangað var komið blöstu lík þeirra sem voru í húsinu og voru flest lík- anna illa farin. Diaa Jumaili, lækn- ir á sjúkrahúsinu í Falluja, sagði að lík tíu manna hefðu verið flutt á sjúkrahúsið. ■ ALÞINGI Hart var deilt á ríkis- stjórnina á Alþingi í gær þegar þing kom saman til sumarfund- ar eftir rúmlega mánaðarhlé. Á fundinum var nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um eignar- hald á fjölmiðlum lagt fram en snarpar umræður urðu um störf þingsins. Halldór Blöndal, for- seti þingsins, sleit þingfundi um hálfri klukkustund eftir að hann hófst þrátt fyrir að fjölmargir þingmenn hefðu beðið um orðið og biðu eftir að komast að. „Ég hafði fullgilt tilefni til að kveða mér hljóðs. Ég hafði lagt fram spurningu í umræðunum um störf þingsins þar sem ég spurði hvort stjórnarfrumvarp- ið væri þinglegt, hvort ekki fælist í því augljós ásetningur eða fyrirætlan að fara á svig við stjórnarskrána og hafa af mönn- um þjóðaratkvæðagreiðslu með brellum,“ segir Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, um uppþotið sem varð í alþingishúsinu að loknum þing- fundi í gær. Áður höfðu Davíð Oddsson forsætisráðerra og formenn stjórnarandstöðuflokk- anna tekið máls. Lagt hafði verið fram breytt frumvarp ríkisstjórnarinnar um eignarhald á fjölmiðlum og voru þingmenn að ræða um störf þingsins. Samkvæmt þing- sköpum þarf að dreifa frum- varpi á Alþingi tveimur sólar- hringum áður en umræða um það hefst og því mun umræða um nýtt fjölmiðlafrumvarp ekki hefjast fyrr en á morgun. „Samkvæmt þingsköpum hafa fundarmenn þennan rétt og veit ég engin fordæmi þess að þingmönnum hafi verið neitað um hann. Þetta eru einfaldlega mistök í þingsköpum og hlýtur forseti þingsins að átta sig á þeim og sjá eftir þeim,“ segir Steingrímur. Í samtali við Fréttablaðið sagðist Halldór Blöndal, forseti Alþingis, hafa slitið fundi þar sem hann hefði talið málið út- rætt. Að loknum þingfundi átti forseti Alþingis síðan fund með formönnum þingflokka stjórn- arandstöðunnar og sagði Halldór þann funda hafa verið afar gagnlegan. „Að loknum þeim fundi ákvað ég að verða við beiðni um að láta kanna hvort frumvarp ríkisstjórnar- innar væri þinglegt,“ sagði Halldór Stjórnarandstaðan lýsti ein- dreginni andstöðu við frum- varpið á Alþingi í gær og jafn- framt þá fyrirætlan ríkisstjórn- arinnar að ræða ekki lög um þjóðaratkvæðagreiðslu á sum- arþingi eins og boðað hefði verið. Frumvarp formanna stjórnarandstöðuflokkanna um þjóðaratkvæðagreiðslu var sent fjölmiðlum í gær. Sjá nánar á síðu 2 og 8. sda@frettabladid.is Lætur kanna hvort nýtt frumvarp sé þinglegt Fyrsta fundi sumarþings lauk með háreysti í þingsölum í gær. Stjórnarandstaðan deildi hart á ríkisstjórnina. Forseti Alþingis lætur kanna hvort nýtt fjölmiðlafrumvarp sé þinglegt. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA Bandaríkjaher réðist á meint athvarf hryðjuverkamanna: Tíu féllu í loftárás VOPNAHLÉ GILDIR ÁFRAM Talsmaður herskáa shíta-klerksins Muqtada al-Sadr segir vopahlé standa en baráttunni ljúki ekki fyrr en Bandaríkjamenn fari. Leiðtogafundur Íslands og Bandaríkjanna: Til fundar við Bush UTANRÍKISMÁL Davíð Oddsson for- sætisráðherra hittir í dag George W. Bush, forseta Bandaríkjanna, á skrifstofu Bush í Hvíta húsinu í Washington í Bandaríkjunum. Rætt verður um alþjóðamál og samskipti landanna en ekki fengust í gær nánari upplýsingar um efni fundarins. Í fylgdarliði Davíðs eru þeir Ólafur Davíðsson, ráðuneytis- stjóri forsætisráðuneytisins, Illugi Gunnarsson, aðstoðarmaður ráðherra, og Albert Jónsson skrif- stofustjóri. Föruneytið flaug utan síðdegis í gær. Illugi Gunnarsson staðfesti í samtali við Fréttablaðið að ekki væru aðrar viðræður á dagskránni en forsetans og for- sætisráðherrans. Davíð er væntanlegur heim aftur á fimmtudag. ■ FARINN Á FUND BUSH Davíð Oddsson forsætisráðherra var glaðbeittur þegar hann veifaði ljósmyndara Fréttablaðsins fyrir utan alþingishúsið í gær áður en hann hélt í flug til Washington til fundar við George W. Bush, forseta Bandaríkjanna. Heimsins lengsta tónverk: Stendur yfir í 639 ár BERLÍN, AP Tvær nótur bættust við heimsins lengsta tónverk í mann- lausri kirkju í Þýskalandi í gær. Flutningur hófst fyrir þremur árum en hann mun í heild taka 639 ár. Tónverkið er leikið á orgel og hófst með þögn í september 2001. Þrjár nótur bættust við í febrúar á síðasta ári og mynda hljóm með hin- um tveimur sem bættust við í gær. Lóð eru notuð til þess að halda hljómnum lifandi árum saman. Hljómurinn mun óma þar til í mars 2006 þegar tvær nótur verða fjarlægðar úr honum. ■ SÍÐA 18-19

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.