Fréttablaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 4
4 6. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR Stýrivaxtahækkun: Skammgóður vermir EFNAHAGSMÁL Gylfi Arnbjörnsson, framkvæmdastjóri Alþýðusam- bands Íslands, segist óttast áfram- haldandi verðbólgu og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda til að draga úr spennu í hagkerfinu. Hann segir stýrivaxtahækkun Seðlabankans undir lok síðustu viku vera í takt við fyrri orð bankans um spennu í hagkerfinu og verðbólgu í hærri kantinum. „Á sama tíma hefur bankinn gagnrýnt ríkisfjármála- stefnuna, þ.e. að ríkið gerði ekki nóg til að hamla þenslu og hafi stillt málum þannig upp að peningamála- stefnan væri ein um hituna,“ segir hann og telur tæpast hægt að gagn- rýna Seðlabankann fyrir að sinna sínu lögboðna hlutverki, að halda verðbólgu í skefjum. „Það er hins vegar hægt að gagnrýna stjórnvöld fyrir að beita ekki efnahagsstjórn til að draga úr spennu. Svona lagað getur auðvitað fest í sessi og erfitt að stöðva þegar verðbólgan fer í gang,“ segir hann og telur fulla ástæðu til að hafa áhyggjur af þró- un mála. Gylfi segist hafa áhyggjur af áhrifum hagstjórnarinnar á fyrirtæki í landinu því vaxtahækk- anir dragi úr samkeppnisstöðu inn- lendra fyrirtækja. „Það veikir at- vinnustigið og eykur vandann hvað varðar atvinnuleysi. Þessi tegund hagstjórnar er því mjög skamm- góður vermir og getur haft mjög eyðileggjandi áhrif á hagkerfið og samsetningu á því,“ segir hann. ■ SKIPULAGSMÁL Salvör Jónsdóttir, sviðsstjóri skipulags- og bygging- arsviðs Reykjavíkurborgar, hefur óskað skýringa á fullyrðingum átakshóps Höfuðborgarsamtak- anna og samtaka um betri byggð. Hópurinn er ósáttur við meðferð sem tillögur hópsins varðandi færslu Hringbrautar fengu hjá Reykjavíkurborg. Hefur átakshópurinn meðal ann- ars lýst því yfir að æðstu embættis- menn skipulagsmála hjá Reykja- víkurborg telji ekki mögulegt að hefja vinnu við skipulag í Vatns- mýri og á lóð Landspítala vegna ágreinings og pólitískra hagsmuna. „Þetta er fullyrðing sem ég átta mig ekki á og hef því beðið um skýringar,“ segir Salvör. „Ég verð náttúrlega að vita hvaðan þetta er komið og fá skýringar á um- mælunum.“ Að sögn Salvarar var skipulag Hringbrautar unnið samkvæmt hefðbundnu ferli umferðarskipu- lags á Íslandi. „Um tillögurnar var fjallað heiðarlega,“ segir Salvör. „Efnislega er það þannig að við höfum verið að berjast í málefnum Hringbrautarinnar í fimm ár og hitt tugi embættismanna og starfs- manna Reykjavíkurborgar,“ segir Örn Sigurðsson, talsmaður hópsins. „Við höfum heyrt á mjög mörgum sem starfa fyrir borgina að þeim líður illa við það að þurfa að vinna að lausn sem er í raun baneitruð og beint gegn okkar hagsmunum.“ Að sögn Arnar er hópurinn ósáttur við þá meðferð sem tillög- urnar fengu. „Okkur finnst við vera að leggja eitthvað gagnlegt að mörkum en það er bara reynt að traðka á því,“ segir Örn. „Átakshópnum hefur verið svar- að efnislega lið fyrir lið og málefna- lega að mínu mati,“ segir Steinunn Valdís Óskarsdóttir, formaður skipulagsnefndar Reykjavíkur- borgar. „Það er voðalega lítið hægt að gera í því að þau séu ósátt við svörin, sem hafa verið rökstudd efnislega.“ ■ Norðurlönd: Nóg til af orku NORÐURLÖND Í nýrri niðurstöðu greiningar á orkumarkaðinum á Norðurlöndum kemur fram að nægt framboð er á orku á markað- inum og mun hann geta ráðið við orkufrek tímabil án orkuskorts hjá neytendum. Komist er að því að á næsta ári verði minna um framleiðsluvanda en skort þar sem aðgerðir hafa verið settar í gang til að koma í veg fyrir vandamál í tengslum við afkasta- getu í framleiðslunni. Sé litið til ársins 2010 sé hins vegar hætta á alvarlegum afleiðingum vegna minnkandi afkastagetu í orku- framleiðslu. ■ Sænskur útvarpssendir: Loftnet á heimsminja- skrá STOKKHÓLMUR, AP Sænskur útvarps- sendir hefur verið samþykktur á heimsminjaskrá Menningarstofnun- ar Sameinuðu þjóðanna, UNESCO. Sendirinn er hluti Grimeton- útvarpsstöðvarinnar sem byggð var af Bandaríkjamönnum árin 1922– 1924 og hafði það hlutverk að koma á auknum fjarskiptum milli landa Skandinavíu og Bandaríkjanna. Útsendingar hófust um sendinn árið 1924 og var hann upphaflega notaður til að senda skilaboð frá Sví- þjóð til Bandaríkjanna. Einnig notaði sænski sjóherinn loftnetið til þess að ná sambandi við kafbáta sína áður en sendinum var lokað árið 1955. ■ Ætlarðu að fara á sumarútsölur? Spurning dagsins í dag: Mun nýtt fjölmiðlafrumvarp stuðla að sáttum? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 64% 36% Nei já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Hundrað metra hlaup: Sló met öldunga SUÐUR-AFRÍKA, AP Hundrað ára Suð- ur-Afríkumanni tókst það markmið sitt að setja nýtt heimsmet fyrir að hlaupa hundrað metrana fljótastur allra aldargamalla hlaupara. Hann fær metið þó ekki staðfest þar sem tæknin brást skipuleggjendum hlaupsins. Philip Rabinowitz hljóp hundrað metrana á 28,7 sekúndum. Fyrra metið var 36,1 sekúnda og það bætti Rabinowitz um rúmar sjö sekúndur. Rafmagnsbilun varð til þess að heimsmetabók Guinness staðfesti ekki metið en Rabinowitz var samt mjög ánægður. „Mér líður alveg dá- samlega. Ég trúði því aldrei að mér tækist þetta,“ sagði hann. ■ FRAMKVÆMDASTJÓRI ASÍ Gylfi Arnbjörnsson segist óttast áframhald- andi verðbólgu og kallar eftir aðgerðum stjórnvalda til viðbótar við peningamála- stjórn Seðlabanka Íslands. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA HRINGBRAUTIN FÆRÐ Vinna við færslu Hringbrautar stendur yfir. Átakshópur, sem lagt hefur fram tillögur að breytingum að framkvæmdaáætluninni, er afar ósáttur við meðferð tillagnanna hjá borginni. Hafrannsóknarstofnun: Hrefnuveið- um lokið SJÁVARÚTVEGUR „Veiðunum er nú lokið að sinni og nú taka rann- sóknir við að nýju,“ segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrann- sóknarstofnunar, en hrefnuveiði- skip hafa nú lokið veiðum á þeim 25 hrefnum sem áætlun gerði ráð fyrir að yrðu veiddar á þessu ári. Tekin hafa verið sýni úr alls 61 skepnu síðan vísindaveiðar hófust á síðasta ári og margvíslegar aðrar mælingar gerðar. Jóhann segir að veiðin hafi verið dræm í júní en tekist hafi að ljúka þeim á tilsettum tíma. „Það var veitt á þeim svæðum sem áætlunin náði til án skakkafalla og því gekk allt að óskum þetta árið.“ ■ FYRSTA HREFNAN VEIDD Nú er lokið hrefnuveiðum þessa árs og gekk allt að óskum. Pólitískir hagsmunir hindra skipulagsvinnu Sviðsstjóri skipulags- og byggingarsviðs Reykjavíkurborgar hefur óskað skýringa á fullyrðingum átakshóps um að ágreiningur og pólitískir hagsmunir standi í vegi fyrir skipulagsvinnu í borginni. DÓMSMÁL Félag heyrnarlausra vill taka fram vegna umræðu sem orðið hefur í fjölmiðlum vegna meintra kynferðisafbrota gegn heyrnarlausum einstaklingum að félagið átti fund með ráðherrum félagsmála- og heilbrigðismála í mars þar sem hugsanlegt var að heyrnarlausir hefðu mátt þola kynferðislega misnotkun í ríkari mæli en aðrir einstaklingar. Félagið lagði áherslu á að vandinn yrði greindur og tóku ráðherrarn- ir vel í þá málaleitan. Var síðar samþykkt að leggja fram eina milljón króna til að vinna faglega rannsókn á stöðu mála. Félag heyrnarlausra hefur síð- an átt í viðræðum við fyrirtæki sem sérhæfir sig í félagsvísinda- rannsóknum og er slík könnun í burðarliðnum. Farið hafa fram viðræður við fagaðila en ekki hef- ur verið farið fram á opinbera rannsókn þar sem þau mál eru fyrnd sem félaginu er kunnugt um. Enn fremur hefur verið ákveðið að hafinn verði undir- búningur að fræðslu og forvarn- arstarfi innan samfélags heyrnar- lausra til að koma í veg fyrir að svo skelfilegir atburðir endurtaki sig. ■ Félag heyrnarlausra óskaði aðstoðar tveggja ráðuneyta í mars síðastliðnum: Fagleg könnun í undirbúningi Íraskir Kúrdar: Krefjast dauðadóms ÍRAK, AP Þúsundir Kúrda tóku þátt í kröfugöngu í bænum Halabja til að krefjast þess að Saddam Hussein verði tekinn af lífi fyrir að beita efnavopnum gegn íbúum bæjarins. Fimm þúsund manns létu lífið í árás stjórnvalda 1988. Það verður í höndum dómstóla að ákveða hvort Saddam Hussein verð- ur tekinn af lífi eða ekki. „Stjórnvöld munu sætta sig við niðurstöðu dóm- stóla, sagði Iyad Allawi, forsætisráð- herra Íraks. „Hvað aftöku varðar er það fyrir dómstóla að ákveða – svo framarlega sem þeir komast að nið- urstöðu á hlutlægan og réttlátan hátt,“ sagði Allawi. ■ AFTÖKU KRAFIST Kúrdar telja dauðadóm eina réttláta dóminn fyrir Saddam Hussein.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.