Fréttablaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 20
Um 200 manns fögnuðu 50 ára afmæli Skagfjörðsskála í Langadal í Þórsmörk um helgina. Um leið var haldið upp á 25 ára afmæli hinnar vinsælu Laugavegsgöngu. SJÓNARHORN Einar Bárðarson er eigandi fyrirtækisins concert.is sem sér um tónleikahald og ýmsar uppákomur tengdar skemmtana- iðnaðinum. Í hverju felst starfið? Það fellst í allskonar sýsli í sambandi við tónleikahald og umboðsmennsku. Þessi bransi snýst ansi mikið um að halda sér á floti. Hvenær vaknarðu á morgnana? Um sjöleytið. Hversu lengi vinnurðu? Ýmsir myndu nú segja að ég ynni þangað til ég sofnaði. Það er flest sem ég geri partur af starfinu, til dæmis að horfa á sjónvarp, hlusta á tónlist og lesa dagblöð og tímarit. Auðvitað reyni ég að eyða einhverjum tíma í eitthvað ann- að en það má segja að ég sé nánast alltaf í vinnunni. Hvað er skemmtilegast við starfið? Það er svo sem ekkert leiðinlegt við þetta starf nema það að borga skatta og rukka skuldir. Þetta er allt mjög ánægjulegt. En erfiðast? Til að sinna þessu starfi þarf maður náttúrlega að vera tilbúinn til þess að vinna allan sólarhringinn. Álagið er frekar mikið og leiðinleg þessi misalvarlegu hjartaslög sem hægt er að fá. Hvað gerirðu eftir vinnu? Ég reyni að taka mér frí og fara frá öllu. Þá myndi ég helst vilja fara að veiða með skemmtilegu fólki. Síðan er líka gaman að fara í stutt stopp til útlanda og kannski grennslast fyrir um tónlistaruppákomur á döfinni. Þá má segja að ég sé samt í vinnunni líka. Hvað gerirðu um kvöldið? Það er mjög fín lína á milli skemmtunar og vinnu hjá mér. Ég reyni að fara í bíó og þess háttar en það má svo sem segja að öll skemmtun sé hluti af vinn- unni. EINAR BÁRÐASON HVUNNDAGURINN 6. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR8 Vandaður herra og dömufatnaður frá: www.ntc.is ÚTSALAN HAFIN 30-60%AFSLÁTTUR FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.