Fréttablaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 22
6. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR Wayne Rooney vill hafa David Beckham áfram sem fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu: Becks er góður fyrirliði FÓTBOLTI Wayne Rooney, helsta vonarstjarna enska landsliðs- ins í knattspyrnu, ver David Beckham og segist vilja sjá hann áfram sem fyrirliða landsliðsins á næstu árum. Beckham hefur legið undir nokkru ámæli eftir EM í Portú- gal og nú finnst Rooney nóg komið af skömmum: „Becks er mjög góður fyrir- liði. Hann veit svo sannarlega hvað hann er að gera og á skilið að vera fyrirliði enska landsliðsins áfram. Ég hef lært gríðarlega mikið af því að um- gangast leikmenn eins og David Beckham og Michael Owen,“ sagði Rooney. Gríðarlegar umræður eru um framtíð Rooneys og það nýjasta er að Manchester United hefur dregið sig út úr kapphlaupinu um hann. Líklegast er talið að risaboð frá Chelsea berist á næstunni – tilboð sem Everton getur einfaldlega ekki hafnað. ■ Gríska sálin er stærsta guðsgjöfin Fyrirliði Evrópumeistaranna, Þeóðoros Zagorakis, var valinn besti leikmaður EM. EM Í FÓTBOLTA Fyrirliði grísku Evrópumeistaranna, Þeóðoros Zagorakis, var valinn besti leikmað- ur mótsins og er sú tilnefning punkturinn yfir i-ið á hinu ótrúlega gríska ævintýri sem við höfum orð- ið vitni að undanfarnar þrjár vikur. Þessi 32 ára leikmaður AEK í Aþenu er holdgervingur gríska liðs- ins – vinnusamur miðjumaður sem lætur ekkert hafa áhrif á leik sinn, gerir það sem fyrir hann er lagt og efast ekki um ákvarðanatöku þjálfarans. Zagorakis var valinn besti mað- ur vallarins í fyrsta leik mótsins og einnig í þeim síðasta og er það lýsandi dæmi um árangur Grikkj- anna á EM – þeir opnuðu mótið með stæl og lokuðu því með stæl. Árang- ur þeirra var síður en svo tilviljun – margir héldu að fyrri sigurinn á Portúgölum hefði verið tilviljun ein, bóla sem myndi springa í næsta leik – en hafi þetta verið bóla þá var hún úr stáli. Zagorakis var um tíma hjá enska liðinu Leicester City en saga hans þar er ekki mörkuð af sigrum né frægð, frekar en grísk knattspyrnu- saga fram til þessa dags. Á tveimur og hálfu ári í Leicester-borg var Zagorakis aðeins 45 sinnum í byrj- unarliðinu og fékk að fara á frjálsri sölu sumarið 2000 til AEK þar sem hann er enn. Hugur minn tómur Hann átti afar erfitt með að tjá sig um tilfinninguna sem fylgdi því að taka á móti bikarnum í leikslok: „Hugur minn var algerlega tómur, það eina sem ég vildi gera var að hefja bikarinn á loft. Í raun á ég engin orð til að lýsa því hvernig mér líður núna – þetta er ólýsanleg til- finning.“ Zagorakis verður tíðrætt um sál- ina í gríska liðinu: „Við höfum sann- að enn og aftur að gríska sálin er, og verður alltaf, aðalstyrkur okkar. Hún er stórkostlegasta gjöfin sem Guð hefur nokkurn tímann gefið okkur.“ Fyrir EM í Portúgal höfðu Grikk- ir ekki unnið leik á stórmóti. Reynd- ar höfðu þeir aðeins tekið þátt tvívegis – EM 1980 og HM 1994. „Bara það að komast í loka- keppnina var mikið afrek hjá okk- ur,“ sagði Zagorakis en Grikkir þóttu einnig koma mjög á óvart í undankeppninni. Þeir stóðu sig frá- bærlega þar, urðu að lokum efstir í sínum riðli og skutu sterkum knatt- spyrnuþjóðum eins og Spánverjum og Úkraínumönnu ref fyrir rass. „Þrátt fyrir góðan árangur okkar í undankeppninni bjóst enginn við þessum árangri í lokakeppninni. Það sem við afrekuðum síðan hér í Portúgal er auðvitað ekki búið að vera neitt annað en eitt allsherj- arævintýri sem mikil forréttindi hafa verið að taka þátt í.“ Zagorakis sagði fögnuðinn í búningsklefanum eftir leikinn hafa verið rosalegan: „Þú getur ekki ímyndað þér hvað gekk á, öll þessi gleði umlykjandi, allur þessi fögnuður. En að sjálfsögðu til- einkum við þennan sigur öllum Grikkjum hvar sem þeir eru í heiminum. Ég held að við höfum gefið fólkinu eitthvað meira en bara gleði. Við höfum gefið þeim mikið stolt – stolt sem það getur borið með sér ævina á enda,“ sagði fyrirliði grísku Evrópumeistar- anna og besti leikmaður EM í Portúgal, Þeóðoros Zagorakis. ■ HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 3 4 5 6 7 8 9 Þriðjudagur JÚLÍ flugfelag.is EGILSSTAÐA 6.100 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð á völdum brottfarartímum. Milli Reykjavíkur og ÍSAFJARÐAR 5.000kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð á völdum brottfarartímum. Milli Reykjavíkur og AKUREYRAR 5.000 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð á völdum brottfarartímum. Milli Reykjavíkur og flugfelag.is 7. - 13. júlí GRÍMSEYJAR 3.600 kr. Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð á völdum brottfarartímum. Milli Akureyrar og Börn, 2ja–12 ára, í fylgd með fullorðnum, greiða 1.833 kr. aðra leiðina. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N E H F. /S IA .I S F LU 2 52 37 07 /2 00 4 VOPNAFJARÐAR/ ÞÓRSHAFNAR 3.600 Flug aðra leiðina. Bara á www.flugfelag.is Takmarkað sætaframboð á völdum brottfarartímum. Milli Akureyrar og LEIKIR  20.00 FH og KR mætast á Kaplakrikavelli í Landsbankadeild karla í knattspyrnu.  20.00 Fjölnir og FH mætast á Fjölnisvelli í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu.  20.00 Stjarnan og Breiðablik mætast á Stjörnuvelli í Landsbankadeild kvenna í knattspyrnu. SJÓNVARP  13.50 Trans World Sport á Stöð 2.  18.05 Motorworld á Sýn. Kraftmikill þáttur um allt það nýjasta í heimi akstursíþrótta.  18.35 Gillette-sportpakkinn á Sýn.  19.05 Trans World Sport á Sýn.  19.45 Íslenski boltinn á Sýn. Bein útsending frá leik FH og KR í Landsbankadeild karla í knatt- spyrnu.  22.20 Suður-Ameríku bikarinn á Sýn. Bein útsending frá leik Venesúela og Kólumbíu.  01.05 Suður-Ameríku bikarinn á Sýn. Bein útsending frá leik Perú og Bólivíu. MÆTTUR AFTUR Giovanni Trapattoni var ekki lengi á atvinnuleysisskrá. Kominn til starfa hjá Benfica. Giovanni Trapattoni var ekki lengi atvinnulaus: Ráðinn til Benfica FÓTBOLTI Giovanni Trapattoni hefur verið ráðinn þjálfari portúgalska liðsins Benfica aðeins níu dögum eftir að hann missti stöðu sína sem landsliðsþjálfari Ítala. Marcello Lippi, fyrrum þjálfari Juventus, tók við stjórn ítalska landsliðsins af Trapattoni. Hjá Benfica tekur Trapattoni hins vegar við af Jose Antonio Camacho, sem mun taka við stjórn- artaumunum hjá Real Madrid. Benfica hafnaði í öðru sæti portúgölsku deildarinnar á síðustu leiktíð en vann hins vegar bikar- keppnina – fyrsti bikar félagsins í heil átta ár. Trapattoni hefur víða komið við á löngum og glæsilegum ferli. Hann hefur meðal annars verið við stjórn- völinn hjá stórliðum eins og Juvent- us, Inter Milan og Bayern München og hefur hampað tuttugu stórum titlum. Trapattoni var harðlega gagn- rýndur af ítölskum fjölmiðlum eftir EM í Portúgal þar sem liðið komst ekki áfram úr sínum riðli. ■ WAYNE ROONEY Enska undrabarnið styður David Beckham og segir hann eiga skilið að vera áfram fyrirliði enska landsliðsins í knattspyrnu. ÞEÓÐOROS ZAGORAKIS Fyrirliði grísku Evrópumeistaranna. Sést hér með bikarinn eftirsótta. Var valinn besti leikmaður EM í Portúgal.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.