Fréttablaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 06.07.2004, Blaðsíða 24
6. júlí 2004 ÞRIÐJUDAGUR Eftir Patrick McDonnell ■ PONDUS ■ ROCKY ■ KJÖLTURAKKAR ■ BARNALÁN ■ PÚ OG PA Eftir SÖB Eftir Kirkman/Scott Eftir Martin Kellerman Eftir Frode Överli STÓRHÖFÐA 27 -SÍMI: 552 2125www.gitarinn.is SUMARTILBOÐ!!! ÞJÓÐLAGAGÍTAR MEÐ POKA KR. 14.900.- KASSAGÍTAR FRÁ KR. 9.900.- MEÐ POKA!!! RAFMAGNSSETT: KR. 25.900.- TROMMUSETT: FRÁ KR. 54.900.- (RAFMAGNSGÍTAR - MAGNARI - POKI - KENNSLUBÓK - STILLIFLAUTA - GÍTARNEGLUR OG 2 SNÚRUR!!!!) gitarinn@gitarinn.is GÍTARINN EHF. Einstakt tækifæri til að upplifa bjartar sumarnætur og miðnætursólina á Grænlandi. Flogið er frá Keflavík kl. 22:50 og lent í Syðri Straumsfirði/Kan- gerlussuaq sem liggur fyrir norðann heimskautsbaug kl. 22:50 að staðartíma. Í Kangerlussuaq verður farið í 2 klst skoðunarferð og sauðnautasafari með staðkunnugum leiðsögumanni áður en flogið er til baka og lent í Keflavík kl. 05:10 að morgni næsta dags. Gríptu þetta einstaka tækifæri til að upplifa bjartar heim- skautsnætur sem láta engan ósnortinn og skilja eftir sig frá- bærar minningar. Ekki láta þetta framhjá þér fara ! Verð aðeins kr. 19.900 á mann. Innifalið: Leiguflug með Icelandair (Boeing 757) frá KEF til Kan- gerlussuaq og til baka. Öll flugvallagjöld og skattar. Skoðunarferð í Syðri Straumsfirði/Kangerlussuaq (ca. 2 tímar). Staðkunnugur leiðsögumaður frá Kangerlussuaq. Akstur til og frá Reykjavík brottför kl. 20:50 alla fimmtudaga frá 1. júlí til 12. ágúst Allar nánari upplýsingar og bókanir hjá Iceland Excursions Allrahanda s. 540 1313 eða á www.allrahanda.is Flogið yfir heimskautsbaug Bjartar sumarnætur á Grænlandi Það komst í heims- fréttirnar í síðustu viku að Shakespe- are hafi verið kona og í kjölfar Holly- wood-myndar um Trójustríðið hafa spekingar dustað ryk- ið af þrasi um hvort Hómer hafi verið einn maður eða margir, hvort hann hafi bara þulið kviður sínar eða skrifað þær niður sjálfur og þá hvernig hann fór að því þar sem sagan segir að hann hafi verið blindur. Það er fánýt iðja að kyngreina Shakespeare enda verða verk hans jafn öflug og góð hvort sem hann pissaði sitjandi eða standandi. Áhrif Hómers á vestræna menn- ingu verða heldur engu minni þó það sannist að Trjóustríðið hafi hugsanlega aldrei verið háð, Akki- les aldrei verið til og ekki verið neitt líkur Brad Pitt. Sannleikurinn er afstæður í þessum málum eins og öðrum og sama hvað öllum vangaveltum líður eru Hamlet, Bjartur í Sumar- húsum, Akkiles og Egill Skalla- grímsson til í alvörunni þó þeir hafi kannski aldrei verið til í raun- veruleikanum. Sagan hefur hlaðið á þá holdi og blóði og gert ódauðlega um leið en eins og allir sæmilega vel lesnir Íslendingar vita lifir maður ekki af á jörðinni ef maður lifir ekki í skáldskap. Vísindalegar mælistikur fanga ekki sannleikann í lífinu. Önnur lögmál gilda um fréttir en því miður hefur þessi hugsana- villa fest sig í sessi í pólitísku dæg- urþrasi um atburði líðandi stundar og þegar leki trúnaðarupplýsinga verður að frétt í fjölmiðlum snýst framhaldið ekki um það sem máli skiptir í fréttinni heldur hvaðan lekinn kom og hvernig koma beri í veg fyrir að fólk kjafti frá. Kjarni málsins týnist í tilgang- lausu blaðri sem skiptir engu máli. Það má að vísu hugga sig við það að sagan mun malbika yfir þetta allt saman og þegar fram líða stundir mun það skipta jafn litlu máli hver kom stóra bolludags- málinu af stað og hvort Billy Shake samdi Macbeth í fyrirtíðar- spennu. ■ STUÐ MILLI STRÍÐA ÞÓRARINN ÞÓRARINSSON HEFUR MISST TRÚNA Á SANNLEIKANN OG GEFIÐ SIG SKÁLDSKAPNUM Á VALD Skiptir engu máli M YN D : H EL G I S IG U RÐ SS O N Tja, af hverju ekki? Það hefur ekkert uppá sig! Hvernig samskipti ættum við að geta haft við verur sem hafa ekki hugmynd um okkar náttúru og menningu? Ég meina, er ein- hver möguleiki að þær kæri sig kollótta um að Luton og Coventry gerðu markalaust jafn- tefli? Og þá staðreynd að þú glápir á eftir konum? Ha? Æji, skiptir engu! Af hverju ættum við að hafa einhvern áhuga á að ná sam- bandi við verur frá öðrum plánetum? Hvernig í déskotanum gerðist þetta? Af hverju hef ég ekki hunskast til að venja mig á að sofa í náttfötum? Hvað á ég nú til bragðs að taka? Á ég að rífa bút úr gólfteppinu til að vefja um mig? Gonzales! Hentu í mig pipar- úðanum, það er einn í ruglinu hérna! Jæja, taktu þig nú taki, Rocky! Þú verður að taka lyft- una niður í móttöku. Þú þarft ekki að hafa neinar áhyggjur. Þetta er New York, þeir munu varla depla auga við þetta! Hundar finna lykt af góðu og slæmu gengi. ÉG LÍKA. Sko! EN bara þegar kemur að kattamat í dósum. Jæja Solla, hvað gerðir þú í leikskólanum í dag? Solla? Ég var að spyrja þig. Hvað gerðir þú í leikskólanum? Solla, það er mikil ókurteisiað svara ekki þegar fólk er að tala við þig og ef þú... Þau æfðu sig í að sitja hljóðlát. Og er ég ekki góð í því?

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.