Fréttablaðið


Fréttablaðið - 07.07.2004, Qupperneq 1

Fréttablaðið - 07.07.2004, Qupperneq 1
● fh missti af tækifæri til að komast á toppinn Landsbankadeild karla: ▲ SÍÐA 17 FH og KR gerðu jafntefli ● næsland frumsýnd í tékklandi Friðrik Þór Friðriksson: ▲ SÍÐA 22 Léku öll eins og englar MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 MIÐVIKUDAGUR STÓRLEIKUR Í ÁRBÆNUM Fylkismenn taka á móti Skagamönnum í Landsbankadeild karla í kvöld. Leikurinn fer fram í Árbæ og hefst klukkan 20. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG EINHVER VÆTA FRAM EFTIR DEGI VESTAN TIL í dag annars þurrt og fremur milt veður þessa næstu daga. Sjá síðu 6. 7. júlí 2004 – 183. tölublað – 4. árgangur TÆRING Í ÖSKJU Hönnunargalli veldur því að tæring myndast í klæðningu nýs náttúrufræðahúss Háskóla Íslands. Húsið var formlega tekið í notkun í aprílmánuði og kostaði bygging þess um 2,2 milljarða. Sjá síðu 4 RÍKIÐ LÍKLEGA BÓTASKYLT Ís- lenska ríkið verður að öllum líkindum bóta- skylt gagnvart starfandi fyrirtækjum á ljós- vakamarkaði verði nýtt frumvarp ríkisstjórn- arinnar um eignarhald á fjölmiðlum að lög- um. Sjá síðu 2 EKKI ÁSTÆÐA TIL AÐ ÓTTAST Fjár- málaráðherra óttast ekki aukna verðbólgu og telur ekki ástæðu til sérstakra aðgerða umfram aðgerðir Seðlabankans. Langtíma- áætlun gerir ráð fyrir samdrætti í aðgerðum fyrir tvo til þrjá milljarða króna. Sjá síðu 6 MISNOTKUN STÓRT VANDAMÁL Kynferðisleg misnotkun meðal skertra ein- staklinga er stórt vandamál. Engin úrræði eru hér á landi fyrir heyrnarlausa sem fyrir slíku verða en verið er að kortleggja um- fang þess á Íslandi. Sjá síðu 10 Kvikmyndir 18 Tónlist 18 Leikhús 18 Myndlist 18 Íþróttir 16 Sjónvarp 21 Hallveig Thorlacius: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Gerir góð kaup í fiskbúðinni ● fjármál Helga Thorberg: ▲ SÍÐA 15 Veislugestir mæti í dragi ● 54 ára í dag VARNARMÁL Engin niðurstaða um framtíð varnarliðsins á Íslandi náðist á fundi Davíðs Oddssonar forsætisráðherra og George Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í gær. „Forsetinn mun skoða málið með opnum huga. Hann verður að sjálfsögðu að skoða málið frá öll- um hliðum. Þetta voru árangurs- ríkar umræður um framtíðina,“ sagði Davíð við blaðamenn að loknum fundi þeirra Bush. „Við áttum áhugaverðar um- ræður um mikilvæg málefni, og voru þær opinskáar,“ sagði Bush. Davíð sagði það ekki hafa verið markmið fundarins að ná niður- stöðu um varnarmálin á Íslandi. „Ég fékk tækifæri til að út- skýra afstöðu mína til málsins fyrir forsetanum og er hann að skoða hana og stöðu Íslands með opnum huga,“ sagði Davíð. Bush sagði að Davíð hefði lagt mikla áherslu á að orustuflug- vélarnar yrðu áfram í Keflavík. „Hann var mjög ákveðinn í því að Bandaríkin héldu áfram úti varnarliði sínu á Íslandi. Eins og ég sagði honum er ég opinn gagn- vart málinu. Ég vil ganga úr skugga um að ég skilji að fullu af- leiðingar þeirrar ákvörðunar um hvort herliðið eigi að vera áfram á Íslandi eða ekki. Við munum leita frekari upplýsinga. Hann ætlar að láta okkur í té upplýsingar um flugvöllinn í Keflavík og hvaða þarfir honum eru fylgjandi. Ég mun ræða við viðkomandi deildir hér og taka ígrundaða ákvörðun um hvernig leiða megi málið til lykta,“ sagði Bush. Halldór Ásgrímsson utanríkis- ráðherra sagði í samtali við Fréttablaðið að hann ætti ekki von á að málið verði leitt til lykta á þessu ári. „Það var aldrei gert ráð fyrir að endanleg lausn yrði fund- in á þessum fundi. Bandaríkja- menn viðurkenna að hafa farið sér of geyst en leggja líka áherslu á að Íslendingar taki aukinn þátt í kostnaði á vörnum landsins.“ Guðmundur Árni Stefánsson, þingmaður Samfylkingarinnar, telur brýnt að skilgreina varnir landsins sem fyrst og hverfa frá öllu „kurteisishjali“ eins og verið hefur hingað til. Hann segir stöð- una einn opna og óvissa eftir fund- inn og það sé ólíðandi fyrir starfs- fólk á vellinum. Guðmundur Árni segir Samfylkinguna hafi lengi bent á að Íslendingar ættu að axla meiri ábyrgð á rekstri vallarins. sda@frettabladid.is Engin niðurstaða Engin ákvörðun um framtíð varnarliðsins á Íslandi var tekin á fundi Davíðs Oddssonar og Bush Bandaríkjaforseta á fundi þeirra í Hvíta húsinu í gær. Bush sagðist ætla að skoða málið með opnum huga. Íslendingar þurfa að taka aukinn þátt í kostnaði við Keflavíkurflugvöll. DAVÍÐ ODDSSON OG GEORGE W. BUSH Á SKRIFSTOFU BANDARÍKJAFORSETA Davíð Oddsson forsætisráðherra og George W. Bush forseti svöruðu spurningum fréttamanna að fundi loknum. Forsetaframbjóðandi: Húsið lagt að veði ÚKRAÍNA, AP Viktor Yushchenko, óháður frambjóðandi til embættis forseta Úkraínu, hefur hafnað öll- um fjárframlögum stjórnmálaflokka og hyggst fjár- magna baráttu sína sjálfur. Til þess hefur hann tekið lán og lagt húsið sitt að veði. Með þessu er hann tal- inn vilja sýna að hann sé hafinn yfir spillingu sem er landlæg í Úkraínu. Auk bankaláns, með veð í íbúð- inni þar sem hann býr ásamt konu sinni og fimm börnum, hefur hann fengið lán frá vinum og samstarfs- mönnum að sögn talsmanns síns. Yushchenko er alla jafna vin- sælasti stjórnmálamaður Úkra- ínu. ■ VIKTOR YUS- HCHENKO MANNSHVARF Karlmaður um fertugt er í haldi lögreglunnar í Reykjavík vegna gruns um að hafa ráðið fyrrverandi sambýliskonu sinni bana. Farið verður fram á gæsluvarðhald yfir manninum í dag. Konunnar hefur verið saknað síðan á sunnudag en leit hófst eftir að ættingjar hennar leituðu til lögreglu. Konan var ófundin þegar Fréttablaðið fór í prentun í gærkvöldi. Rannsókn á heimili mannsins bendir til að konunni hafi verið ráðinn bani. Lögregla hefur staðfest að konan sé þriggja barna móðir af erlendu bergi brotin. Tæknideild lögreglunnar hafði í gær girt af og komið upp búnaði við íbúð í Stórholti í austurbæ Reykja- víkur. Benti viðbúnaður lögreglu til að ekki væri útilokað að saknæm háttsemi tengdist hvarfi konunnar. Lögreglan var enn að störfum á vettvangi í gærkvöldi. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu er talið að konan hafi dvalið í íbúðinni um helgina. Lagt hefur verið hald á bíl í þágu rann- sóknar málsins. Lögreglan verst að öðru leyti allra frétta af rann- sókn málsins sem er á frumstigi. ■ Rannsókn á hvarfi þriggja barna móður í Reykjavík: Maður um fertugt í haldi AÐ STÖRFUM Í STÓRHOLTI Lögregla hafði mikinn viðbúnað í Stórholti í gær og vann fjölmennt lið að rannsókn málsins. Svæðið var girt af og tjaldað yfir hluta þess.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.