Fréttablaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 2
2 7. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR Stefna í skipulagsmálum gagnrýnd: R-listinn í ferð án fyrirheits SAMGÖNGUR Ólafur F. Magnússon, fulltrúi frjálslyndra í borgar- stjórn, gagnrýnir skipulagsyfir- völd Reykjavíkurborgar fyrir að ráðast í færslu Hringbrautar án þess að skipuleggja fyrst aðliggj- andi svæði. Kallar hann skipu- lagsvinnu borgaryfirvalda ferð án fyrirheits þar sem verið sé að gera hlutina í vitlausri röð. Ólafur tekur undir gagnrýnis- raddir átakshóps Höfuðborgar- samtakanna og Samtaka um betri byggð sem hafa gagnrýnt borgar- yfirvöld fyrir skammsýni í skipu- lagsmálum. Þá er hópurinn ósátt- ur við meðferð borgaryfirvalda á tillögum hópsins, sem meðal ann- ars ganga út á að grafa opinn stokk fyrir Hringbraut þannig að framtíðarbyggingarlandi verði ekki fórnað. Borgarfulltrúar Sjálfstæðis- flokksins telja fulla ástæðu til þess að kanna betur hugmyndir átakshópsins í ljósi athugasemda sem hópurinn gerði við afgreiðslu tillagnanna hjá borginni. „Við viljum gæta alls sann- mælis,“ segir Guðrún Ebba Ólafs- dóttir borgarfulltrúi. „Til þess að við séum ekki að loka neinum dyr- um er mjög mikilvægt að skoða þetta aftur miðað við hugmyndir þeirra og athugasemdir og leita jafnvel til hlutlauss þriðja aðila.“ Fulltrúar R-listans hafna gagn- rýni sjálfstæðismanna og Ólafs F. Magnússonar. „Það er svolítið seint í rassinn gripið þegar búið er að fara í gegnum allt skipulags- ferlið að ætla að koma og umturna öllu,“ segir Alfreð Þorsteinsson, formaður borgarráðs. „Það eru vinnubrögð sem tíðkast ekki og ganga aldrei upp.“ Að sögn Alfreðs var tekið tillit til allra sjónarmiða sem fram komu á réttum tíma. Nú sé fram- kvæmdin hins vegar hafin og því erfitt að hafa áhrif á hana. ■ Banaslys í Skutulsfirði: Níu ára stúlka lést BANASLYS Níu ára stúlka lést þegar hún hrapaði í fjallshlíð í Kubban- um fyrir botni Skutulsfjarðar á þriðja tímanum í gærdag. Hún var þar að leik með vini sínum. Lögreglunni á Ísafirði barst tilkynning frá Neyðarlínunni laust fyrir klukkan þrjú og fór strax á staðinn og kallaði til sjúkralið. Lögreglan og læknir komu á vettvang klukkan þrjú og var stúlkan þá úrskurðuð látin. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Ísafirði eru aðstæð- ur þarna varasamar þar sem fjallshlíðin er brött með lausu grjóti og klettar þar hættulegir yfirferðar. Ekki er hægt að birta nafn stúlkunnar að svo stöddu. ■ „Jú, ég held að það sé best svo ég fari nú ekki að líta út eins og góðvinur minn Einar Bárðarson.” Þorkell Máni Pétursson er þjálfari sigursæls liðs fjórða flokks kvenna Vals í knattspyrnu. Hann kvartar yfir því að hann hafi fitnað og fitnað á meðan stelpurnar hans sigra og sigra. Þorkell Máni er einnig umboðsmaður hljómsveitarinnar Mínuss. SPURNING DAGSINS Þorkell Máni, þarftu ekki bara að fá stelpurnar til að þjálfa þig? Varnarliðið í Keflavík: Óþolandi óvissa VARNARMÁL „Það er óþolandi staða að starfa við þessa óvissu. Það þarf að leggja grundvallar- línur fyrir starf- semina og hversu margir starfi við völlinn,“ segir Árni Sigfússon, bæjar- stjóri í Reykjanes- bæ, um fund Davíðs og Bush. Hann segir þó ekki hægt að ætl- ast til þess að end- anleg lausn feng- ist á þrjátíu mín- útna fund og telur enn fremur ekki óeðlilegt að tekj- ur af alþjóðaflugi á Keflavíkur- velli sé varið í auknum mæli til að standa straum af kostnaði við rekstur vallarins. Þá fagnar hann stuðningi yfirvalda í málinu. Árni ætlar „að eftir fund for- sætisráðherrans og Bandaríkja- forseta hljóta menn að setja í gírinn“. ■ UNDIRSKRIFTIR AFHENTAR Dóra Pálsdóttir, einn meðlima átakshóps Höfuðborgarsamtaka og Samtaka um betri byggð, afhenti borgarstjóra 1.500 undir- skriftir þeirra sem vilja að kosið verði um færslu Hringbrautar. FJÖLMIÐLALÖG Íslenska ríkið verð- ur að öllum líkindum bótaskylt gagnvart starfandi fyrirtækjum á ljósvakamarkaði verði nýtt frum- varp ríkisstjórnarinnar um eign- arhald á fjölmiðlum að lögum. Þetta kom fram í máli Bjarna Benediktssonar, þingmanns Sjálf- stæðisflokksins, á fundi sem Vörður, fulltrúaráð sjálfstæðis- félaganna í Reykjavík, hélt í gær. Ástæðan fyrir bótaskyldu er sú að í nýju lögunum mun útvarps- réttarnefnd geta afturkallað út- varpsleyfi þegar lögin taka gildi 2007. Í fjölmiðlalögunum sem samþykkt voru frá Alþingi í vor og forseti synjaði staðfestingar var útvarpsleyfum leyft að renna út. „Í gagnrýni á þessi nýju lög hefur verið bent á að þetta ákvæði sé mikil þrenging á rétt- indum starfandi ljósvakamiðla. Má það hugsanlega til sanns veg- ar færa,“ sagði Bjarni. Benti hann á að í nefndaráliti allsherjar- nefndar, sem hann fer með for- mennsku fyrir, hafi verið gerð at- hugasemd við sams konar ákvæði sem voru í lögunum fyrir síðustu breytingar á þeim. Hugsanlegt sé að nýju lögin brjóti í bága við 72. grein stjórnarskrárinnar er varð- ar eignarrétt. „Það þýðir þó ekki að lögin sem slík brjóti í bága við stjórnarskrána,“ sagði Bjarni. Geir H. Haarde fjármálaráð- herra sagði meðal annars á fund- inum að með nýju gildistöku- ákvæði geti forseti Íslands ekki notað sömu rök og áður ef hann synjaði þeim staðfestingar. Spurningar um fyrirkomulag þjóðaratkvæðagreiðslu myndu vakna að nýju og væri forsetinn þá „kominn enn dýpra í stjórn- máladeilur samtímans,“ að því er Geir sagði. ■ Sjálfstæðismenn funda um ný fjölmiðlalög: Íslenska ríkið líklega bótaskylt FRÁ FUNDI FULLTRÚARÁÐS SJÁLFSTÆÐISFÉLAGANNA Í REYKJAVÍK Í GÆR Bjarni Benediktsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði að líklega yrði íslenska ríkið bótaskylt gagnvart starfandi fyrirtækjum á ljósvakamarkaði ef nýja fjölmiðlafrumvarpið yrði að lögum. Tilkynningarskyldan: Viðbragðs- tími styttur SJÓÖRYGGI Tilkynningarskyldan hefur stytt viðbragðstíma um helming gefi sjálfvirki tilkynn- ingabúnaður í bátum ekki frá sér merki. Árni Sigurbjörnsson, yfirvarð- stjóri Tilkynningarskyldunnar, segir að tíminn hafi áður verið 15 mínútur, en þetta sé til reynslu. Með breytingunni fái þeir aukinn tíma til eftirgrennslan. Tilkynningaskyldan hafði sam- band við um 30 báta í gær sem ekki höfðu gefið upp staðsetningu með sjálfvirka tilkynningar- búnaðinum. ■ Elbaradei heimsækir Ísrael: Á engan töfrasprota TEL AVIV, AP Mohamed Elbaradei, framkvæmdastjóri Alþjóða- kjarnorkumálastofnunarinnar, kom til Ísraels í gær. Elbaradei var ekki bjartsýnn við komuna til landsins og sagðist engan töfrasprota eiga til þess að hafa áhrif á þá stefnu Ísraelsmanna að viðurkenna ekki að eiga kjarnorkuvopn. Colin Powell, utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, neitaði í gær að taka afstöðu til þess hvort þvinga ætti Ísraelsmenn til þess að opna kjarnakljúfa sína fyrir eftirlitsmönnum. ■ ÁRNI SIGFÚS- SON Telur að menn hljóti nú að „setja í gírinn“. Í HÖFN Tilkynningarskyldan hefur nú rúmlega sjö viðbótarmínútur til eftirgrennslan. SVALBARÐI Íslensk stjórnvöld af- hentu norska sendiráðinu formleg mótmæli á reglugerð um síldveiðar á Svalbarðasvæðinu í gær. Norsk stjórnvöld settu reglugerðina 14. júní. Þar er þeim fimm ríkjum sem eiga ásamt Noregi aðild að stofnsáttmála Svalbarða veitt leyfi til að veiða samtals 80 þúsund tonn á afmörkuðum hluta svæðisins. Þjóðréttarfræðingur utanríkisráðu- neytisins segir framhaldið undir norskum stjórnvöldum komið. Tómas H. Heiðar, þjóðréttar- fræðingur hjá utanríkisráðuneyt- inu, segir mótmælin vera byggð á tveimur forsendum. „Í fyrsta lagi er þessi reglugerð ekki byggð á samningnum um Svalbarða, sem að mati íslenskra stjórnvalda er eini lagalegi grundvöllur fullveldisrétt- inda Noregs á hafsvæðum Sval- barða. Við lítum svo á að reglugerð- in eigi sér enga stoð og feli í sér brot á hafréttarsamningi Sameinuðu þjóðanna.“ Tómas segir að af því leiði að Ísland sé óbundið að reglu- gerðinni. „Síðan kemur efnisleg hlið reglugerðarinnar; þá lítum við svo á að þær takmarkanir á veiði- heimildum, þ.e.a.s. 80 þúsunda þak og afmörkun á þeim svæðum sem veiða má á, fari í bága við Sval- barðasamninginn, fáist ekki staðist enda eru þær ekki byggðar á vís- indalegum grunni.“ Tómas segir svo virðast sem norskum stjórnvöldum sé ljóst að þeir brjóti á jafnræðissamningnum. „Hingað til hafa norsk stjórnvöld gert það að skilyrði fyrir því að skip fái veiðiheimildir á Svalbarðasvæð- inu að þau séu jafnframt með kvóta í eiginlegri norskri lögsögu. Við höfum litið svo á að það sé augljóst brot á jafnræðisreglu Svalbarða- samningsins að fara með Sval- barðasvæðið eins og hvert annað norkst svæði. Það er útlit fyrir að þeim hafi loksins orðið það ljóst að þetta væri brot á jafnræðissamn- ingnum því þeir setja þetta ekki lengur sem skilyrði,“ segir Tómas. gag@frettabladid.is Stjórnvöld í hart við Norðmenn Norskum yfirvöldum ljóst að þau brjóta stofnsamning Svalbarðasvæðis. Íslensk stjórnvöld hafa mótmælt yfirgangi Norðmanna á svæðinu með formlegum hætti. Þjóðréttarfræðingur utanríkisráðuneytisins segir norsk stjórnvöld eiga næsta leik. FERÐAMANNI KOMIÐ TIL HJÁLP- AR Lögreglan og björgunar- sveitir á Patreksfirði voru kall- aðar út á sjöunda tímanum í gærkvöldi þegar Neyðarlín- unni barst tilkynning um að þýsk kona hafi meiðst skammt frá vitanum við Látrabjarg. Konan, sem var á ferðalagi ásamt félögum sínum, fannst um áttaleytið í gærkvöldi og reyndist hafa snúið á sér ökklann og var henni komið til læknis. ■ LÖGREGLUFRÉTTIR MÓTMÆLA SÍLDARKVÓTA Íslensk stjórnvöld sætta sig ekki við norska reglugerð sem veitir þeim ásamt Færeyjum, Bretlandi og Evrópusambandsríkjunum 80 þúsund tonna síldarkvóta í lögsögu Svalbarða.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.