Fréttablaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 4
4 7. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR KB banki: Eykur hlutafé til að fjármagna kaup VIÐSKIPTI KB banki stendur fyrir einhverju stærsta hlutafjárútboði Íslandssögunnar til þess að fjár- magna kaupin á danska bankan- um HIB. Hluthafafundur sam- þykkti í gær heimild til útboðs á 110 milljón nýjum hlutum og á fundi stjórnar var ákveðið að verð hlutanna yrði 360 krónur. Þetta þýðir að til stendur að safna um fjörutíu milljörðum króna í nýju hlutafé. Núverandi hlutafjáreigendur hafa forkaupsrétt frá 21. júlí á nýju hlutina og geta keypt í sama hlutfalli og eign þeirra nemur til 4. ágúst. Ef einhverjir neyta ekki forgangsréttar síns, eða fram- selja hann, flyst rétturinn til kaupanna yfir á aðra hluthafa. Verðið á nýju hlutunum er því tæplega þrettán prósentum lægra en lokagengi bréfa í KB banka við lok viðskipta í gær en það var 412 krónur. Gengi bréfanna lækkaði um 6,5 prósent í gær eftir að hlutafjáraukningin var tilkynnt. Stjórn KB banka hefur einnig fengið heimild til þess að auka hlutféð um 1,1 milljarða að nafn- virði til viðbótar og selja þá hluti til annarra heldur en núverandi hluthafa. Ákveðið hefur verið að óska eftir ráðgjöf þýski bankans Deutsche Bank við hugsanlega framkvæmd á þessari heimild. ■ Klæðning nýs náttúru- fræðahúss að skemmast Hönnunargalli veldur því að tæring myndast í klæðningu nýs náttúru- fræðahúss Háskóla Íslands. Húsið var formlega tekið í notkun í apríl og kostaði bygging þess um 2,2 milljarða. BYGGINGAR Klæðning nýs náttúru- fræðahúss Háskóla Íslands, Öskju, er að gefa sig samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Askja var formlega tekin í notkun í apríl síðastliðnum en bygging hússins hófst árið 1997. Samkvæmt heimildum blaðs- ins veldur hönnunargalli því að klæðningin sem þekur húsið að utan er að tærast upp. Ryðfríir naglar hafi verið settir í klæðn- inguna og það valdi spennusviði sem hafi tæringu í för með sér. Ekki mun vera hægt að stöðva eyðilegginguna samkvæmt heimildum en jafnvel er talið er að skipta þurfi um klæðninguna með ærnum tilkostnaði. Einn heimildarmanna blaðs- ins sagði jafnframt að fagmenn hefðu varað við tæringunni þegar bygging hússins stóð yfir. Ekki hafi verið orðið við athuga- semdum þeirra. Bygging Öskju var fjármögn- uð með tekjum frá Happdrætti Háskóla Íslands eins og aðrar byggingar Háskólans. Heildar- kostnaður við byggingu hússins nemur 2,2 milljörðum króna samkvæmt bráðabirgðauppgjöri frá því í apríl. Er þar innifalinn all- ur kostnaður við bygginguna, þar með talinn sér- hæfður búnaður til rannsókna, samkvæmt upp- lýsingum frá Há- skóla Íslands. Askja hýsir náttúruvísinda- nemendur Há- skólans auk nátt- úruvísindastofn- ana Háskólans. Fjöldi nemenda sem þar stunda nám er á sjöunda hundrað en kennsla vorannar hófst í húsinu þegar 7. janúar. „Mér hefur borist þetta til eyrna,“ segir Brynjólfur Sig- urðsson, formaður byggingar- nefndar Háskóla Íslands, að- spurður um skemmdir á klæðn- ingu hússins. „Ef þetta er eins og mér hefur verið tjáð verður málið rannsakað ítarlega.“ Brynjólfur segist á þessi stigi málsins ekki vita í hverju skemmdirnar geti falist. „Ég er að reyna að ná í sérfræðinga til þess að rannsaka málið,“ segir Brynjólfur. Hönnuður hússins, Maggi Jónsson arkitekt, sagðist ekki kunnugt um málið þegar haft var samband við hann. helgat@frettabladid.is Háskóli Íslands: 2.500 nýnemar HÁSKÓLINN Afgreiðslu umsókna um nám við Háskóla Íslands er nú að mestu lokið og er gert ráð fyrir að nýnemar við skólann á næsta skólaári verði um 2.500 talsins. Þegar hafa verið sendir út greiðsluseðlar til 1.900 nemenda og eru umsóknir 600 nemenda enn í vinnslu. Á síðasta háskólaári voru ný- nemar um 3000 þegar þeir voru flestir í janúar á þessu ári. Til við- bótar við nýskrárningar hafa um 6000 nemendur verið skráðir til náms næsta vetur en það er svip- aður fjöldi og á síðasta skólaári. ■ Öfgasinnaðir gyðingar: Varað við morðum JERÚSALEM, AP Tsahi Hanegbi, lög- reglumálaráðherra Ísraels, varaði við því í gær að öfgasinnaðir gyðing- ar ætluðu sér að ráða áberandi stjórnmálamenn og háttsetta emb- ættismenn af dögum þegar ríkis- stjórnin hóf að flytja landnema frá Gazasvæðinu. Áður hafði yfirmaður Shin Bet, öryggislögreglunnar, varað við því að brotthvarf frá landnema- byggðum gæti leitt til aukinnar ólgu. Hanegbi sagði að meðal þeirra sem öfgamenn kynnu að reyna að myrða væru forsætisráðherrann, aðrir ráðherrar, herforingjar og lög- regluforingjar. Hann sagði engan skort á öfgamönnum. ■ ,,Einn heimildar- manna blaðsins sagði jafn- framt að fagmenn hefðu var- að við tær- ingunni þegar bygg- ing hússins stóð yfir. Mun nýtt fjölmiðlafrumvarp stuðla að sáttum? Spurning dagsins í dag: Eiga Íslendingar að hætta varnar- samstarfi við Bandaríkin? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 77,85% 22,15% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is Sprengjuárás: Þrettán létu lífið ÍRAK, AP Þrettán manns létu lífið og tugir særðust þegar bílasprengja sprakk í bænum Khalis, norðaust- ur af Bagdad. Fórnarlömb árásar- innar voru viðstödd minningar- athöfn um tvo einstaklinga sem létu lífið í skotárás vígamanna á sunnudag. Þá var ráðist á heimili embættismanns, tveir skotnir til bana og tveir særðir skotsárum. Fjölmenni var við minningar- athöfnina um mennina. Í það minnsta 35 einstaklingar voru fluttir á sjúkrahús svo hægt væri að gera að sárum þeirra. ■ Opið: mán.–fim. 9–23.30 fös. 9–00.30 lau.–sun. 10–00.30 Leigjum út VHS og DVD myndir í tvo sólarhringa Einnig VHS og DVD tæki Tilvalið í sumarbústaðinn Sunnumörk 2 (nýja verslunarmiðstöðin í Hveragerði) HÖFUÐSTÖÐVAR KB BANKA Gert er ráð fyrir að um fjörutíu milljarðar safnist í hlutafjárútboði á 110 milljón nýjum hlutum í félaginu að nafnvirði 1,1 milljarður. ASKJA Hafist var handa við byggingu hússins árið 1997 og var það formlega tekið í notkun nú í apríl. Bygging hússins kostaði um 2,2 milljarða samkvæmt bráðabirgðauppgjöri.SKEMMDIR Á KLÆÐNINGU Hönnunargalli veldur því að tæring mynd- ast kringum nagla í klæðningu hússins. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E IN AR Ó LA SO N Í SPRENGJUGÍG Bílasprengjan sprakk sólarhring eftir loftárás Bandaríkjamanna á aðsetur meintra hryðjuverkamanna í Falluja. Búlgaría og ESB: Fái aðild sem fyrst BÚLGARÍA, AP „Evrópusambandið myndi vilja sjá Búlgaríu skrifa undir aðildarsamninga sem fyrst,“ sagði Pat Cox, fráfarandi forseti þings Evrópusambandsins, á blaðamannafundi í Sofíu, höfuð- borg Búlgaríu. Cox hafði þá fund- að með Ognian Gerdjikov, forseta búlgarska þingsins. Búlgarar luku aðildarviðræð- um við Evrópusambandið í síðasta mánuði, hálfu ári á undan áætlun. Þær viðræður hafa snúið að því að Búlgaría gerðist aðili að Evrópu- sambandinu í næstu bylgju nýrra aðildarríkja, árið 2007. ■ FORVARNARSTARF SAMAN, sam- starfshópur sem stuðlar að vel- ferð barna, kynnti í gær niður- stöður könnunar sem hópurinn lét IMG Gallup gera í sumar um viðhorf foreldra til unglinga og hagi þeirra. Könnunin leiðir í ljós að að foreldrar eru sammála um flest það sem snýr að högum ung- menna og segja talsmenn SAM- AN hana draga fram ákveðinn hugmyndaramma foreldra um hvernig líf unglinga eigi að vera. Meðal þess sem könnunin sýnir er að 95 prósent foreldra unglinga í 8. til 10. bekk segjast virða reglur um útivistartíma og álíka margir telja sig vita alltaf eða oftast hvað unglingurinn að- hefst þegar hann er ekki heima. Ríflega 80 prósent foreldra unglinga hafa ekki útvegað börnum sínum áfengi og vilja ekki gera það til að fylgjast með vínneyslu þeirra. Þá vildu tæp 95 prósent foreldra vilja að þeim væri sagt frá ef barn þeir- ra drykki án þeirrar vitundar. Foreldrar vilja almennt ekki eft- irlitslausar sumarbústaðaferðir eða útilegur og vilja flestir tak- marka aðgang unglinga að úti- hátíðum við átján ára aldur ef þeir eru ekki í fylgd með full- orðnum. ■ Könnun á högum unglinga: Mikil samstaða meðal foreldra NIÐURSTÖÐUR KYNNTAR SAMAN hópurinn kynnti niðurstöður sína á fundi í rútu við BSÍ í gær. ARIEL SHARON Áætlun hans um brotthvarf frá landnema- byggðum hefur valdið miklum deilum. FIMM FÉLLU Fimm manns létu lífið í skotbardaga í palestínskum flóttamannabúðum á Vesturbakk- anum í fyrrinótt. Tveir vígamenn og einn ísraelskur hermaður lét- ust en einnig sextán ára piltur og faðir hans sem urðu fyrir skotum þeirra sem börðust. RANNSAKA SEMENTSSÖLU Palest- ínska heimastjórnin hefur sam- þykkt að láta hefja opinbera rannsókn á sementssölu palest- ínskra fyrirtækja. Talið er að inn- an við fimm prósent sements sem nota átti í Palestínu hafi farið í að reisa heimili fyrir Palestínu- menn. Stærsti hlutinn hafi verið seldur Ísraelum, meðal annars til nota í landnemabyggðum. ■ ■ MIÐAUSTURLÖND

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.