Fréttablaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 12
7. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR13 Innflutningur nautakjöts: Sótt um allan kvótann í fyrsta sinn LANDBÚNAÐUR Á þessu ári var í fyrsta sinn sótt um allan kvóta sem úthlutað var til innflutnings á nautakjöti til landsins. Alls voru það 11 fyrirtæki sem sóttu um að fá að flytja inn alls 95 tonn af nautakjöti, en kvótanum var út- hlutað 1. júní. Gísli Sverrir Hall- dórsson, dýralæknir inn- og út- flutnings hjá Yfirdýralæknis- embættinu, segist þó ekki enn hafa orðið var við teljandi aukn- ingu í innflutningi kjöts. Hann segir að hingað til hafi ekki verið flutt inn nema sem nemur 20 tonn- um af nautakjöti árlega og þá ein- göngu úrbeinaðar nautalundir sem ætlaðar séu í veitingahúsa- sölu. „Reglurnar eru þannig að ekki er heimilaður innflutningur nema á úrbeinuðu kjöti. Auðvitað má úrbeina annað en lundir, en þá fer maður náttúrlega að spá í arð- semina við það. Hún fer vitanlega eftir því hversu illa markaðurinn er haldinn og hvað menn telja að borgi sig,“ segir Gísli. Greint er frá því í Bændablaðinu sem kom út sl. mánudag að nautakjöt skorti svo mjög í sláturhús að sala hafi dregist saman um tæp 14 prósent á milli ára. Haft er eftir Her- manni Árnasyni, sláturhússtjóra Sláturfélags Suðurlands, að sam- drátt í framboði megi rekja til lágs afurðaverðs til bænda. ■ Forsetakosningar: Forsetinn varð annar INDÓNESÍA, AP Fyrrverandi hers- höfðinginn Susilo Bambang Yudhoyono fékk flest atkvæði allra frambjóðenda í fyrstu beinu forsetakosningunum í Indónesíu. Yudhoyono fékk um þriðjung at- kvæða og mætir að öllum líkind- um Megawati Sukarnoputri, nú- verandi forseta, í seinni umferð kosninganna sem fer fram í september. Endanleg niðurstaða liggur ekki fyrir en Megawati virðist hafa hreppt annað sætið eftir harða baráttu við Wiranto, annan fyrrverandi hershöfðingja sem var í framboði. ■ NAUT Ellefu fyrirtæki sóttu um allan innflutn- ingskvóta nautakjöts sem í boði var þetta árið og úthlutað var 1. júní sl. ÓTTAST VERKFALL Olíurisinn Total hefur dregið verulega úr olíufram- leiðslu sinni í Nígeríu vegna ótta við afleiðingar verkfalls sem hefur verið boðað á næstu dögum. Stjórn- endur félagsins óttast að átök blossi upp sem stefni starfsfólki og eignum í hættu. Nígería er sjöundi stærsti olíuútflytjandi heims. SKOTÁRÁS Í BANKA Starfsmaður svissnesks banka skaut tvo yfir- menn sína til bana og tók svo eigið líf. Um 80 starfsmenn bankans flýðu bygginguna eftir að skot- árásin hófst. Þegar lögregla réðist til inngöngu fannst árásarmaðurinn látinn og hinir lífshættulega særð- ir. Þeir létust á sjúkrahúsi. ■ AFRÍKA ■ EVRÓPA ATKVÆÐI GREIDD Þriðjungur kjósenda kaus Susilo Bambang Yudhoyono. M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.