Fréttablaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 14
Mikilvægt er að kenna börnum hvaða gildi peningar hafa. Um leið og börn fá peninga í hendurnar er gott að mæla með því að þau leggi fyrir hluta af þeim. Þannig byggja þau upp varasjóð og læra að fara vel með peninga og virða þá. 80%veðsetningarhlutfall Stokkaðu upp fjármálin Þú getur auðveldlega samið um hagstætt lán hjá Frjálsa fjárfestingar- bankanum, sem er kjörið til að skuldbreyta óhagstæðum lánum á borð við skammtímabankalán. Þannig lækkarðu greiðslubyrðina hjá þér og eykur fjárhagslegt svigrúm. Lánið er veitt til allt að 40 ára gegn veði í fasteign. Ráðgjafar okkar veita allar nánari upplýsingar. Þú getur litið inn í Ármúla 13a, hringt í síma 540 5000 eða sent tölvupóst á frjalsi@frjalsi.is www.frjalsi. is – með hagstæðu fasteignaláni H im in n o g h a f- 90 40 44 2 5,40% 5,95% 6,50% 7,50% 30 ár 5.610 5.960 6.320 6.990 40 ár 5.090 5.470 5.850 6.580 2 4.500 4.960 5.420 6.250Afborgunar-laust * *Lán með jafngreiðsluaðferð án verðbóta Dæmi um mánaðarlega greiðslubyrði af 1.000.000 kr.* Vextir % „…ef þú giftist, ef þú bara giftist, ef þú giftist mér,“ segir í gömlum dægurlagatexta og það eru margir sem vilja allt til vinna til að fá já- yrðið frá sínum eða sinni. Á mið- öldum tíðkaðist að halda þriggja daga veislur og hýsa og fæða alla gesti á meðan á veislunni stóð og það hlýtur að hafa kostað skilding- inn. Enn í dag tíðkast að halda veg- legar veislur og þær geta ennþá kostað töluvert fé. Athöfnin sjálf kostar einnig sitt, leiga á kirkju, organista og presti, tónlistaratriði og skreytingar. Svo má ekki gley- ma klæðnaði brúðhjónanna, farar- máta úr og í kirkju, myndatöku, blómum, boðskortum, klæðnaði barna og fleira og fleira tínist til. Með auknum samanburðarmögu- leikum verður stöðugt nauðsyn- legra að ganga lengra, hafa glæsi- legri, dýrari og fínni brúðkaup og upp á síðkastið hefur borið á því að fólk sem var búið að ákveða að gifta sig hætti við vegna þess að kostnaðurinn óx þeim yfir höfuð. En hvað kostar að ganga í það heilaga á Íslandi í dag? Viðmiðunarhjónin Þór og Sif eru um þrítugt og eiga von á hundrað gestum. Þau eiga fullt af ættingjum en þeir eru allir há- skólakennarar eða bifvélavirkjar og geta þar af leiðandi ekki lagt þeim neitt til hagræðis í brúð- kaupinu. Þau kaupa því alla þjón- ustu fullu verði en halda sig alltaf í meðallaginu. Þór leigir íslenskan búning en Sif fallegan kjól. Þau kaupa bæði nærföt og skó. Lítil frændsystkin eru brúðarsveinn og -mey og föt þeirra eru leigð. Sif fer í förðun og greiðslu en Þór lætur sér nægja nýja klippingu. Bæði fara þau samt í brúnkumeð- ferð. Í kirkjunni leikur organisti brúðarmarsinn og þekkt söng- kona syngur uppáhaldslögin þeir- ra. Þau aka til og frá kirkjunni í fallegum fornbíl. Gestum er boðið til veislu í sal en sleppa alveg við að hjálpa til í eldhúsinu því öll þjónusta er aðkeypt. Vel er gert við gestina og fá þeir forrétta- og steikarhlaðborð og freyðivínsfor- drykk, hvítvín og rauðvín. Í eftir- rétt er kaffi og konfekt og svo að sjálfsögðu brúðartertan. Hjónin nýbökuðu stíga svo brúðarvalsinn og meiri dans eitthvað fram eftir brúðkaupsnóttunni. Þau ætla að geyma sér brúðkaupsferðina og fara bara í gott frí seinna svo hún er ekki talin til kostnaðar. Þessi dagur með flestu því sem tilheyr- ir kostar þau hjónin 984.100 kr. Hér verður að taka fram að ekki nýta allir sér allt á þessum lista en þó eru ansi margir sem gera flest og því er ljóst að umtalsverðum upphæðum er varið til að innsigla ástina á hverju ári á Íslandi. Sum- ir kynnu að spyrja sig hvort það sé ekki hægt að staðfesta ástina með sama tilfinningahita en kannski fyrir aðeins minni peninga... ■ Fólk á það til að villast í trygg- ingafrumskóginum og átta sig jafnvel ekki á hvernig hlutirnir virka. Til að hafa allt á hreinu er best að vita hvaða tryggingar eru lögbundnar og hverjar ekki. Þær tryggingar sem eru lög- bundnar eru til að mynda bruna- trygging húseignar og almenn bílatrygging. Við kaup og sölu á eignum skráir fasteignasalinn hvar eigandinn vill að eignin sé brunatryggð og svo eru upp- lýsingarnar sendar viðkomandi tryggingafélagi. Sömu sögu er að segja með bílatryggingar þar sem eigenda- skiptin fara í gegnum bifreiða- stofu og þá skal ætíð tekið fram hvar eigi að tryggja bílinn. Upp- lýsingar varðandi eignaskipti eiga að berast tryggingafélögun- um og þannig á þetta að gerast nánast sjálfkrafa. Hins vegar skal hafa það fyrir reglu að hringja alltaf í tryggingafélagið til að sjá til þess að allt sé frágengið. Ólögbundnar tryggingar, eins og húseigendatryggingar, þarf fólk að sjá um að tilkynna til tryggingafélagsins ef einhverjar breytingar verða á eignarhaldi húsnæðis. Hvað heimilistrygg- ingu varðar fylgir hún innbúinu en ekki húsnæðinu og þarf ekki að tilkynna um neitt annað en breytt heimilisfang fyrir reikninginn. Ef til stendur að skipta um tryggingafélag skal hafa í huga að tryggingar gilda í ár í senn og endurnýjast sjálfkrafa að ári liðnu. Til þess að segja upp trygg- ingum þarf að senda skriflega beiðni eigi síðar en mánuði áður en tryggingin endurnýjast. Við eignaskipti fellur tryggingin hins vegar úr gildi við afhendingar- dag. ■ Klæðnaður Leiga: brúðarkjóll 36.000 slör 5.000 kóróna 3.000 íslenskur búningur á brúðgumann 7.900 brúðarmeyjakjóll 5.500 jakkaföt á strák 4.900 Kaup korselett á hana 11.500 nærbuxur á hann 5.000 sokkar 1.800 skór (bæði fá nýja brúðarskó) 30.000 hringapúðar með nöfnum 4.300 Samtals 114.900 Förðun og hárgreiðsla brúðargreiðslan, klipping og þvottur 9.500 airbrushförðun 3.500. handsnyrting 4.600 brúnka daginn áður 3.500x2 = 7.000 (miðað við að brúðhjónin fari bæði) brúðgumaklipping og strípur 7.200 Samtals 31.800 Kirkjan brúðarvöndur 10.000 hringar 40.000 kirkja 5.000 prestur 9.000 Tónlist í kirkju organisti 13.000 söngur 30.000 Samtals 107.000 Veislan salur 40.000 þjónusta 60.000 áprentaðar servíettur 4.000 matur 250.000 drykkir 100.000 brúðarterta 37.500 hljómsveit 1 50.000 Samtals 641.500 Ýmislegt boðskort: 60 kort á fallegum pappír, umslög og burðargjald 30.000 myndataka 43.900 fornbíll 15.000 Samtals 88.900 Alls 984.100 Konungleg brúðkaup kosta sjálfsagt fúlgur fjár. Hvað kostar... …að gifta sig? Hamingjusamir elskendur sem horfa ekki í skildinginn. Hún var að brydda brúðarskóna… sjálf og þeir kostuðu sjálfsagt eitthvað minna en þessir. Tryggingar: Þarf að segja upp skriflega Góð ráð INGÓLFUR HRAFNKELL INGÓLFSSON FÉLAGSFRÆÐINGUR OG LEIÐBEINANDI Á NÁMSKEIÐUM FJÁRMÁLA, SKRIFAR HUGLEIÐINGAR UM SPARNAÐ. Það er einfalt að spara Góður kunningi minn sagðist ekki með nokkru móti geta sparað því hann ætti aldrei neinn afgang. Ég tók undir með honum því ein ástæða þess að sparn- aður misheppnast er að við ætlum að spara afganginn en það verður aldrei neinn afgangur. Þess vegna á sparnað- ur að vera fyrsti útgjaldaliðurinn. Takið 10% af útborguðum launum um hver mánaðamót og leggið fyrir. Þetta geta allir því það finnur enginn fyrir því þó hann eyði 90% af laununum sínum í stað 100%. Prófið þetta strax um næstu mánaðamót og ég get næstum étið hatt minn upp á að þið finnið lítið fyrir sparnaðinum. Það er engin afsök- un að vera með lág laun og hægt er að hugga sig við að sá sem er með hærri laun þarf að spara hærri upphæð. Látið skuldir og önnur útgjöld ekki trufla ykk- ur því þessi 10% skipta ekki sköpum fyrir þá útgjaldaliði eins og þeir þekkja sem hafa lesið pistlana. Það er hægt að spara meira án þess að finna nokk- uð fyrir því. Takið 50% af öllum óvænt- um tekjum og leggið fyrir. Þið getið svo eytt helmingnum í hvað sem er. Þetta er mjög auðvelt því í raun var þessi peningur ekki til hafi maður ekki átt von á honum. Ég get lofað ykkur því að það er fátt skemmtilegra en að spara peninga nema ef vera skyldi að eyða þeim. Um það ætla ég að fjalla í næsta pistli. Kær kveðja, Ingólfur Hrafnkell Viltu leita ráða hjá Ingólfi? Sendu spurningar á fjarmal@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.