Fréttablaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 22
Orðasafn Steingríms J. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, bætti enn einni fjólunni við skrautlegt orðasafn sitt í gær þegar hann hljóp á eftir Halldóri Blöndal þing- forseta úr þingsalnum í alþingishúsinu og kallaði hann „djöfulsins aumingja“. Ekki er langt síðan hann kallaði Davíð Oddsson forsætisráðherra „gungu“ og „druslu“ í ræðustól á Alþingi. Auðvelt er að fordæma svona orðanotkun en þingmanninum til málsbóta má segja að framkoma ráða- manna var í bæði skipt- in fyrir neðan allar hell- ur. Í fyrra skiptið rauf for- s æ t i s r á ð - herra hefð og neitaði að koma í þingsalinn til að hlýða á um- ræður og bar við að hann væri upp- tekinn á fundi; en sagt er að hann hafi þá verið flissandi í hliðarsal. Í seinna skiptið, í gær, töldu þingmenn að Hall- dór Blöndal hefði á ósvífinn hátt brotið þingsköp með því að meina þingmönn- um að ræða um fundarstjórn forseta. Á tunglinu 1964? „Hver tók myndina af Armstrong þegar hann tók „fyrstu“ skrefin á tunglinu? Var þá ekki einhver annar búinn að labba á tunglinu til að mynda hann?“ Þannig var spurt á Vísindavef Háskóla Íslands fyrir nokkru síðan. Í löngu svari reyndu fræðimenn háskólans að hrekja vin- sælar samsæriskenningar um að þessi fyrsta mannaða tunglferð árið 1969 hafi verið fölsuð í myndveri Bandaríkja- stjórnar. En nú hafa komið fram upp- lýsingar sem kunna að leiða til þess að þeir verði að endurskoða svör sín. Í Morgunblaðinu í gær, þar sem sagt er frá heimsókn Bjarna Benediktssonar forsætisráðherra til Lyndons B. Johnson Bandaríkjaforseta sumarið 1964, kemur fram að mynd af Armstrong á tunglinu hafi verið til í Hvíta húsinu fimm árum fyrir tunglferðina og hafi Bjarni fengið hana að gjöf. Orðrétt segir: „Bjarni gaf Bandaríkjaforseta Guðbrandsbiblíuna... og Lyndon B. Johnson gaf íslenska for- sætisráðherranum ræðusafn sitt, gull- bakka og mynd af Armstrong á tungl- inu“ [leturbreyting okkar]. Sannarlega athyglisvert! Þjóðin er stödd í miðjum skrípa- leik. Á þessari stundu er ekki vit- að hvað hann verður í mörgum þáttum. Í fyrsta þætti sem lauk í maí sl. var því haldið fram af þingmönnum stjórnarflokkana að ekki mætti dragast að samþykkja fjölmiðlalögin fyrir þinglok. Eftir að forseti lýðveldisins synjaði lögunum staðfestingar hófst næsti þáttur skrípaleiksins. Ýms- ar sérkennilegar lögfræðilegar kennisetningar litu dagsins ljós komnar frá vinum forsætis- ráðherra, meðal annars var því haldið fram að forseti gæti ekki skotið máli til þjóðarinnar. Þegar Davíð og Halldór treystust ekki til að fylgja þeirri hugmynd eftir var ráðist í að reyna að koma í veg fyrir að vilji meirihluta kjósenda næði fram að ganga. Ríkisstjórnin skipaði lögfræðinganefnd til að skoða málið og sú nefnd komst að þeirri niðurstöðu helstri að eigin- lega væri ekki unnt að segja til um hvort stætt væri á að setja takmarkanir um þjóðaratkvæða- greiðslur skv. 26. gr. stjórnar- skrárinnar með almennum lögum. Þrátt fyrir þessa niðurstöðu taldi forusta Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins eðlilegt að setja lög til að takmarka fram- gang lýðræisins. Framsóknar- menn vildu ekki ganga jafn langt á svig við lýðræðið og stjórnar- skrána og Davíðsmenn og þar sem samstaða náðist ekki um það milli stjórnarflokkana að leggja fyrir Alþingi lagafrumvarp um þjóðaratkvæðagreiðslur sem færu í bág við stjórnarskrána og venjulegar hugmyndir um lýð- ræði varð úr að leggja ekki fram frumvarp um þjóðaratkvæða- greiðslur heldur frumvarp um fjölmiðlalög þar sem gömlu lögin yrðu afnumin og ný sett í staðinn með smávægilegum breytingum. Með þessu hófst þriðji þáttur skrípaleiksins. Hvers vegna þarf að kalla Al- þingi saman að sumri til? Ástæða þess var að þingið átti að fjalla um framkvæmd þjóðaratkvæða- greiðslunnar um fjölmiðlalögin. Ekki þurfti að kalla Alþingi sam- an til þess. Reglurnar um þá þjóð- aratkvæðagreiðslu liggja fyrir. En Davíð og Halldór ákváðu að kalla saman sumarþing til að breyta leikreglunum. Reyna átti að koma í veg fyrir að almennar lýðræðisreglur giltu og koma í veg fyrir að meirihluti þjóðarinn- ar kæmi sínu fram. Þegar það gengur ekki er gripið til þess ráðs að láta þingið fjalla um allt aðra hluti en það var kallað saman til að ræða um. Nú á þingið að fjalla um ný fjölmðlalög og fella hin fyrri úr gildi. Koma þarf í veg fyrir það með öllum ráðum að þjóðin fái að segja meiningu sína. Forusta Sjálfstæðisflokksins vill ekki fyrir nokkurn mun að kjós- endur fái notið lýðræðis nema á fjögurra ára fresti þar sem einungis er í boði að kjósa ákveð- na flokka eftir að valdaflokkarnir hafa haft tíma til að auglýsa fyrir gríðarlega fjármuni og nota og misnota almannafé sér til fram- dráttar í kosningum. Nei, þjóðin má ekki segja hug sinn um fjöl- miðlalögin. Stjórnarflokkarnir hafa komið sér saman um að gera grín að kjósendum, forsetanum og stjórn- arskránni. Þingmenn stjórnar- flokkanna munu nú tala fyrir annarri sannfæringu en þeir höfðu í apríl og maí fyrr á þessu ári. Nú á að fella úr gildi frum- varpið sem þeir samþykktu fyrir nokkrum mánuðum að undan- gengnum „vönduðum“ undir- búningi að eigin sögn. En eru ekki sömu efnisrökin til að vera á móti þessu breytta frumvarpi? Eru ekki sömu rökin fyrir forseta lýð- veldisins að neita að samþykkja ný lög með smávægilegum breyt- ingum? Er ekki einmitt brýnt að forsetinn láti ekki gera með þess- um hætti grín að forsetaembætt- inu, stjórnarskránni og kjósend- um? Ekki verður annað séð en sömu rök eigi við um að hafna nýja frumvarpinu. Það verður að gera þá kröfu til forseta lýðveld- isins að hann tryggi að þjóðin fái að segja hug sinn um nýja frum- varpið en fjandvinir lýðræðisins, ríkisstjórnin og þingflokkar þeirra nái ekki að gera grín að þjóðinni og stjórnarskránni með þessari leikfléttu. Höfundur er formaður stjórn- málasamtakanna Nýtt afl. ■ Niðurstaða fundar Davíðs Oddssonar forsætisráðherra ogGeorge Bush Bandaríkjaforseta í Hvíta húsinu í Was-hington í gær er vonbrigði fyrir alla þá sem bundu von- ir við að þar skýrðust línur um framtíð varnarsamstarfs Íslands og Bandaríkjanna. Menn geta að vísu fagnað því að Bush skuli ætla að líta málin „með opnum hug“, eins og það var orðað, en í því er engin skuldbinding fólgin af hálfu Bandaríkjanna um að tekið verði tillit til íslenskra hagsmuna þegar mikilvægasta úr- lausnarefnið í samskiptum landanna, framtíð loftvarna Íslands, vera F-15 orrustuþotanna og þyrlubjörgunarsveitanna í Kefla- vík, verður leitt til lykta. Þau ummæli Bush forseta að forsætis- ráðherra myndi senda bandarískum stjórnvöldum frekari upp- lýsingar um málið eru ekki mjög traustvekjandi í ljósi þess að öll gögn og sjónarmið málsins liggja og hafa lengi legið fyrir í Washington. Davíð Oddsson hefur margsinnis á undanförnum mánuðum lýst því yfir að það hafi enga þýðingu að efna til fundar æðstu ráðamanna Íslands og Bandaríkjanna til að ræða varnarmálin nema viðunandi úrlausn væri í sjónmáli. Þess vegna kemur á óvart að hann skuli hafa farið til fundar við Bush og koma tóm- hentur til baka. Það var nokkuð sem menn áttu ekki von á. Ýmsir áttu jafnvel von á því að stórtíðindi um farsæla lausn málsins væri í vændum. Skýringarnar á því að forsætisráð- herra fór til fundarins gætu verið tvær. Annars vegar að hann hafi trúað því að niðurstaðan yrði önnur en hún varð. Hins veg- ar að honum hafi fyrirfram verið ljóst að ekkert kæmi út úr fundinum en viljað nota tækifæri sem bauðst til að hitta Banda- ríkjaforseta og árétta viðhorf íslenskra stjórnvalda áður en hann lætur af embætti forsætisráðherra. Ekki er hægt áfellast Davíð Oddsson fyrir niðurstöðu fundar- ins í Washington. Hann hefur lagt sig allan fram um að fá Banda- ríkjamenn til að standa við skuldbindingar sínar samkvæmt varnarsamningnum frá 1951. Líklega er enginn jafn ósáttur og forsætisráðherra við tíðindaleysi fundarins í Hvíta húsinu, þótt hann beri sig vel í samtölum við fjölmiðla. Hins vegar má með réttu gagnrýna íslensk stjórnvöld og þar á meðal forsætis- ráðherra fyrir að hafa ekki fyrir löngu hafið alvöru undirbúning að því að íslenskt þjóðfélag lagaði sig að breyttum aðstæðum í öryggismálum heimsins og á norðurslóðum sérstaklega. Bendir margt til þess að ráðamenn okkar hafi treyst um of á hefðir og vináttu í samskiptunum við Bandaríkin og haft tilhneigingu til að horfa fram því að öryggis- og varnarmál snúast um hagsmuni og í rauninni ekkert annað. Og hagsmunir Bandaríkjanna á Ís- landi eru hverfandi miðað við það sem var fyrr á árum. Við Íslendingar þurfum líka að horfast í augu við það og við- urkenna að hin nýja öryggismálastefna sem Bandaríkjamenn fylgja gagnvart Íslandi er í sjálfu sér ekki óvinveitt okkur. Það er einfaldlega mat helstu varnarsérfræðinga Bandaríkjanna að eðlisbreyting hafi orðið á varnarstöðu Íslands, eins og svo mörgu öðru í heimsmynd alþjóðlegra hermála, og stjórnvöldum þar beri skylda til að skipuleggja herafla sinn með hinar nýju aðstæður í huga. ■ 7. júlí 2004 MIÐVIKUDAGUR SJÓNARMIÐ GUÐMUNDUR MAGNÚSSON Vonir um tímamótafund Davíðs og Bush um varnarmálin brugðust: Vonbrigði í Washington Skrípaleikur í nokkrum þáttum ORÐRÉTT Soldið mark Merkilegt nýmæli er það að tala um „ákveðið“ meðalhóf [í nýja fjölmiðlafrumvarpinu], og hefur aldrei verið gert áður. Er það til dæmis 30% meðalhóf eða 75% meðalhóf? Þetta er svona einsog að skora soldið mark í fótbolta. Mörður Árnason alþingismaður. DV 6. júlí 2004. Texta breytt tvívegis Í kjölfar fyrirspurnar Frétta- blaðsins var textanum í pistli Björns breytt tvívegis á heima- síðunni. Fyrst var orðið „brellur“ tekið út... Stuttu síðar var text- anum breytt á ný og orðið „brell- ur“ sett innan gæsalappa. Sigríður D. Auðunsdóttir blaðamaður. Fréttablaðið 6. júlí 2004. Ekki breytt neinu Mestu skiptir hafi ég haldið þræð- inum sæmilega skýrum og ekki lent í mótsögn við sjálfan mig. Hafi ég sett eitthvað inn á síðuna, hef ég ekki breytt þar neinu, nema mér sé bent á ritvillur eða að greinilega sé rangt farið með ein- hverjar staðreyndir. Björn Bjarnason ráðherra. bjorn.is 17. janúar 2004. FRÁ DEGI TIL DAGS UMRÆÐAN FJÖLMIÐLALÖGIN JÓN MAGNÚSSON HRL. Eru ekki sömu rökin fyrir forseta lýðveld- isins að neita að samþykkja ný lög með smávægilegum breytingum? Er ekki einmitt brýnt að forsetinn láti ekki gera með þessum hætti grín að forsetaembættinu, stjórnarskránni og kjósend- um? ,, T í m a r i t u m ú t i v i s t o g f e r ð a l ö g Vertu áskrifandi fyrir aðeins 2.495 kr. á ári Gönguferðir Skíðaferðir Fjallaferðir Jeppaferðir Vélsleðaferðir Vélhjólaferðir Fjallahjólaferðir Kajakferðir Fréttir og fróðleikur Feröasögur Búnaðarprófun Nýr búnaður Sérfræðingar svara Ljósmyndir Getraunir w w w. u t i v e r a . i s u t i v e r a @ u t i v e r a . i s S í m i : 8 9 7 - 1 7 5 7 Eina sinnar tegundar á Íslandi Í s l e n s k t t í m a r i t u m ú t i v i s t o g f e r ð a l ö g degitildags@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FJÖLMIÐLALÖGUM BREYTT Frá ríkisstjórnarfundi á sunnudaginn þar sem ákveðið var að afturkalla fjölmiðlalögin og setja ný.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.