Fréttablaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 27
19MIÐVIKUDAGUR 7. júlí 2004 SÝND kl. 8 og 10.30 SÝND kl. 6, 8 og 10 B.I. 16 ETERNAL SUNSHINE kl. 5.40, 8 og 10.20 DAY AFTER TOMORROW kl. 5.30, 8 og 10.30 SÝND kl. 5.50, 8 og 10.40 SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B.i. 16 Frá framleiðanda Spider-Man SÝND kl. 5.45, 8 og 10.15 B.I. 16 LAWS OF ATTRACTION kl. 6, 8 og 10 SÝND kl. 10.10 B.I. 12 MEÐ HINUM EINA SANNA OG OFURSVALA VIN DIESEL Geggjaður hasar og magnaðar tæknibrellur SKEMMTILEGASTA GAMANMYND SUMARSINS! Jenna fékk ósk sína uppfyllta... og er allt í einu þrítug! Frábær mynd fyrir fólk á öllum aldri. ÞEGAR KRAFTAVERK VERÐUR AÐ MARTRÖÐ ER EKKI AFTUR SNÚIÐ Frumsýnd 9. júlí Frumsýnd 9. júlí HHH S.V. Mbl. MEAN GIRLS kl. 4, 6, 8 og 10.10 STELPUDAGAR kr. 300 CONFESSIONS OF A TEENAGE DRAMA QUEEN kl. 4, 6 og 8 STELPUDAGAR kr. 300 CHASING LIBERTY kl.3.45, 5.50 STELPUDAGAR kr. 300 S T E L P U D A G A R 5 . - 9 . J Ú L Í k r . 3 0 0 Í HAM MEÐ HAMMETT Áhorfendur kunnu vel að meta gítarleikinn. Ég fékk mjög skemmtilega spurn- ingu senda inn sem ég verð að bauna á þig. Ef gerð yrði mynd um Metallica, hvaða leikari myndi leika hvern? „Ha ha! Þessi er frábær. Nick Nolte myndi leika James, Cheech Marin myndi leika mig. Hver myndi leika Rob? Hmm? Benicio Del Toro myndi leika Rob. Og Rowan Atkinson myndi leika Lars,“ segir Hammett og skellihlær. Þetta er mjög gott hlutverkaval hjá þér. „Takk, maður.“ Ég veit að margir vilja vita hvað gerðist milli ykkar og Jason Newsted. Segðu aðeins frá því ...... „Þetta er mjög flókið viðfangs- efni. Jason vildi gera plötu utan hljómsveitarinnar og James fannst að hann væri að svíkja málstaðinn með því. Þegar ég spái í þetta núna tveim- ur árum seinna þá var Jason aldrei hluti af Metallica. Hann lifði alltaf í skugga Cliff Burton. Mér finnst leiðinlegt hvernig við komum fram við hann, bæði hvað hljómsveitina varðar og persónulega. Hann fékk aldrei almennilegt tæki- færi hjá okkur og þess vegna leið honum ekki vel. Kannski var hann ekki rétti maðurinn fyrir okkur upp- haflega. En með tilkomu Rob eru hlutirnir allt öðruvísi. Hlutirnir eru mun eðli- legri með hann innanborðs, hvort sem það er persónulega eða tónlistar- lega. Jason var aldrei á sömu bylgju- lengd og við, hvort sem það var í sviðsljósinu eða utan þess“. Á Download-hátíðinni á Englandi gerðust stórir hlutir hjá Metallica. „Rétt er það. Lars var veikur og við neyddumst til að fá nokkra trommara til að leysa hann af. Við fengum Joey Jordison úr Slipknot og Dave Lombardo úr Slayer. Joey stóð sig sérstaklega vel og það var alveg sama hvaða lag við leit- uðum til hans með. Við fengum þá vitneskju seinna að hann hefði verið í hljómsveit sem sérhæfði sig í Metall- ica-lögum. Hann bjargaði deginum fyrir okkur. Við höfðum smá reynslu af þessu frá 2000 þegar James meiddist á baki. Þannig að núna renndum við ekki al- veg blint í sjóinn. Og svo má ekki gleyma Dave Lombardo úr Slayer. Hann var ekkert síðri en Joey. Það að heyra Battery með honum var alveg rosalegt. Þegar öllu er á botninn hvolft var þetta frábær reynsla fyrir Metallica og viðstaddir fengu að sjá tvo frá- bæra trommara spila með hljóm- sveitinni.“ Þegar hér er komið er viðtalstím- inn nánast liðinn, Kirk þarf að gera sig kláran fyrir tónleikana og risa- vaxni öryggisgaurinn gerir sig líkleg- an til að fleygja mér út. Ég finn mig tilknúinn að spyrja hann um álit hans á Íslandi. „Ég elska Ísland. Þetta er mjög heillandi eyja. Af einhverjum ástæð- um minnir hún mig á stóru eyjuna í Havaí. Þar er hraunið samt töluvert yngra en hér. Hérna er mosi og fleira farið að vaxa á hrauninu sem gerir það enn fallegra en þar. Fólkið er líka yndislegt. Það kom mér á óvart að sjá fólk enn úti á götu, í rífandi stemningu, klukkan þrjú í nótt. Mér fannst það frábært. Að sama skapi var ruglandi að það skyldi vera sól á lofti ennþá. Ég og konan mín ætlum að nýta okkur það í kvöld og fara á hestbak í kvöldsól- inni. Við elskum hesta“. Kirk Hammett kveður mig og heldur af stað í búningsherbergi sitt. Ég gríp glóðvolgan Rob Trujillo, sem lætur vel af hinu nýja starfi sínu í Metallica áður en hann heldur á svið. Sjálfur fer ég inn í hölll á hina frá- bæru tónleika Metallica sem munu lifa í minningunni sem ein stærsta tónleikaveisla sem um getur hér á landi. Smári Jósepsson ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Alþjóðlegi tónlistarhópurinn Sequentia setur Þjóðlagahátíð- ina á Siglufirði 2004 með tón- leikum í Siglufjarðarkirkju.  21.30 Robyn Kirk og Nicky Spence flytja skosk þjóðlög í ný- vígðu Bátahúsinu á Siglufirði.  22.00 Boðið verður upp á Söngva járnsmiðsins eftir sænska söngva- skáldið Dan Berglund á Næsta bar. Flytjendur eru Þorvaldur Þorvaldsson söngur, Þorvaldur Örn Árnason gítar og Þórður Högnason kontrabassi. ■ ■ LEIKLIST  20.00 Forsýning á Hárinu verður í Austurbæ. ■ ■ LISTOPNANIR  20.00 10 ára afmælissýning Hand- verks og hönnunar opnar í Edin- borgarhúsinu, Ísafirði. ■ ■ FYRIRLESTRAR  20.00 Skáldakvöld í menningar- miðstöðinni Kaupvangi á Vopna- firði. Fjallað verður um bræðurna Jónas Árnason og Jón Múla Árna- son ásamt umfjöllun um Kristján Jónsson „Fjallaskáld“. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 4 5 6 7 8 9 10 Miðvikudagur JÚLÍ

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.