Fréttablaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 07.07.2004, Blaðsíða 32
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is VI Ð S E G J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G A S Í M I N N E R 550 5000 www.gitarskoli.com Að loknum leiðtogafundi Loks fékk Davíð okkar Oddsson aðhitta forseta Bandaríkjanna. Mikið mun hafa verið reynt til að fá áheyrn forsetans. Davíð hefur svo sem afrek- að flest sem forsætisráðherra en hann átti eitt stórt verk eftir. Það varð að veruleika í gær. Hann hitti Bush í Hvíta húsinu. Sennilegast táknar það að Davíð geti hætt. Hefur fengið allar sínar óskir uppfylltar. Eða hvað? Hætt er við að hann hafi haldið að forseti draumaríkisins gæfi loforð eða góðar væntingar um erindi Davíðs, það er um framtíð Bandaríkjahers á Íslandi. MIG langar að vita hvort Davíð hafi ekki gaukað nýjustu skýringum sínum á kosningaúrslitum að Bush. Rétt eins og hann reiknaði úrslitin í forseta- kosningunum hérna heima hlýtur hann að hafa sagt Bush frá því að í raun og sanni sé hann alls ekki forseti allra Bandaríkjamanna, reyndar langt frá því. Eins og allir muna fékk Bush ekki einu sinni meirihluta þeirra fáu sem kusu síðast þegar Bandaríkjamenn kusu sér forseta. Þess vegna hefði Davíð átt að geta þess að Bush sé að- eins forseti fárra. Rétt um fimmtung- ur, kannski tæpur fjórðungur, kaus Bush. Hann er kannski bara forseti spænskumælandi landa sinna, rétt eins og forseti Íslands er víst bara for- seti vinstrimanna. Davíð átti að spæla Bush þar sem hann gat ekki lofað her um ókomin ár. SAMT held ég ekki að Davíð hafi bent kollega sínum á þessa asnalegu staðreynd. Ekki vegna þess að ekki sé full ástæða til. Heldur vegna þess að Davíð er sennilega ekki eins borubrattur í útlöndum og hann er hér heima, og kemur málið minna við. KÍNAFERÐ dómsmálaráðherrans hefur tekið á sig furðulega mynd. Hann hefur upplýst að meðal verk- efna sem hann tók sér fyrir hendur í ferðinni var að gera tilraunir á heimasíðu sinni. Ráðherrann hefur margoft sagt að hann breyti aldrei neinu sem hann skrifar á heimasíðu sína. Nema núna. Hann hefur á rík- isins kostnað, eftir því sem best er vitað, en ráðuneyti Björns veit víst ekki hvort hann er í opinberum er- indum eða ekki, setið á hótelher- bergi í Peking og gert það sem hann hefur aldrei gert áður. Breytt eldri skrifum á heimasíðunni. Var bara að gera tilraun, segir ráðherrann. ■ BAKÞANKAR SIGURJÓNS M. EGILSSONAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.