Fréttablaðið - 08.07.2004, Side 1

Fréttablaðið - 08.07.2004, Side 1
● tvö mörk fylkis undir lokin Landsbankadeildin: ▲ SÍÐA 25 Skagamenn misstu niður unninn leik ● vonar að boltinn haldi áfram að rúlla Tómas Lemarquis: ▲ SÍÐA 35 Við tökur á nýrri franskri bíómynd MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 FIMMTUDAGUR VALUR MÆTIR BREIÐABLIK Þrír leikir verða í fjórðungsúrslitum Visa-bikar- keppni kvenna klukkan 19. Þór/KA/KS tekur á móti KR, Þróttur sækir ÍBV heim og Valur og Breiðablik keppa að Hlíðar- enda. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG SÓL OG HITI FYRIR NORÐAN OG AUSTAN Yfirleitt bjart og þurrt á landinu og talsvert hlýtt á Norður- og Austurlandi í dag. Sjá síðu 6. 8. júlí 2004 – 184. tölublað – 4. árgangur FORSETANUM KOMIÐ Í KLÍPU Stjórnarandstaðan segir að ríkisstjórnin sé að reyna að koma forseta Íslands í klípu með því að leggja fram í einu frumvarpi breytingar á fjölmiðlalögum og afnám fyrra lagafrumvarps. Sjá síðu 2 FANGELSI FYRIR KYNFERÐIS- BROT Maður hefur verið dæmdur í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Suðurlands fyrir að misnota kynferðislega tvær dætur sínar og vinkonu annarrar þeirra. Sjá síðu 2 VARAÐ VIÐ LYFJUM Landlæknisemb- ættinu þykir ástæða til að áminna ís- lenska lækna að ávísa ekki ákveðnum tegundum þunglyndislyfja til barna og unglinga. Sjá síðu 6 FORSTJÓRANUM STEFNT Félag hjúkrunarfræðinga ætlar að stefna forstjóra Heilsugæslunnar í Reykjavík fyrir Félags- dóm fyrir brot á lögum um stéttarfélög og vinnudeilur. Sjá síðu 8 Kvikmyndir 34 Tónlist 28 Leikhús 30 Myndlist 30 Íþróttir 24 Sjónvarp 36 Fannar Örn Karlsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Þungarokk í belgískri sveit ● ferðir ● tilboð Ingibjörg Sólrún Gísladóttir: ▲ SÍÐA 38 Var 17 ára þegar Hár- ið var frumsýnt í Iðnó ● man taugaveiklun vegna nektaratriða MANNSHVARF Fjörtíu og fimm ára gamall maður var úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Hér- aðsdómi Reykjavíkur í tengslum við hvarf á fyrrverandi sambýlis- konu hans og barnsmóður. Lögreglan hefur rökstuddan grun um að maðurinn tengist hvarfi konunnar sem er þriggja barna móðir. Maðurinn hefur neitað við yfirheyrslur að eiga nokkurn hlut í hvarfi konunnar en grunur leikur á því að hann hafi banað henni. Lögreglan vinnur enn að vett- vangsrannsókn á heimili mannsins og nágrenni þess. Grænn Nissan Patrol jeppi í eigu mannsins var fluttur á brott með kranabíl til frek- ari skoðunar. Leitað er að lífsýnum og annars konar sýnum sem verða rannsökuð. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins fannst blóð bæði heima hjá manninum í Stórholti og inni í jeppanum. Haglabyssa fannst á heimili mannsins en ekki er endilega talið að byssan tengist hvarfi konunnar. Byssan fannst á öðrum stað í húsinu en vísbendingarnar um hvarf kon- unnar. Síðast spurðist til konunnar á sunnudagsmorgun og er talið að hún hafi verið á heimili mannsins. Leit lögreglu hófst eftir að ættingj- ar konunnar leituðu til lögreglunn- ar. Þegar blaðið fór í prentun í gær hafði ekki enn spurst til konunnar. Konan hafði áður kært manninn fyrir líkamsárás en hann var sýkn- aður vegna ónægra sannanna. Ingi- mundur Pétursson, hjá Félagi ein- stæðra foreldra, segir félagið hafi kært manninn síðasta sumar fyrir eignarspjöll á húsnæði á Öldugötu sem félagið átti og konan leigði. Hann segir lögregluna hafa fallið frá því máli. hrs@frettabladid.is Blóð fannst í jeppa hins handtekna Maður sem var handtekinn vegna mannshvarfs hefur verið úrskurðaður í tveggja vikna varðhald. Maðurinn neitar að hafa komið nálægt hvarfi konunnar. Blóð fannst heima hjá honum og í bíl hans. Á KOSNINGAFERÐALAGI Kerry og Edwards fóru saman í kosningaferðalag. Repúblikanar benda á reynsluleysi Edwards, varaforsetaefnis demókrata. Bush um Edwards: Hefur ekki næga reynslu BANDARÍKIN, AP „Dick Cheney getur orðið forseti. Næsta spurning,“ svaraði George W. Bush Banda- ríkjaforseti stutt og laggott þegar hann var spurður hver væri mun- urinn á Dick Cheney, varaforseta sínum, og John Edwards, varafor- setaefni demókratans John Kerry. Orð sín lét Bush falla daginn eftir að Edwards var kynntur til sögunnar sem varaforsetaefni demókrata. Repúblikanar hófu þegar að gera lítið úr Edwards og varð tíðrætt um reynsluleysi hans. Aðeins sex ár eru liðin síðan Edwards var fyrst kjörinn á þing, sem er reyndar jafn langur tími og leið frá því að Bush var kjörinn ríkisstjóri þar til hann varð for- seti. ■ SVALBARÐI Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri Landssam- bands íslenskra útvegsmanna, seg- ir eðlilegt að íslenska ríkisstjórnin mótmæli 80 þúsund tonna heildar- kvóta á Svalbarðasvæðinu en rót- tækari aðgerða sé þörf. „Málið er bara það að íslensk stjórnvöld hafa ekki staðið sig í þessu máli. Það er tími til kominn að það verði breyting þar á. Það eru íslenskir hagsmunir sem kalla á það.“ Friðrik vill að norskum yfir- völdum verði stefnt fyrir alþjóða- dómstól. „Við óskum eftir því að það verði gert. Það þarf að klára þetta mál þannig að það sé ekki uppi á borði á hverju ári og Norð- menn misnoti aðstöðu sína. Norð- menn gera sér fulla grein fyrir því að þeir hafa enga lagalega stöðu til þess að beita þeim aðgerðum sem þeir hafa verið að beita. Það eru allir sammála um það.“ Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir fengust engin viðbrögð frá norska sjávarútvegsráðuneytinu vegna mótmæla íslenskra stjórnvalda á einhliða ákvörðun um kvótasetn- ingu á Svalbarðasvæðinu. Sjá nánar síðu 4 Viðbrögð LÍU við Svalbarðadeilunni: Róttækari aðgerða þörf FRIÐRIK J. ARNGRÍMSSON Segir að stefna þurfi norskum stjórnvöldum svo réttur Íslendinga á svæðinu sé virtur. Opið til 21.00 í kvöld Erkibiskupsumdæmi: Komið að fótum fram BANDARÍKIN Erkibiskupsumdæmið í Portland í Bandaríkjunum hefur farið fram á greiðslustöðvun, fyrst allra kirkjudeilda í Banda- ríkjunum. Þetta er gert til að vernda erkibiskupsumdæmið gegn skaðabótamálum sem for- svarsmenn kirkjunnar óttast að geti riðið henni að fullu. Skaðabótamálin eru höfðuð af hálfu fólks sem segist hafa sætt kynferðislegu ofbeldi presta. Um- dæmið og tryggingafélag þess hafa þegar greitt út andvirði tæpra fjögurra milljarða króna í bætur en stendur enn frammi fyrir fjölda kærumála. ■ M YN D /A P

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.