Fréttablaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 11

Fréttablaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 11
11FIMMTUDAGUR 8. júlí 2004 áratug áttu alla hluti í félaginu. Sparisjóður Reykjavíkur og ná- grennis hefur ekki vaxið mikið og Búnaðarbankinn er sameinað Kaupþingi. Raunar er það sér- staklega áhugavert að þegar KB banki gerði tilraunir til þess að eignast SPRON þá hefði slíkt haft tiltölulega lítil áhrif á rekstur KB banka. Dótturfyrirtækið er orðið svo stórt að litlu hefði munað um að bæta gamla móðurfélaginu inn í samstæðuna. Það má því líkja örlögum SPRON og Búnaðarbankans við fólk sem hefði tekið krókódíls- unga í fóstur en ekki áttað sig á því að innan skamms var skepnan orðin svo stór að hún gat étið báða fósturforeldrana í hádegisverð og enn haft lyst á meiru. En hvað er það sem hefur gert það að verkum að Kaupþing, sem fyrir áratug var lítið fjármálafyrirtæki, er orðið að langverðmætasta fyrirtæki landsins og alþjóðlegur banki sem er skráður á hlutabréfamarkað í tveimur löndum? Skýr framtíðarsýn „Auðvitað hefur maður séð það strax frá upphafi að þarna hefur verið mjög mentaðarfull og fram- sýn stefna. Þeir hafa ætlað sér strax frá upphafi að veða svona stórir. Svo spilar það inní að það hefur allt gengið upp,“ segir Gunnar Jóhann- esson, ráðgjafi hjá IMG Deloitte. Gunnar segir að vissulega hafi ytri skilyrði verið góð en þau séu hins vegar hin sömu fyrir KB banka og aðrar fjármálastofnanir. „Ástæðan fyrir því að þetta hefur gerst þarna en ekki annars staðar er fólkið, stjórnunin og sú fram- tíðarsýn sem þarna hefur verið til staðar,“ segir hann. Gunnar telur einnig að samein- ing Kaupþings og Búnaðarbanka hafi einnig haft góð áhrif á fyrir- tækjakúltúrinn innan Kaupþings þótt að meginstefnu hafi hinn nýi banki fylgt stefnu Kaupþings. „Kaupþing var frumkvöðla- fyrirtæki þar sem verið var að finna upp hluti á hverjum degi. Svo kemur Búnaðarbankinn inn með meiri festu, verkferla og aga,“ segir hann og telur að Kaup- þing hafi haft gott af því að fá þessa reynslu og verklag inn. Áframhaldandi vöxtur Enginn gerir ráð fyrir öðru en að KB banki haldi útrás sinni áfram. Gunnar Jóhannesson bendir á að nú sé bankinn orðinn það stöndugur að hann hafi efni á að fara út í stærri verkefni. Hann nefnir einnig að þótt mörg verk- efna KB banka kunni að þykja áhættusöm þá bendi flest til þess að gaumgæfilegur undirbúningur hafi legið að baki þeim skrefum sem félagið hefur tekið hingað til. Svo áhættan kunni að virðast meiri í augum leikmanna en raun- in sé. Í bankaheiminum eru keppi- nautarnir bjartsýnir á gengi KB banka. Þeir segja að með kaupun- um á FIH hafi KB banki komist yfir verðmæta þekkingu, keypt stöndugt fyrirtæki og – það sem ekki skiptir síst máli – komist í samband við fjölda danskra fyrir- tækja sem KB banki geti aðstoðað við vöxt á sama hátt og gefið hef- ur góða raun hérlendis; til dæmis í tilviki Bakkavarar. ■ EFNAHAGSMÁL Nýlega var tilkynnt að kynningarátakið Iceland Naturally sem er samstarfsverk- efni ríkisins og sjö íslenskra fyrir- tækja vestur í Bandaríkjunum yrði framlengt með óbreyttu sniði næstu fjögur árin. Í ár eru fimm ár liðin síðan átakinu var hleypt af stokkunum en árlega hefur verið varið sem nemur tæpum 72 millj- ónum króna til verkefnisins. Skipt- ist sá kostnaður milli ríkisins og þeirra fyrirtækja sem þátt taka en þau greiða þó aðeins þriðjung. Sé miðað við þann fjölda bandarískra ferðamanna sem hingað komu á síðasta ári má nærri geta að ríkið eyði sem nem- ur rúmum þúsund krónum á hvern þann ferðamann sem hing- að kom en alls komu hingað til lands tæp 48 þúsund ferðalangar frá Bandaríkjunum árið 2003. Hver og einn ferðalangur þarf því lítið annað en kaupa sér léttan há- degisverð til að ríkið fái til baka það fé sem varið hefur verið til átaksins. Ferðamönnum frá Bandaríkj- unum hefur þó fækkað til muna síðan Iceland Naturally var hleypt af stokkunum en að stórum hluta má þar um kenna hryðju- verkunum í New York í septem- ber 2001. Metárið var árið 2000 þegar rúmlega 57 þúsund banda- rískir ferðalangar sóttu landann heim. ■ Endurnýjun kynningarátaksins Iceland Naturally: Þúsund krónur á ferðamann FERÐAMENN Farþegum hingað til lands frá Bandaríkjunum fjölgaði um 200 milli áranna 2002 og 2003. ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S B LO 2 52 49 07 /2 00 4 Sumarblómaveisla! 3 runnar að eigin vali Álfar 799 kr. 999 kr. 3.990 kr. 20 daggarbrár, flauelsblóm, stjúpur eða fjólur Meðal tegunda: Sunnubroddur Gljámispill Skriðmispill Blátoppur Rósakvistur Dúnyllir Sunnukvistur Perlukvistur Runnamura Japanskvistur Ný sending 399 kr. Margarita 1.990 kr. 67 birki útsalaGarðplöntu 1.990 kr. 999 kr. 699 kr. Frábært verð! ■ ÍRAK AFTAKA RÉTTLÆTT Bandaríski gíslinn Nicholas Berg var tekinn af lífi til að hefna fyrir þjáningar sem múslimar hafa liðið af völd- um hernámsliðsins í Írak, segir í yfirlýsingu frá jórdanska hryðju- verkaforingjanum Abu Musab al- Zarqawi. Hann segist hafa neitað að sleppa Berg þrátt fyrir boð um peningagreiðslu. SPRENGJUREGN Í BAGDAD Sex særðust þegar fjórum sprengjum var varpað á hús í nágrenni höf- uðstöðva stjórnmálaflokksins sem Iyad Allawi, forsætisráð- herra Íraks, er félagi í. Spreng- ingar fylgdu í kjölfarið í öðrum borgarhlutum en skemmdir þar voru minniháttar og engin meiðs- li á fólki. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.