Fréttablaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 19

Fréttablaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 19
Kjör aldraðra eru til skammar Einn stærsti bletturinn á stefnu ríkisstjórnarinnar er slæm kjör aldraðra og öryrkja. Á því tíma- bili sem góðæri hefur ríkt í landinu og auðvelt hefði átt að vera að bæta kjör þessara hópa hafa kjör þeirra versnað í sam- anburði við kjör láglaunafólks á almennum vinnumarkaði. Aldr- aðir og öryrkjar hafa dregist aftur úr í launaþróun hinna lægst launuðu. Árið 1995 var skorið á tengsl milli elli- og örorkulífeyris og lágmarkslauna á vinnumarkaði. Fram að þeim tíma hækkuðu bætur aldraðra og öryrkja sjálf- virkt um leið og lágmarkslaun hækkuðu. Frá 1990 hefur kaup- máttur lágmarkslauna hækkað um 52% en á sama tímabili hefur kaupmáttur lífeyris aldr- aðra einstaklinga aðeins aukist um 25%. Það er skilyrðislaus krafa aldraðra, að þessi skerð- ing verði leiðrétt. Árið 1990 nam ellilífeyrir einstaklinga ásamt tekjutryggingu 83,4 % af lág- markslaunum verkafólks. Í dag nemur ellilífeyrir einstaklinga ásamt tekjutryggingu aðeins 66,5% af lágmarkslaunum. Þessar tölur tala sínu máli. Þær leiða í ljós, að þegar bæta hefði átt kjör aldraðra og öryrkja voru kjörin skert í samanburði við kjör láglaunafólks. Þetta er ótrúlegt á góðæristímum. Skatt- ar aldraðra hafa einnig hækkað á sama tíma og ríkisstjórnin segist hafa lækkað skatta. Tekjuskattur af 100 þús. kr. tekjum nemur í dag 11,1% en nam árið 1990 5,5% (miðað við sambærilegar tekjur að teknu tilliti til verðlagsbreytinga). Lyf hafa einnig hækkað en það bitnar þungt á öldruðum. Aldraður einstaklingur sem einungis hefur bætur frá Trygg- ingastofnun ríkisins hefur í dag í kringum 100 þús. kr. á mánuði í lífeyri. Af þeirri fjárhæð greiðir hann 11 þús. kr. í skatt. Harpa Njáls félagsfræðingur, sem ritaði bók um fátækt á Ís- landi, telur að það vanti 40 þús. kr. á mánuði til þess að unnt sé að framfleyta sér á bótum Tryggingastofnunar. Það er sem sagt verið að skammta öldruð- um skammarlega lágar bætur, sem ekki duga til framfærslu. Og þetta gerist á uppgangs- tímum. Bæturnar þyrftu að áliti Hörpu að vera a.m.k. 140 þús. kr. á mánuði. Einn stærsti út- gjaldaliður fólks er húsnæðis- kostnaður. Algengt er að aldrað- ir einstaklingar þurfi að greiða 40 til 50 þús. kr. á mánuði fyrir húsnæði. Sjá þá allir hversu lít- ið er eftir af bótunum fyrir mat, fatnaði og öllum öðrum kostn- aði. Krafan er sú, að aldraðir, sem byggt hafa upp þetta þjóð- félag, geti lifað með reisn á efri árum. Hagstofan birti fyrir skömmu niðurstöður nýrrar neyslukönnunar, sem gerð var á árunum 2000 til 2002. Sam- kvæmt henni nema meðal- neysluútgjöld einstaklinga 161 þúsund krónur á mánuði að meðtöldum húsnæðiskostnaði. Hagstofan reiknar húsnæðis- kostnað 38 þús. kr. á mánuði í þessum tölum. Er það lágt reiknað. Ýmsa liði „vantar“ í þessar tölur Hagstofunnar, t.d. fasteignaskatta, bifreiðagjöld, vexti, félagsútgjöld o.fl. Og að sjálfsögðu eru opinber gjöld ekki inni í þessum tölum, þar eð hér er um neyslukönnun að ræða. Samt sem áður er hér að finna góða vísbendingu um það hvað aldraðir einstaklingar þurfa mikið til framfærslu á mánuði. Það eru 123 þús. kr. fyrir utan húsnæðiskostnað og skatta. Samkvæmt tölum Hag- stofunnar þyrfti talan að vera rúmar 170 þús. kr. ef hún ætti að duga fyrir húsnæði og sköttum einnig. Af því er ljóst, að 140 þús. kr. bætur á mánuði er of lág tala. Í rauninni þyrftu bætur að vera mun hærri miðað við þessa nýju könnun Hagstofunnar. Í nóvember 2002 samþykkti ríkisstjórnin, að gera örlitlar lagfæringar á kjörum aldraðra samkvæmt samkomulagi við samtök aldraðra. En þetta voru smánarlega litlar breytingar á bótum. Ólafur Ólafsson, for- maður Félags eldri borgara í Reykjavík, sagði á síðasta aðal- fundi félagsins, að samninga- menn aldraðra hefðu verið of undanlátssamir í samningum við ríkisstjórnina. Og það er rétt. Þessar breytingar á bótum vigta sáralítið. Meira munaði um það sem samið var um til lagfæringar á hjúkrunarrýmum fyrir aldraða. En ríkisstjórnin getur enn tekið sig á í lífeyris- málum aldraðra og öryrkja. Stjórnin getur ákveðið að hækka bætur um a.m.k. 40 þús. á mánuði. Það er lágmarks- lagfæring. Stjórnin ætti að sjá sóma sinn í að gera það. ■ FIMMTUDAGUR 5. maí 2004 Framsóknarflokkurinn Kristján Sig. Kristjánsson skrifar: Í þingflokki Framsóknarflokksins eru tíu einstaklingar fimm eru ráðherrar, tveir vonast til að verða ráðherrar, tvö börn og Kristinn H. Í miðstjórn flokksins sitja um það bil 150 manns. Allir þingmenn flokksins, allir fyrrverandi þingmenn flokksins, landstjórn og framkvæmda- stjórn, sjö fulltrúar kosnir af landstjórn, sveitarstjórnarráð flokksins, formenn launþegaráða flokksins „þar sem þau starfa“ og svo fáeinir fulltrúar framsóknar- félaganna. Það má segja að flestir fulltrú- ar miðstjórnar, sem eru kosnir en ekki sjálfskipaðir, séu kosnir af öðrum mið- stjórnarmönnum. Ef þeir einstaklingar sem í miðstjórn sitja eru skoðaðir með til- liti til brauðs síns þá kemur í ljós að all- flestir þiggja framfæri sitt frá hinu opin- bera (hér um bil undantekningarlaust, hinir eru á biðlista). Hafi þeir einhverja menntun hafa þeir hlotið vinnu hjá hinu opinbera eða hjá fyrirtækjum sem hið opinbera á. Hafi þeir aftur á móti enga menntun eru þeir bændur, lögreglumenn eða tollverðir, einkum á Keflavíkurflug- velli, að ótöldum sveitarstjórnargæðing- um en þar er mörg holan. Í þessu ljósi þarf ekki að koma á óvart hve hljóðlegir miðstjórnar- og þingflokksfundir flokksins eru, foringinn er alltaf á réttri leið meðan hann skaffar, ef foringinn verður forsætis- ráðherra þýðir það tveggja til þriggja launaflokka hækkun og rými skapast handa fleirum sem aftur þýðir enn meiri þögn. Kosningar eru martröð flokksins.                                                                        !                 "    #                        $         %%  $ & $%% $   & '              $             (&  $   $$                    %%      )             &                  )                          $      $      *+         #         (        $          %  ,  -                      &   ./                                                              !          "              !     # $      %        &'     (           )    !   !   ! # !             $      *              !         %#    )'      !  +   !  %         ,     %# !   -                                 !            Árið 1995 var skorið á tengsl milli elli- og örorkulífeyris og lágmarks- launa á vinnumarkaði. Fram að þeim tíma hækkuðu bætur aldraðra og öryrkja sjálfvirkt um leið og lágmarkslaun hækkuðu. Frá 1990 hefur kaupmáttur lágmarkslauna hækkað um 52% en á sama tímabili hefur kaupmáttur lífeyris aldraðra einstaklinga aðeins aukist um 25%. BJÖRGVIN GUÐMUNDSSON VIÐSKIPTAFRÆÐINGUR UMRÆÐAN KJÖR ALDRAÐRA ,, BRÉF TIL BLAÐSINS

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.