Fréttablaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 21
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 5 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 135 stk. Keypt & selt 34 stk. Þjónusta 43 stk. Heilsa 9 stk. Heimilið 12 stk. Tómstundir & ferðir 7 stk. Húsnæði 25 stk. Atvinna 23 stk. Hvað kostar að gista? BLS. 3 Góðan dag! Í dag er fimmtudagurinn 8. júlí, 190. dagur ársins 2004. Reykjavík 3.22 13.33 23.42 Akureyri 2.28 13.18 00.04 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Fannar Örn Karlsson er nítján ára og liðs- maður í Götuhernaðinum. Hann fór á tón- leika og rankaði svo við sér matar- og hús- næðislaus í belgískri sveit. „Ég fór til Belgíu með félögum mínum á IPER Hardcore Festival þar sem er einkum leik- ið svæsið þungarokk og svo fréttum við af tónleikum með íslensku hljómsveitinni I- Adapt sem var á Evróputúr. Þetta voru pínulítilir tónleikar í pínulitlum bæ en við vorum kátir og ákváðum að skella okkur. Bærinn var svo lítill að þar var ekki einu sinni lestarstöð heldur þurftum við nánast að hoppa út úr lestinni á ferð. Tónleikarnir voru frábærir en þegar þeim var lokið komumst við að því að bærinn var of lítill til að það borgaði sig að hafa þar hótel. Við vorum sem sagt lengst úti í sveit í Belgíu, með enga gistingu og matarlausir því það var auðvitað löngu búið að loka einu búð- inni í bænum. Þetta bjargaðist þannig að félagar okkar í hljómsveitinni þekktu fólk sem var til í að skjóta skjólshúsi yfir okkur. Það fólk bjó langt í burtu, eiginlega í út- hverfinu af þessu smáþorpi og við þurftum fyrst að taka lest og svo fara hálftíma í bíl. Við enduðum heima hjá þessu fólki, fengum að gista og borða og þau voru mjög góð við okkur þannig að þetta fór allt vel.“ En skyldi Fannar ætla að ferðast eitt- hvað í sumar? „Ég var að koma frá Dan- mörku og ætla til Bretlands að vinna fyrir þungarokkshljómsveit, selja boli og þess háttar. Annars fer sumarið hjá mér aðal- lega í það að vinna með Götuhernaðinum,“ segir Fannar og er búinn að tryggja sér bed-and-breakfast í Bretlandi. brynhildurb@frettabladid.is Matar- og húsnæðislaus eftir tónleika: Þungarokk í belgískri sveit tilbod@frettabladid.is Allar flísar í versluninni Milano -line á Dvergshöfða í Reykjavík eru nú seldar með 25–40% af- slætti. Þetta eru allar mögulegar gerðir og stærðir og litaúrval fjölbreytt að því er fram kom í símtali við afgreiðslumann á staðnum. Gólfflísar eru í meiri- hluta en veggflísar eru líka í úrvali – og allt á að seljast. Sumarfatnaður sem kom til landsins í vor er nú víða kom- inn á útsölur þótt enn lifi von- andi mikið eftir af íslenska sumrinu. Sama er að segja um ýmiss konar fylgihluti. Skór í Ecco, töskur í Drangey og ítölsk barnaföt í Iana á Laugavegi og cakewalk í Firðinum eru meðal þess sem auglýst er á niður- settu verði þessa dagana. Fjölmargar kvenfata- verslanir hafa ein- nig lækk- að verðið. Nefna má Feminin í Bæjarlind, Verðlistann Lauga- læk, Fataprýði í Glæsibæ, Companys í Kringlunni, Bern- harð Laxdal í Kjörgarði, Hrafn- hildi við Engjateig, Tískuverslun- ina Guðrúnu við Rauðarárstíg, Topphúsið í Mörkinni, CM á Laugavegi og Max Mara á Hverfisgötu. Í versluninni Augun okkar í Skeifunni er svolítið óvenjulegt tilboð í gangi. Linsupakka með 30 pörum fylgja nú tíu aukapör en verðið er óbreytt, 4.800 krónur. Athugandi fyrir þá sem illa sjá. Góð útsala á barnafatnaði í versluninni Róbert Bangsi og unglingarnir er í gangi um þess- ar mundir. Flestar vörurnar í búðinni eru á útsölunni, eins og til dæmis sumarvörurnar, og er afsláttur 20–50 prósent. Útsalan hófst í síðustu viku en ekki er ljóst hvenær útsölunni lýkur. Stendur útsalan allavega á meðan birgðir endast. Nú er um að gera að kíkja í Róbert Bangsa og finna eitthvað hent- ugt í gjafir eða á litlu krílin. Verslunin er til húsa að Hlíðar- smára 12 í Kópavogi og er sím- inn þar 555 6688. Handlaugar, sturtuhausar og kranar eru meðal þeirra vara sem nú bjóðast á tilboði hjá versluninni Harðviðarvali á Krókhálsi 4 í Reykjavík. Um mikla lækkun er að ræða og má nefna sturtuhausa sem lækka úr 5.900 í 1.990 krónur. Blöndunartækin eru á 40% afslætti og sturtuklefar á 30%. Einnig eru flísar, pallaol- ía og parkett á lækkuðu verði í Harðviðarvali. Fannar Örn hefur mikinn áhuga á þungarokki. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í TILBOÐUM Til sölu ca 17 feta trébátur m/28 hp evinrude utanb.mótor, bátur og mótor í fínu lagi, bátnum fylgir ný yfirbreiðsla, humminbird fishfinder, og bátakerra, allur pakkinn á kr. 150 þ. uppl. í síma 692 8665, Sverrir. Amerískur cocker spaniel hvolpar til sölu. Heilsufarsskoðaðir og ættbókar- færðir hjá HRFÍ. Uppl. í síma 697 5718 & 566 8750. Innréttingar. Fallegar gegnheilar harð- viðarinnréttingar. Viðarkó, Dalvegi 28, Kópavogi. Sími 517 8509. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. þú færð líka allt sem þig vantar á FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Handbók sem ber heitið Ís- lensk fjöll. Gönguleiðir á 151 tind er nýkomin út hjá Máli og menningu. Þar er um að ræða endurbætta og aukna útgáfa bókarinnar Fólk á fjöllum sem kom út fyrir nokkrum árum. Höf- undar eru Ari Trausti Guð- mundsson og Pétur Þor- leifsson. Í nýju bókinni er að finna lýsingu á öllum tegundum gönguferða, allt frá léttum sunnudags- göngum fyrir alla fjölskyld- una til krefjandi háfjalla- og jöklaleiða. Gönguleiðum á alla helstu tinda landsins er lýst á aðgengilegan og skilmerkilegan hátt. Kort af hverju fjalli og nágrenni þess er birt og ferðamönn- um gefnar ábendingar um lengd göngunnar, erfið- leikastig og hækkun á gönguleið. Bókin kemur sér því eflaust afar vel fyrir gönguáhugamenn og úti- vistarfólk. ■ Í bókinni eru kort af hverju fjalli og upplýsingar um lengd göng- unnar og hækkun á gönguleið. Íslensk fjöll. Gönguleiðir á 151 tind: Léttar göngur og krefjandi leiðir

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.