Fréttablaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 30
Á þessum degi árið 1918 slasaðist rithöfundurinn Ernest Hemingway alvarlega þar sem hann var að bera félaga sinn í öruggt skjól á víg- línunni milli Austurríkis og Ítalíu í fyrri heimsstyrjöldinni. Hemingway, sem starfaði sem sjúkrabílsstjóri hjá Rauða krossin- um á þeim tíma, var heiðraður fyrir hetjulund sína og sendur heim. Hann fæddist árið 1899 í Oak Park, Illinois. Áður en hann gekk til liðs við Rauða krossinn, starfaði hann sem blaðamaður hjá The Kansas City Star. Eftir stríðið giftist hann svo hinni auðugu Hadley Richardson. Hjónin fluttu til París- ar og voru þar í hópi brottfluttra bandarískra rithöfunda, rétt eins og F. Scott Fitzgerald, Gertrude Stein og Ezra Pound. Með stuðningi þeirra og aðstoð birti Hemingway fyrsta smásagnakver sitt í Banda- ríkjunum árið 1925. Ári síðar kom frá honum skáldsagan Og sólin rennur upp, sem vel var tekið. Hem- ingway giftist þrisvar enn og var álíka mikill áhugi á ástarlífi hans og skáldsögum. Á fjórða og fimmta áratug síðustu aldar var Hemingway orð- inn drykkfelldur mjög. Hann bjó fyrst í Key West og síðar á Kúbu en hélt áfram miklum ferðalögum. Árið 1952 kom Gamli maðurinn og hafið út. Fyrsta stóra skáldsaga hans í næstum áratug og hlaut hann Pulitzer-verðlaunin fyrir þá bók 1953. Seinna það ár særðist Hem- ingway í flugslysi og eftir það varð hann mjög þunglyndur. Líkt og fað- ir hans framdi Hemingway sjálfs- morð. Hann skaut sig á heimili sínu í Idaho árið 1961. ■ ■ ÞETTA GERÐIST ERNEST HEMINGWAY Hann gifti sig fjórum sinnum á lífsleiðinni og hafði fólk álíka mikinn áhuga á ástar- málum hans og skáldsögum. Heiðraður fyrir hetjulund „Ég hef svona sveigst meira yfir á þetta svið síðustu ár, sérstaklega eftir að ég fór að starfa á fullum krafti hjá IMG Gallup,“ segir Þor- lákur Karlsson, nýráðinn deildar- forseti viðskiptadeildar Háskól- ans í Reykjavík. Síðastliðin sex ár hefur hann starfað hjá Gallup, hann er menntaður í sálfræði og hefur áður starfað sem dósent í aðferðafræði við Háskóla Íslands. „Rannsóknir í viðskiptafræði eru að mörgu leyti félagsvísindi, því þær fjalla um hegðan fólks,“ bætir hann við. Þorlákur þekkir Háskólann í Reykjavík mjög vel, þar sem hann vann að undir- búningi skólans þegar hann var stofnaður, auk þess að hafa kennt þar tölfræði undanfarin tvö ár. „Ég þekki fólkið þarna vel og hlakka til að starfa með því. Erfiða ákvörðunin var að fara frá ágætu starfsfólki IMG Gallup. Það hefur verið spennandi að vinna með þeim og ég fæ vonandi að vinna með þeim áfram og þeir að njóta krafta minna.“ Þó svo staða deildarforseta sé fyrst og fremst stjórnunarstaða, segist Þorlákur vera mikill áhuga- maður um rannsóknir og hann muni ekki láta af þeim. „Ég hef aldrei hætt rannsóknum, þó þær hafi verið á öðru sviði og þarna gefst mér ennþá betra tækifæri til að sinna þeim. Minn áhugi á deildinni er ekki bara að halda áfram góðu starfi og kennslu, heldur að efla rannsóknir og það verður mitt hlutverk að vera svo- lítið leiðandi á því sviði í deildinni.“ ■ Vill rannsaka hegðun fólks ÞORLÁKUR KARLSSON Segir erfiðu ákvörðunina að yfirgefa starfsfólk IMG Gallup. 22 8. júlí 2004 FIMMTUDAGUR ■ AFMÆLI ■ JARÐARFARIR ■ ANDLÁT KEVIN BACON Leikarinn er kannski ekki jafn fótafimur og hann eitt sinn var, enda orðinn 46 ára. 8. JÚLÍ Ragnar Arnalds, rithöfundur og fyrrum alþingismaður, er 66 ára. Védís Hervör Árnadóttir söngkona er 22 ára. Gunnar Christiansen, Prestastíg 11, lést mánudaginn 4. júlí. Ingibjörg Guðmundsdóttir lyfjafræðing- ur, lést þriðjudaginn 6. júlí. Sigurður Þór Sveinsson, Miðholti 5, Mosfellsbæ, lést sunnudaginn 4. júlí. Þorsteinn Gíslason frá Nýjabæ, Vestur- Skaftafellssýslu, lést mánudaginnn 5. júlí. Þuríður Jónsdóttir (Hulla), Meistaravöll- um 7, lést sunnudaginn 4. júlí. Örn Ingolfsson leðursmiður, Skóla- vöruðustíg 17A, Reykjavík, lést sunnu- daginn 4. júlí. 1099 Fyrstu krossfararnir umkringja Jerúsalem. 1497 Portúgalski landkönnuðurinn Vasco da Gama heldur í för til að finna sjóleiðina til Indlands. 1709 Her Péturs mikla sigrar her Karls XII við Poltava í Úkraínu. 1755 Bretar enda diplómatísk samskipti við Frakka vegna deilna í Vestur- heimi. 1815 Lúðvík XVIII snýr aftur til Parísar eftir ósigur Napóleóns. 1889 Fyrsta tölublað The Wall Street Jo- urnal kemur út. 1960 Sovétríkin kæra Gary Powers fyrir njósnir. Hann var í U-2 njósna- flugvél sem skotin var niður. 1963 Allar eigur Kúbana í Bandaríkjun- um eru frystar. 1986 Kurt Waldheim verður forseti Aust- urríkis, þrátt fyrir deilur um meint tengsl hans við stríðsglæpi nas- ista. 1994 Leiðtogi Norður Kóreu, Kim Il Sung deyr, 82 ára. 1997 NATO tilkynnir Póllandi, Ungverja- landi og Tékklandi að þeim sé boðið að ganga í bandalagið árið 1999. „Á afmælisdaginn ætla ég að taka því rólega um morguninn, svo fer ég á æfingu seinnipart- inn,“ segir Hallveig Rúnars- dóttir, nýútskrifuð söngkona sem er nú að æfa með sumar- óperunni auk þess sem hún kennir tónfræði og stefnir á að færa sig yfir í söngkennslu fljót- lega. „Ætli maðurinn minn bjóði mér og dótturinni ekki út að borða um kvöldið.“ Afmælisfagnaðinum lýkur ekki á afmælisdaginn, því stefn- an er tekin á mikla veislu á laug- ardaginn. „Hún virðist ætla að enda með 50 til 60 manns, eins og oft gerist og verður fyrsta sumaróperupartíið inni í þessu. Blóm og kransar eru vinsamleg- ast afþakkaðir. En þeir sem vilja minnast æsku minnar mega leggja inn á píanóreikninginn minn sem ég hef nýstofnað. Það er ótækt fyrir söngkonu eins og mig að eiga ekki hljóðfæri.“ Verk sumaróperunnar að þessu sinni er Happy End eftir Kurt Weill og Bertholt Brecht undir leikstjórn Kolbrúnar Hall- dórsdóttur. Æfingar hófust í byrjun júlí og stefnt er að frum- sýningu 7. ágúst. Þau eru fjórtán sem fara með hlutverk í söng- leiknum, auk hljómsveitar, og segir Hallveig að þetta sé sterk- ur hópur sem stendur að sýning- unni. „Þetta er gífurlega skemmtileg saga sem gerist í Chicago á bannárunum um árekstur mafíunnar og hjálp- ræðishersins. Þetta er sama sag- an og í Gæjum og píum sem frumflutt var einhverjum miss- erum síðar og það veit enginn hvort þessar tvær sögur tengj- ast eitthvað.“ Áður hefur sumar- óperan verið í barokkóperum, en Hallveig segir þau núna vera komin í allt annað. „Ég syng Jane sem er saklaus sveitastúlka í hjálpræðishern- um, en við eigum eftir að sjá hvernig verður spilað úr hlut- verkinu og kannski er hún ekki alveg eins saklaus og hún lætur.“ Þó svo Happy End sé næsta verk á dagskrá hjá Hallveigu, eru þetta ekki einu æfingarnar sem hún sækir, því hún er í kór Sweeny Todd óperunnar sem frumsýnd verður í haust. ■ AFMÆLI HALLVEIG RÚNARSDÓTTIR ER 30 ÁRA ■ heldur stóra veislu á laugardaginn. TÍMAMÓT NÝR DEILDARFORSETI VIÐ HR ■ Rannsóknaráhuginn hefur sveigst á þessa braut. 8. JÚLÍ 1918 ERNEST HEMINGWAY ■ slasast í fyrri heimsstyrjöldinni. HALLVEIG RÚNARSDÓTTIR Tekur þátt í Happy End sem er sumaróperan í ár. Æfingar eru nýhafnar, en stefnt er að frumsýningu 7. ágúst. Ástkær móðir mín, tengdamóðir og amma INGIBJÖRG LILJA BJÖRNSDÓTTIR Norðurbrún 1, Reykjvík. lést á Landsspítalanum Fossvogi þann 22. júní Hún var jarðsungin í kyrrþey að eigin ósk. Innilegar þakkir fyrir auðsýnda samúð og hlýhug Guðbjörg Richter Guðmundur Magnússon Guðný Guðmundsdóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Brynjólfur Guðmundsson. 13.30 Björn Zophanias Ketilsson, skip- stjóri og útgerðarmaður, Vesterled 8, Hirtshals, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 15.00 Sigurður H. Ingvarsson símaverk- stjóri, áður til heimilis að Strand- götu 81, Hafnarfirði, verður jarð- sunginn frá Hafnarfjarðarkirkju. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.