Fréttablaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 32
24 8. júlí 2004 FIMMTUDAGUR Valskonur áttu ás upp í erminni gegn ÍBV: Guðbjörg vel á verði í Valsmarkinu FÓTBOLTI „Það er erfitt að vera svona góður markvörður og vera ekki í landsliðinu,“ sagði Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Valsliðsins eftir 3-1 sigur Vals á ÍBV í Lands- bankadeild kvenna á dögunum. Guðbjörg Gunnarsdóttir, 19 ára markvörður Vals, var ásinn upp í ermi toppliðs Vals í Landsbanka- deild kvenna í einum af úrslita- leikjum mótsins gegn ÍBV. Guðbjörg hafði „aðeins“ fengið á sig 15 skot í fyrstu sex deildar- leikjum liðsins en var búin að fá á sig fjögur úr algjörum dauðafær- um á fyrstu 14 mínútum leiksins. Í hálfleik hafði Guðbjörg varið sjö skot og haldið marki sínu hreinu á meðan að Valsliðið náði að skora eitt mark og gerbreyta stöðu sinni í leiknum. Seinni hálfleikurinn var síðan allt annar og betri en ef Guð- björg hefði ekki verið vel vakandi í upphafi leiks hefðu þessi þrjú stig ekki komið í hús á Hlíðarenda. „Ég er búin að vera með rosa- lega góða vörn fyrir framan mig en þó að það sé lítið að gera þá skiptir miklu máli að stjórna vörn- inni fyrir framan mig. Þegar þær spila öruggt þá spila ég öruggt og þegar ég er örugg þá finnst mér vörnin vera örugg. Ég er síðan til- búin ef vörnin klikkar eitthvað,“ sagði Guðbjörg eftir leikinn. Guðbjörg er á sínu öðru ári á Hlíðarenda en hún kemur upphaf- lega úr FH. ■ Íslenska landsliðið í frjálsu falli niður FIFA-listann Íslenska A-landsliðið hefur fallið niður um 19 sæti á aðeins tveimur mánuðum á styrkleika- lista Alþjóða knattspyrnusambandsins. FÓTBOLTI Hvað eiga Zimbabwe, Venesúela, Hondúras, Óman, Fíla- beinsströndin og Kóngó sameigin- legt? Jú. þetta eru nokkrar af minna þekktum knattspyrnuþjóð- um heims sem allar eru þó fyrir ofan Ísland á styrkleikalista Al- þjóða knattspyrnusambandsins. Íslenska A-landsliðið hefur nú leikið sjö leiki í röð án þess að vinna sigur og nú er svo komið að við höfum fallið niður um 27 sæti á listanum frá því í september í fyrra. Í kjölfarið á fjórum æfinga- leikjum á þessu ári, þremur töp- um og einu markalausu jafntefli, hefur íslenska liðið hrapað niður um 19. sæti á síðustu tveimur mánuðum. Nýjasti listinn var birt- ur í gær og þá kom í ljós að stríðs- hrjáð þjóð eins og Írak er 32 sæt- um fyrir ofan okkur þótt erfitt sé að ímynda sér miklar knatt- spyrnuæfingar í því ótrygga ástandi sem Írakar búa við þessa dagana. Það þarf að fara rúm sex ár aft- ur í tímann til að finna íslenska landsliðð jafnlágt á listanum og nú en vorið 1998 vorum við í 76. sæti á listanum fyrir apríl. Guðjón Þórðarson var þá nýtekinn við og íslenska liðið hafði tapað fimm af fyrstu níu leikjunum undir hans stjórn. Frá því að þessi listi kom út lék íslenska liðið ellefu leiki í röð án þess að tapa og komst hæst upp í 42. sætið í ársbyrjun 2000. Þegar þeir Ásgeir Sigurvinsson og Logi Ólafsson tóku við íslenska liðinu fyrir rúmu ári var liðið komið niður í 70. sæti og hafði þá fallið um tíu sæti á þremur mán- uðum. Íslenska landsliðið vann fyrstu þrjá leiki sína undir stjórn þeirra félaga og komst hæst upp í 48. sæti í september eftir marka- lausa jafnteflið við Þjóðverja á Laugardalsvellinum. Síðan þá hef- ur íslenska landsliðið leikið sex leiki í röð án þess að vinna og mörkin í þessum leikjum eru að- eins fjögur. Síðasta áfallið var 1-6 tap fyrir Englendingum í byrjun júní. Næsta verkefni liðsins er æf- ingaleikur gegn Ítölum (9. sæti á FIFA-listanum) í ágúst og svo und- ankeppni HM þar sem við spilum við Búlgara (41.sæti), Ungverja (78. sæti), Möltubúa (132. sæti), og Svía (19.sæti). Fari illa í þessum leikjum er hætt við því að við bæt- um metið frá því í ágúst 1997 er við sátum í 88. sæti listans. ■ LEIKIR  19.15 Víkingur og Grindavík mætast á Víkingsvelli í Landsbankadeild karla í fótbolta.  19.15 Keflavík og Fram mætast á Keflavíkurvelli í Landsbankadeild karla í fótbolta. SJÓNVARP  10.00 Suður Ameríku-bikarinn á Sýn. Útsending frá leik Argentínu og Ekvador sem fór fram í nótt.  17.00 Suður Ameríku-bikarinn á Sýn. Útsending frá leik Mexíkó og Úrúgvæ sem fór fram í gærkvöld.  19.25 Inside the US PGA Tour 2004 á Sýn. Vikulegur þáttur þar sem fjallað er um bandarísku PGA-mótaröðina í golfi.  19.50 Shell-mótið í Eyjum á Sýn. Þáttur um Shell-mót 6. flokks karla í fótbolta í Vestmannaeyjum.  20.20 European PGA Tour 2003 á Sýn. Þáttur um Opna Smurfit- mótið á evrópsku mótaröðinni.  22.00 Íslensku mörkin á Sýn. Öll mörk 9. umferðar Landsbanka- deildar karla í fótbolta sýnd.  22.20 Landsmót UMFÍ á RÚV. Samantekt frá fyrsta degi UMFÍ sem fram fer á Sauðárkróki.  22.20 Suður Ameríku-bikarinn á Sýn. Bein útsending frá leik Kosta Ríka og Paragvæ í Suður Ameríkubikarnum í fótbolta.  00.35 Suður Ameríku-bikarinn á Sýn. Bein útsending frá leik Brasilíu og Chile í Suður Ameríkubikarnum í fótbolta. ARMSTRONG Í ÞEIRRI GULU Bandaríski hjólreiðakappinn Lance Arm- strong, sem hefur unnið Frakklandskeppn- ina fimm ár í röð, er kominn í gulu treyj- una, sem forystusauður keppninnar á hverj- um tíma klæðist, eftir aðeins 4 dagleiðir. HJÓLREIÐAR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 5 6 7 8 9 10 11 Föstudagur MARS                       ÍSLAND Á FIFA-LISTANUM: Júlí 2004 75. sæti Júní 2004 65. sæti Maí 2004 56. sæti Apríl 2004 60. sæti Mars 2004 58. sæti Febrúar 2004 59. sæti Janúar 2004 56. sæti Desember 2003 58. sæti Nóvember 2003 60. sæti Október 2003 55. sæti September 2003 48. sæti SKOT Á GUÐBJÖRGU Í SUMAR: KR (heima) 5 varin : 0 mörk á sig Stjarnan (úti) 1 varið: 1 mark á sig FH (úti) 0 skot á sig Þór/KA/KS (heima) 3 varið: 0 mörk á sig Fjölnir (úti) 0 skot á sig Breiðablik (úti) 4 varin: 1 mark á sig ÍBV (heima) 10 varin: 1 mark á sig Samtals: 23 skot varin: 3 mörk á sig NIÐUR UM 19 SÆTI Á 60 DÖGUM Íslenska karlalandsliðið er nú í 75. sæti styrkleikalista Alþjóða knattspyrnusambandsins. VEL Á VERÐI Í VALSMARKINU Guðbjörg Gunnarsdóttir ver hér eitt af tíu skotum frá Eyjaliðinu í toppslag liðanna í Landsbankadeild kvenna í vikunni.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.