Fréttablaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 36
Það er frekar undarleg upplifun að sökkva ofan í leðursófasett baksviðs á leðjusvæðinu á Hró- arskelduhátíðinni. Hún verður svo öllu undarlegri þegar viðmæl- endur þínir þrír eru allir klæddir í nákvæmlega eins búninga. Hvíta sportjakka, svartar skyrtur undir með hvítar slaufur. Allir eru þeir í svörtum buxum í hvítum lakk- skóm. Þetta er sænska rokksveit- in The Hives sem lék svo á stóra sviði Hróarskelduhátíðarinnar nokkrum klukkustundum síðar. Það gerði upplifunina svo bara enn undarlegri að sjá að augna- brýr söngvarans Howlin’ Pelle Almqvist voru málaðar þykkar og svartar. Miðað við hvernig maður- inn er á sviði, gerði það að sitja við hlið hans í rólegheitum enn undarlegra. Rólegur og áhuga- samur piltur sem gæddi sér á hlaupi úr skál af borðinu fyrir framan sig á meðan hann spjall- aði. Hinir tveir voru gítarleikar- inn Nicholaus Arson og nafnlaus liðsmaður sem sagði ekki orð all- an tímann. Kannski var þetta bara gína, svo að hinum tveimur myndi ekki leiðast um of í viðtalinu? Teymi sérþjálfaðra hermanna The Hives voru að gefa út nýja plötu sem heitir því skemmtilega nafni Tyrannosaurus Hives og þeir eru greinilega spenntir að fá við- brögð. Þegar gítarleikarinn spyr mig hvað mér finnist um hana, þrýsta hinir hausum sínum í átt til mín til þess að heyra nákvæmlega það sem ég hef að segja. „Hún er þurrari og meiri keyrsla,“ segir Nicholaus svo eft- ir að ég segi honum að ég eigi eft- ir að heyra hana. „Okkur langaði bara að gera eitthvað nýtt,“ segir Pelle og bendir á að allir semji tónlistina saman. „Við erum að reyna fanga sömu tilfinningu á nýjan hátt. Áður fyrr reyndum við að láta allt hljóma eins og kröftug messa. Nú er allt mjög hreint og pússað.“ „Við vorum nú samt svolítið hreinir og pússaðir fyrir,“ bætir Nicholaus við og brosir. Svipað eins og fötin ykkar bara? “Já, þetta er fatnaður fyrir tómstundir, við klæðumst þessu bara áður en við spilum,“ útskýrir Pelle. „Við gerðum þetta aldrei öðruvísi. Við getum ekki spilað án fatanna, og viljum það ekki.“ „Að klæðast venjulegum fötum væri ósanngjarnt,“ segir Nicholaus. „Okkur liði örugglega eins og við værum allsberir, því við myndum skammast okkar svo mikið,“ segir Pelle Er þetta svipuð tilfinning og fyrir fótboltamenn, að þurfa að vera í einkennisbúningum? “Hmm, já eða kannski bara eins og gengi. Eins og teymi sérþjálfaðra hermanna í stríði,“ segir Pelle. The Hives voru búnir að vera á tónleikaferðalagi í nokkrar vikur áður en þeir komu fram á aðal- sviði Hróarskelduhátíðarinnar. Fljótlega liggur leið þeirra aftur til Bandaríkjanna, þar sem þeir hafa síðustu tvö ár tekið við titlin- um af The Cardigans sem hin vin- sæla sveit Svía. Plata þeirra síð- asta Veni Vidi Vicious kom þar út á hárréttum tíma, þegar ruslrokk- ið var að ryðja sér til rúms. Hrár hljómur The Hives smellpassaði eins og flís við rass og sveitin vakti mikla lukku, bæði í sjón- varpi og útvarpi. Af hverju eru þið svona stórir í Bandaríkjunum? “Vonandi vegna þess að við erum góðir,“ svarar Pelle án þess að hika. „Ég veit það ekki. Það er alltaf svo margt sem spilar inn í. Þetta var líka bara heppni með tíma- setningu,“ segir Nicholaus hóg- vær sem mótvægi við félaga sinn. „Við urðum vinsælir í gegnum MTV í Englandi, svo mikið er víst.“ „Við erum mjög góðir fyrir sjónvarpið,“ segir Pelle, aftur viss á sínu. Óspennandi grunge og teknó The Hives var stofnuð í smá- bænum Fagersta í Sviðþjóð árið 1993. Sveitin hafði starfað í átta ár áður en hún sló í gegn. Vin- sældir þeirra uxu óvænt hratt, bæði í heimalandi sem utan þess. Þeir pössuðu sig alltaf á því að vera líflegir í viðtölum og bjuggu til goðsögn um hvernig sveitin hefði orðið til. Þar sem allir áttu að hafa fengið bréf frá dularfull- um manni sem bað þá um að mæta á tiltekinn stað á tilteknum tíma. Sjálfur mætti maðurinn ekki, en þegar þeir voru allir saman komn- ir í sama herbergi varð hljóm- sveitin til. Sjálfir segjast þeir ekki vera undir miklum áhrifum frá öðrum sænskum sveitum. „Það eru samt nokkrar sænsk- ar pönksveitir sem við erum und- ir áhrifum frá,“ segir Pelle. „En aðallega sveitir frá öðrum lönd- um. Ekkert frá tíunda áratugnum. Ég held að ekkert þar hafi hreyft við okkur. Þegar við stofnuðum sveitina 1993 vorum við að reyna að vera í uppreisn gegn því sem var á seyði á þeim tíma.“ Af hverju funduð þið fyrir þörf til þess að fara í uppreisn? “Það var svo mikið um óspenn- andi tónlist á þessum tíma. Sér- staklega grunge-senan og euro- teknóið,“ segir Pelle. Kom ekki mikið af þessari euro-teknó tónlist einmitt frá Svið- þjóð? “Jú, fullt af henni. Það var nú samt ekki okkur að kenna. Þú þarft ekki að refsa okkur fyrir það,“ segir Pelle og brosir. Þegar ég er svo búinn að slökk- va á segulbandstækinu verður Pelle mjög áhugasamur um Ísland. Hann segir þá félaga hafa skemmt sér vel þar en rifjar upp leiðinlega reynslu sem hann og hljómsveit hans lentu í á hótelinu þar sem þeir gistu. Öll hljómsveitin og fylgdar- lið, alls níu manns, tróð sér í lyftu fyrir sjö manns. Lyftan gaf sig og allur hópurinn féll niður tvær hæð- ir. „Þetta var mjög sársaukafullt,“ segir hann. „Og við fengum ekki einu sinni afsökunarbeiðni.“ Eftir að sveitinni var bjargað úr prísund sinni var þeim sagt að það hefði verið vitleysisgangur að ofhlaða lyftuna svona. Þeir hafa víst passað upp á þetta hér eftir. Kannski var það lán í óláni að hót- elherbergi þeirra var aðeins á annarri hæð? biggi@frettabladid.is I’m stuck in ways of sadistic joy and my talent only goes as far as to annoy. I’m on my way. This is my main offender. - The Hives í laginu Main Offender. 28 8. júlí 2004 FIMMTUDAGUR Í SPILARANUM HJÁ RITSTJÓRNINNI !!!: Louden Up Now, The Fiery Furnaces: Gallowsbird’s Bark, Im Being Good: 8 of us are Dead, Miami Vice 2: New Music from the Television Series, Eva Cassidy: Songbird, The Cure: The Cure, The Cure: Galore, Nick Cave: The Good Son og Yo la Tengo: Summer Sun. ÁST Ragnheiður Gröndal EINHVERS STAÐAR.... Nylon FALLEGUR DAGUR Bubbi og Bang Gang I THINK OF ANGELS KK SIGURLAGIÐ Sverrir Stormsker og Sigurmolarnir VÍSUR VATNSENDA-RÓSU Ragnheiður Gröndal HEY YA (RADIO MIX) Outkast MÉR ER SAMA Tinna Marína Jónsdóttir LÖG UNGA FÓLSINS Nylon STRANGE KIND OF WOMAN Deep Purple SUNNUDAGSMORGUNN Jón Ólafsson ÞÚ BÍÐUR EFTIR MÉR Ragnheiður Gröndal LAST CHANCE Jet HVAÐ VITA ÞEIR Björgvin Halldórsson og Jónsi FRELSIÐ Í HÆTTU, EINU SINNI ENN Bubbi Morthens SARA Fleetwood Mac GLEÐITÍMAR Kalli Bjarni SÖNGUR DÝRANNA Í TÝRÓL Stuðmenn MISS YOU Rolling Stones FYRRUM ÉG, FYRRUM ÞÚ Védís Hervör Árnadóttir 1 2 3 4 5 6 7 8 9 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 [ TOPP 20 ] MEST SÓTTU LÖGIN Á TÓNLIST.IS - VIKA 27 Í uppreisn gegn tíunda áratugnum THE HIVES Ný plata, nýir búningar, nýr hljómur. www.gitarskoli.com

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.