Fréttablaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 38
8. júlí 2004 FIMMTUDAGUR „Mér datt í hug að þurrka út þessa klassísku mynd af sköpun- inni. Ég er ekki að leika mér með leikreglur þessa listmenntaða heims um niðurröðun og hólfun í alþýðu- eða hálist, dægurlist eða klassík heldur hendi ég því öllu út um gluggann og vil fá inn í safnið allt það fólk sem er að sýsla við listsköpun,“ segir Birna Krist- jánsdóttir, forstöðumaður Lista- safns Árnesinga. Birna hefur hleypt af stokkun- um verkefninu „Sýsla“ en það er opið fólki á öllum aldri, úr öllum greinum og af öllu landinu. Lista- safnið kallar eftir verkum frá skapandi einstaklingum og er eina skilyrðið fyrir þátttökunni há- marksstærð verkanna. Þau mega ekki fara yfir hálfan metra, hvor- ki á hæðina, dýptina eða breidd- ina. „Ástæðan fyrir stærðar- takmörkunum er að mig langar til að koma sem flestum verkum fyrir á safninu. Fólk verður því að setja sköpun sinni ákveðin stærð- artakmörk.“ Birna segir markmiðið að end- urspegla samtímann og spurning- in er nú hvort sýningin bjóði ekki upp á nýjan menningarlestur ís- lensks samfélags á þessari öld. „Samtímalist segir frá því sem er að gerast í dag en það er óttablandin ánægja fyrir þá sem ekki eru í greininni. Það geta all- ir sent inn verk og ég vona að þátttaka verði sem mest. Mér finnst allir hlutir forvitnilegir og þeir mega vera að marvíslegum toga úr öllum gerðum af efnum. Það verður engu kastað út vegna þess að verkin hafi ekki langt endingargildi eða vegna þess að þau eru ekki úr rétta efninu,“ segir Birna. „Mig langar í góða þátttöku og að fólk verði ekki feimið að taka þátt þrátt fyrir að það sé ekki sér- fræðingar á sínu sviði. Safnið vill einmitt fá alls konar verk eftir alls konar fólk. Ég vona síðan að fólk verði glatt að sjá alla fjöl- breytnina,“ segir Birna og bætir því við að fróðlegt verði að sjá hvernig hópurinn verði saman settur. Safnið er til húsa í Austurmörk 21 í Hveragerði og þangað getur fólk sent listaverkin. ■ Kalla eftir listaverkum LISTVERKEFNIÐ SÝSLA LISTASAFN ÁRNESINGA ■ kallar eftir listsköpun landsmanna. Safnið hvetur fólk á öllum aldri, úr öllum greinum og af öllu landinu til að svara kallinu og senda listaverk á sýninguna. Yfir 8000 miðar seldir Lau. 10 júli kl. 16.30 upps. Lau. 10 júli kl. 19.30 upps. fim. 15 júli kl. 19.30 Fös. 16 júli kl. 19.30 fim. 22 júli kl. 19.30 ÓSÓTTAR PANTANIR SELDAR DAGLEGA BIRNA KRISTJÁNSDÓTTIR Hún ætlar út fyrir klassísku myndina af listsköpuninni og sýna verk eftir fólkið í landinu í Listasafni Árnesinga. Ástarbrall á Þingvöllum Hin vikulega fimmtudagsganga verður gengin á Þingvöllum í kvöld. Í þetta skiptið undir leiðsögn Jóns Karls Helgasonar bókmenntafræð- ings en hann mun fjalla um ástina á þingstaðnum helga í bókmenntum. Fyrirlesturinn ber heitið „Ástar- brall á Þingvöllum: Vitjað um sviðs- myndir úr bókmenntasögunni“ far- ið verður vítt og breytt í bók- menntasögunni í honum. Gengið verður frá Hakinu niður Almanna- gjá en þar áttu Jón Hreggviðsson og Snæfríður Íslandssól einmitt af- drifaríkan fund í Íslandsklukku Halldórs Laxness. Fundurinn tengdist óvenjulega ástarbréfi Snæfríðar til Arnas Arnæus. Úr Al- mannagjá verður gengið í Mosfell- ingabúð en þar felldu Gunnar á Hlíðarenda og Hallgerður langbrók hugi saman í Njálu. Einnig verður vikið að einum af mörgum fundum Steins Elliða og Diljá í Vefaranum mikla frá Kasmír við Ylfingabúð og að ótal frásögnum samtímabók- menntanna af fundum elskenda á þingstaðnum við hraunjaðarinn austan við Þingvallakirkju. Jón Karl mun velta fyrir sér hlutverki Þingvalla í ótal bókmenntaverkum og hvernig miðlun listamanna á þessum merka stað getur haft áhrif á skynjun al- mennings á honum. Gangan hefst klukkan 20 eins og áður segir við Hakið og lýkur henni um kl. 22 við Þingvallakirkju með bænastund undir stjórn Þingvalla- prests. ■ GÖNGUFERÐ HIN VIKULEGA ■ fimmtudagsganga á Þingvöllum verð- ur tileinkuð ástarbralli á þingstaðnum helga í bókmenntum. Leiðsögn verður í höndum Jóns Karls Helgasonar. ÞINGVELLIR Lagt verður af stað í göngu um Þingvelli í kvöld undir leiðsögn Jóns Karls Helgasonar bókmenntafræðings.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.