Fréttablaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 40

Fréttablaðið - 08.07.2004, Blaðsíða 40
8. júlí 2004 FIMMTUDAGUR ■ fólk KIMONO Hljómsveitin Kimono heldur tónleika í Klink og Bank í kvöld. Hljómsveitin er ein af betri tón- leikasveitum Íslands í dag en hún gaf út sína fyrstu plötu, Mineur-Aggressif, fyrir um ári síðan. Yngsti Duglasinn deyr Eric Douglas, yngsti sonur leikar- ans Kirk Douglas og hálfbróðir stórstjörnunnar Michael Douglas, er látinn 46 ára að aldri. Hann hafði árum saman glímt við áfengis- og eiturlyfjafíkn sem hann rakti meðal annars til álagsins sem fylgdi því að standa í skugganum af frægum föð- ur og enn frægari bróður. „Pressan sem fylgir því að vera yngsti sonurinn í jafn frægri fjöl- skyldu lagðist stundum þungt á mig,“ sagði Eric í við viðtali við Daily News fyrir nokkrum árum. „Mér fannst ég alltaf þurfa að bera mig saman við þá [Kirk og Mich- ael]“. Vinnukona Erics kom að honum látnum í íbúð hans í New York og að sögn lögreglu bendir ekkert til þess að aðrir hafi átt þátt í dauða Erics en niðurstöður krufningar liggja ekki fyrir. Eric reyndi að vinna fyrir sér sem uppistandsgrínari og leikari og kom fram í nokkrum fjölda sjón- varpsþátta og lélegum bíómyndum á borð við Delta Force 3. Ættingjar Erics hafa ekki viljað tjá sig um fráfall hans en talsmaður fjölskyldunnar sendi fjölmiðlum stutta yfirlýsingu þar sem fram kom að mikil sorg ríki í fjölskyld- unni vegna óvænts fráfalls Erics og talsmaður fjölskyldunnar fór þess á leit við fjölmiðla að þeir virði frið- helgi fjölskyldunnar á þessum erf- iðu tímum. ■ ERIC DOUGLAS Lenti oft í vandræðum vegna eiturlyfjafíknar sinnar. Hér er hann fluttur með látum í varð- hald í maí árið 1996 þegar lögreglumenn handtóku hann á heimili hans í New York vegna fíkniefnabrota.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.