Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 1
● úr fallsæti í fyrsta sinn í sumar Landsbankadeild karla: ▲ SÍÐA 23 Þriðji sigur Víkinga í röð ● gerir stuttmynd eftir sjálfan sig Jón Gnarr: ▲ SÍÐA 30 Burðast með annað fólk á bakinu MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI sími 550 5000 FÖSTUDAGUR OPINBER HEIMSÓKN Varaforseti kínverska þingsins, Wang Zhaoguo, kem- ur í opinbera heimsókn til landsins í dag. Hann verður hér í boði Halldórs Blöndal, forseta Alþingis, þar til á mánudag. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG SÓL OG HITI FYRIR NORÐAN OG AUSTAN Yfirleitt bjart og þurrt á landinu og talsvert hlýtt á Norður- og Austurlandi í dag. Sjá síðu 6. 9. júlí 2004 – 184. tölublað – 4. árgangur STEFNULEYSI Í MENNTAMÁLUM Ríkisendurskoðun gagnrýnir stefnuleysi yf- irvalda í málefnum háskóla hérlendis. Mælt er með að mörkuð verði stefna til framtíðar. Sjá síðu 6 DEILT UM SJÓMANNAAFSLÁTT Kjaraviðræður háseta Hafrannsóknastofnun- arinnar eru í hnút. Verkfall framundan verði sjómannaafsláttur ekki tryggður. Sjá síðu 2 ÞÖRF Á VIÐRÆÐUM VIÐ ÞING- NEFND Bandarískur sérfræðingur í varn- armálum segir að Íslendingar þurfi að hafa frumkvæði að viðræðum við lykilmenn í þinginu til að tryggja framtíð varnarsamn- ingsins. Sjá síðu 4 FYRRVERANDI SKÓLASTJÓRI FYRIR DÓM Tekið var fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær opinbert mál á hendur Jóni Árna Rúnarssyni, fyrrum skólastjóra Rafiðnaðarskólans í Reykjavík og tengdra skóla. Sjá síðu 10 nr. 27 2004 g•á~tÇ • ^ÉÄtÑÉÜà|Çâ dagskráin 9. júlí - 16. júlí Jón Hjalti Sigurðsson: ▲ Fylgir Fréttablaðinu dag Missti sjónina sextán ára birta ● augnakonfekt í kolaportinu Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 Klara Ósk Elíasdóttir: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Best að sleppa sokkunum ● matur ● tíska ● heimili FJÖLMIÐLALÖG Innan ríkisstjórnar- innar er það ekki útilokað að nýja fjölmiðlafrumvarpið taki breyting- um í meðferð allsherjarnefndar. „Í þingnefndinni er ekkert úti- lokað að [...] gera breytingar á þeim texta sem lagður er fram í þessu frumvarpi,“ sagði Geir H. Haarde fjármálaráðherra í ræðu sinni um frumvarpið á Alþingi. Að sögn Bjarna Benediktssonar, formanns nefndarinnar, er ekki útilokað að breytingar verði gerð- ar á því ákvæði frumvarpsins er varðar rétt til að afturkalla út- varpsleyfi þegar lögin taka gildi árið 2007. „Ef þetta frumvarp verður óbreytt hvað þetta atriði varðar má segja að það sem við fjölluðum um í nefndaráliti okkar í vor eigi við meira eða minna óbreytt,“ seg- ir Bjarni. „Við tókum á því í nefndarálit- inu að sú staða kynni að koma upp að ríkið yrði bótaskylt. Deilurnar um þetta ákvæði þá stóðu að hluta til um það hvort rétt væri að veita útvarpsréttarnefnd heimild til þess að afturkalla útvarpsleyfi. Þetta nýja frumvarp er sambæri- legt frumvarpinu sem lá fyrir þinginu í vor hvað þetta atriði varðar. Niðurstaða þingsins í vor var að setja inn bráðabirgðaá- kvæði til að framlengja þau leyfi sem runnu út til 2006 fram að því tímamarki og að leyfa öðrum leyf- um að renna út,“ segir Bjarni. Spurður um hvort niðurstaða þingsins yrði ekki sú sama nú, seg- ir hann að það yrði „verulega mik- il tilslökun“ en það væri þó ekki útilokað. Stjórnarliðar sögðu við Frétta- blaðið í gær að þeir teldu að stjórn- arandstaðan væri ekki í sáttahug og því væri ekki útlit fyrir einhug um hvaða breytingar frumvarpið ætti að taka í nefnd. Stjórnarand- staðan myndi hafna hvaða breyt- ingartillögum sem lagðar yrðu fram því það væri hagur þeirra að ósátt væri um málið. sda@frettabladid.is sjá nánar á síðu 2 Útiloka ekki breyt- ingar á frumvarpi Innan ríkisstjórnarinnar er það ekki útilokað að fjölmiðlafrumvarpið muni taka breytingum í meðferð allsherjarnefndar. Fjármálaráðherra boðaði það í ræðu á Alþingi. Stjórnarþingmenn telja að stjórnarandstaðan muni hafna hvaða breytingartillögum sem er. FRÁ ÚTIFUNDINUM Fjöldi manns safnaðist saman við Austurvöll en þaðan lá leiðin að Stjórnarráðinu við Lækjargötu þar sem ályktun fundarins var afhent. Útifundur við Austurvöll: Fjölmenn mótmæli ÞJÓÐARATKVÆÐI Fjöldi manns mætti á útifund fyrir framan Alþingis- húsið við Austurvöll í gær og mót- mælti að fjölmiðlalögin skuli ekki fara undir þjóðaratkvæða- greiðslu. Það var Þjóðarhreyfing- in sem stóð að fundinum undir slagorðinu: „Við viljum kjósa!“ Ólafur Hannibalsson, talsmað- ur Þjóðarhreyfingarinnar, hefur ásamt öðrum fulltrúa hennar ver- ið kvaddur á fund allsherjar- nefndar Alþingis í dag. „Nefndin virðist fyrst og fremst vera að fara í einhverja lögfræðilega sauma á því hvað í fjölmiðlalögun- um geti staðist stjórnarskrá og hvað ekki,“ segir Ólafur. „Við erum ekki í þeirri umræðu heldur erum við að meta málið út frá lýð- ræðishefð á Íslandi og reynslu Ís- lendinga af kosningum. ■ MANNSHVARF Bíll konunnar sem saknað hefur verið síðan á sunnu- dagsmorgun og grunað er að hafi verið ráðinn bani, hefur verið fyrir utan íbúð fyrrverandi sam- býlismanns hennar í Stórholti síð- an á sunnudag. Talið er að þetta hafi meðal annars komið lögreglunni á sporið við rannsókn málsins. Á þriðju- daginn, degi eftir að ættingjar konunnar höfðu leitað til lögregl- unnar, var fyrrverandi sambýlis- maður hennar handtekinn og yfir- heyrður. Maðurinn, sem er 45 ára, var síðan í fyrradag úrskurðaður í tveggja vikna gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur. Í gær- kvöld hafði maðurinn ekki kært úrskurðinn. Í yfirheyrslum hefur maðurinn neitað að eiga nokkurn þátt í hvarfi konunnar. Rannsókn lögreglunnar á mál- inu er mjög umfangsmikil. Tæknideild hennar hefur verið við vinnu í íbúðinni í Stórholti og fyrir utan hana síðustu þrjá daga. Þar hefur verið leitað að lífssýn- um og annars konar sýnum sem verða rannsökuð. Þegar hefur fundist blóð í íbúðinni og í jeppa sem er í eigu mannsins. Enn hefur ekki verið lýst eftir konunni sem bendir til þess að eitthvað sak- næmt hafi átt sér stað. ■ Lögreglurannsókn vegna hvarfs konu í Reykjavík: Bíllinn kom lögreglu á sporið Veldu ódýrt bensínVIÐ ÍBÚÐINA Í STÓRHOLTI Blá Toyota Corolla, sem er í eigu konunnar sem saknað er, hefur verið fyrir utan íbúðina í Stórholti síðan konan hvarf.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.