Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 4
4 9. júlí 2004 FÖSTUDAGUR Ungur maður með langa fíkniefnasögu: Skilorð fyrir misheppnað bankarán DÓMSMÁL 23 ára gamall maður fékk í gær skilorðsbundinn fangelsis- dóm í Héraðsdómi Reykjavíkur upp á fimm mánuði fyrir tilraun til að ræna útibú Landsbankans við Gullinbrú í Reykjavík föstudaginn 5. desember. Refsing fellur niður að 3 árum liðnum haldi maðurinn almennt skilorð, en honum var jafnframt gert að greiða allan sak- arkostnað. Maðurinn ruddist inn í bankann með nælonsokk fyrir andliti og ógnaði gjaldkerum með stórum hnífi, en hafði ekki erindi sem erfiði og lagði á flótta tómhentur. Hann játaði sök bæði fyrir lögreglu og fyrir dómi. Í dóminum kemur fram að maðurinn hafi þrívegis áður gengist undir sáttir fyrir um- ferðarlagabrot og brot á fíkniefna- lögum. Þá var hann dæmdur til greiðslu sektar hinn 16. mars sl. fyrir fíkniefnabrot og skjalafals. Litið var til sakaferils mannsins við ákvörðun refsingar, auk þess að hann var samvinnuþýður við rann- sókn málsins og játaði brot sitt. Í málflutningi kom fram að þrátt fyrir ungan aldur hafi maðurinn lengi átt við fíkniefnavanda að stríða, en hefur að eigin sögn tekið sig verulega á og mun hafa gengist undir meðferð á Vogi og í Byrginu, þar sem hann dvelst næsta árið og stundar vinnu. ■ VARNARMÁL „Íslendingar þurfa að hafa frumkvæði að því að hefja viðræður við lykilmenn banda- ríska þingsins ef tryggja á fram- tíð varnarsamningsins,“ segir Van Hipp, sérfræðingur í varnarmál- um Bandaríkjanna og stjórnarfor- maður ráðgjafafyrirtækisins American Defense International. Að sögn Hipp fer nefnd á vegum bandaríska þingsins, sem nefnist The Armed Services Committee, með þetta mál og hefur úrslita- vald um ákvarðanir. „Fundur Dav- íðs Oddssonar við Bush var skref í rétta átt en mun ekki skila neinu einn og sér. Ís- lendingar verða að skilja að forsetinn getur ekki einn tekið ákvörðun um málefni er varða herinn, þar hefur þingið síðasta orð- ið,“ segir Hipp. Hipp bendir á að í kjölfar fund- arins við Davíð muni Bush hafa samband við nefndarmenn til að komast að því hver framtíðará- form þeirra eru varðandi varnar- samninginn. „Það væri sterkur leikur að Ís- lendingar settu sig í samband við þingmenn nefndarinnar sem eru hliðhollir málefnum Íslendinga. Það er ekki víst að nefndin myndi annars leitast við að uppfylla ósk- ir Íslendinga. Bush þarf að hafa stuðning nefndarinnar til að gera svo,“ segir Hipp. Hann segir að Íslendingar verði að taka virkan þátt í ferli málsins innan bandaríska þingsins. „Aðrar þjóðir, svo sem Norðmenn, Frakk- ar og Indverjar, hafa gert þetta í því skyni að vinna að hagsmunum sínum,“ segir Hipp. „Hið eina sem Íslendingar þurfa að gera er að biðja um stuðning,“ segir hann og bætir við að ekki sé víst að nefnd- in muni vera málefnum Íslendinga hliðholl ef Íslendingar hafi ekki einu sinni haft samband við hana. „Íslendingar þurfa að útskýra sjónarmið sín fyrir vilhollum nefndarmönnum sem munu síðan tala þeirra máli. Við höfum mik- inn áhuga á að veita löndum að- stoð sem hafa sýnt Bandaríkjun- um stuðning sinn,“ segir Hipp. Hann segir það í sjálfu sér ótrúlegt mál að herstöðin sé enn starfandi í Keflavík án þess að samningar séu þar til um. Hins vegar verði Íslendingar að bregð- ast fljótt við og láta þetta mál ekki bíða betri tíma. Hipp segist sjálfur hafa rætt við nefndarmenn og fengið það staðfest að Íslendingar hefðu ekki enn sett sig í samband við þá. sda@frettabladid.is GAMALL BÍLL BRANN Ökumað- ur slapp ómeiddur þegar kvikn- aði í bíl hans á Þverárfjallsvegi í gær. Að sögn lögreglunnar á Sauðárkróki var bíllinn kominn til ára sinna en ekki er vitað hvers vegna kviknaði í honum. Bíllinn er gjörónýtur. SLÖSUÐ KONA SÓTT Hjálpar- sveit skáta í Aðaldal sótti slasaða konu skammt frá Ei- lífsvatni skammt norðan Kröflu í gær. Konan var þar stödd ásamt gönguhópi þegar hún sneri sig á fæti og komst því ekki af sjálfsdáðum til byggða. Greiðslufrestur útrunninn: Óvissa um framtíð Yukos MOSKVA, AP Mikil óvissa ríkir um framtíð Yukos, stærsta olíufyrir- tækis Rússlands, en frestur til þess að greiða skattaskuldir frá ár- inu 2000 rann út í gær. Rússnesk yf- irvöld hafa fryst nokkra reikninga fyrirtækisins sem geta haft bein áhrif á starfsemi Yukos á olíumark- aðnum. Stjórnvöld hafa ekki sýnt nein við- brögð við tilboði Mikhail Khodor- kovsky, stærsta hluthafanum í Yu- kos, en hann bauð þeim að taka sinn hlut, alls um 44 prósent af hlutafé félagsins til að greiða skuldina. Mikil óvissa ríkir um framtíð fyrirtækisins en fimmt- ungur allrar olíuframleiðslu í Rússlandi kemur frá Yukos og um 105 þúsund manns starfa hjá því. ■ ■ BANDARÍKIN ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ,,Við höf- um mikinn áhuga á að veita lönd- um aðstoð sem hafa sýnt Banda- ríkjunum stuðning sinn. Ertu sátt/ur við lausn Reykjavík- urborgar á færslu Hringbrautar? Spurning dagsins í dag: Er stjórnarandstaðan búin að koma for- seta Íslands í klípu í fjölmiðlamálinu? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 36% 64% Nei Já KJÖRKASSINN Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun visir.is SMÁBÁTAR Á HÓLMAVÍK Fiskistofa hefur úthlutað þeim smábátum kvóta sem það vilja. Landssamband smábátaeigenda: Sátt um kvótann SJÁVARÚTVEGUR „Menn eru auðvitað missáttir við sitt en á heildina litið tel ég að flestir séu að fá það sem þeir bjuggust við,“ segir Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, en brátt rennur út sá frestur sem Fiskistofa veitti til að gera athugasemdir við úthlutanir hennar fyrir þá báta sem skipta út dagabátakerfinu í krókaaflamarkið. Mikill munur er á þeim heim- ildum sem hver bátur fær. Þannig fá tveir þeirra rúm 80 tonn úthlut- að meðan þeir lægstu fá einungis 12.6 tonna kvóta. Úthlutunin er byggð á veiðireynslu hvers báts síðustu tvö árin. Örn segir að verst sé þetta fyrir þá sem nýlega hafa keypt sér smá- báta og hugðu á veiðar samkvæmt dagakerfinu. „Það kemur í ljós hvernig menn bregðast við en ég get fullyrt að meirihluti smábátaeigenda er nokkuð sáttur við sinn hlut.“ ■ HERÆFING Á KEFLAVÍKURFLUGVELLI „Fundur Davíðs Oddssonar við Bush var skref í rétta átt en mun ekki skila neinu einn og sér. Íslendingar verða að skilja að forsetinn getur ekki einn tekið ákvörðun um málefni er varða herinn, þar hefur þingið síðasta orðið,“ segir Van Hipp. JERÚSALEM, AP „Forsætisráðherr- ann staðfesti við mig að stefna Ísraels yrði áfram sú að í sam- hengi við frið í Miðausturlöndum teldi Ísrael æskilegt að komið yrði á kjarnorkuvopnalausu svæði í Miðausturlöndum,“ sagði Mo- hamed ElBaradei, yfirmaður Al- þjóða kjarnorkumálastofnunar- innar eftir fund með Ariel Sharon, forsætisráðherra Ísraels. ElBaradei sagði að þó þetta væri ekki stefnubreyting hjá Ísra- elum þætti honum mikils vert að það væri forsætisráðherrann sem lýsti þessu yfir. Það veitti þessu aukna vigt. ElBaradei fór til Ísra- els til að ræða við stjórnvöld um kjarnorkuvopn í Miðausturlönd- um. Hann vildi meðal annars fá Ísraela til að ræða opinskátt um kjarnorkuvopnaeign sína. Talið er að þeir ráði yfir kjarnorkuvopn- um en þeir hafa aldrei fengist til að staðfesta það. Embættismenn sögðust í viðræðum við ElBaradei óttast að Íranar kynnu að koma sér upp kjarnorkuvopnum. ■ Mohamed ElBaradei ánægður eftir fund með Ariel Sharon: Kjarnorkuvopnalaus Miðausturlönd RÆTT SAMAN Í JERÚSALEM Sharon og ElBaradei ræddu saman um kjarnorkuvopn og stöðu mála í Miðausturlöndum. Þörf á viðræðum við þingnefnd Bandarískur sérfræðingur í varnarmálum segir að Íslendingar þurfi að hafa frumkvæði að viðræðum við lykilmenn í þinginu. Framtíð varnar- liðsins á Íslandi verði ekki tryggð án stuðnings tiltekinnar þingnefndar. HÖFUÐSTÖÐVAR YUKOS Stjórnvöld hafa ekki sýnt viðbrögð við tilboði Khodor- kovsky. ■ EVRÓPA ÞINGMAÐUR BER ÞINGMANN inn af leiðtogum kommúnista á mold- óvska þinginu gaf stjórnarand- stöðuþingmanni utan undir eftir að sá hafði sakað hann um spill- ingu. Stefan Secareanu kallaði Victor Stepaniuc þjóf og hlaut kjaftshögg að launum. SCHRÖDER GAGNRÝNDUR Áform Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, um að vera viðstaddur minningarathöfn um Varsjárupp- reisnina gegn hersveitum nasista í síðari heimsstyrjöld hefur valdið óánægju í Póllandi. Jaroslaw Kaczynski, formaður eins stjórnar- andstöðuflokkanna, gagnrýndi ákvörðunina og efaðist um rétt Þjóð- verja til að taka þátt í athöfninni. LANDSBANKINN VIÐ GULLINBRÚ Maðurinn ruddist inn í bankann með nælonsokk fyrir andliti og ógnaði gjaldker- um með hnífi. MYRTI FORELDRA SÍNA OG SYST- UR Fjórtán ára piltur hefur verið handtekinn, grunaður um að hafa myrt föður sinn, stjúpmóður og stjúpsystur. Lík fólksins fundust í grunnri gröf nærri heimili þeirra á búgarði í Nýju Mexíkó.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.