Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 10
10 9. júlí 2004 FÖSTUDAGUR NOKKUR MEIÐSL Í PAMPLONA Ofurhugar héldu í gær áfram að freista gæfunnar við að hlaupa á undan nautun- um í Pamplona á Spáni. Nokkrir slösuðust lítillega og tveir fengu höfuðáverka. Barnaverndarstofa: Breyttar reglur um styrkt fóstur FÉLAGSMÁL „Þarna er ekki um stórvægilegar breytingar að ræða heldur meira verið að upp- færa núgildandi reglur,“ segir Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, en embættið hefur sent félagsmálaráðuneyt- inu drög að nýrri reglugerð um fóstur. „Helsta breytingin felst í út- víkkun á hugtakinu styrkt fóstur sem var nýmæli í barnaverndar- lögum frá árinu 2002. Í þeim lög- um var opnað fyrir möguleikann á að börn sem glíma við sálræn eða geðræn vandkvæði verði unnt að setja í svokölluð styrkt fóstur og er þá um að ræða talsvert hærri greiðslur fyrir sem Barnavernd- arstofa hefur heimild til að greiða.“ Bragi segir þetta gert til að fjölga þeim úrræðum sem í boði eru. „Fram til þessa hefur kostn- aður fallið að mestu á sveitarfé- lögin en þar hafa menn kosið að vista börnin á meðferðarstofnun- um sem þýðir aftur að ríkinu ber þá að greiða allan kostnað. Þar sem slíkt er mögulega ekki alltaf í bestu þágu barnsins var ákveðið að opna þennan möguleika.“ ■ DÓMSMÁL Tekið var fyrir í Héraðs- dómi Reykjavíkur í gær opinbert mál á hendur Jóni Árna Rúnars- syni, fyrrum skólastjóra Rafiðn- aðarskólans í Reykjavík og tengdra skóla. Jóni er gefið að sök að hafa á árunum 1994 til 2001 dregið sér tæpar 29 milljónir króna af svonefndu eftirmenntun- argjaldi sem ganga átti til rekst- urs skólans frá vinnuveitendum í rafiðnaði. Þá er Jóni Árna einnig gefið að sök að hafa sem skóla- stjóri Viðskipta- og tölvuskólans í Faxafeni, svikið skólann um 450 þúsund krónur með því framvísa falsaðri kvittun fyrir móttöku á málverki eftir Kára Eiríksson. Hann er sagður hafa breytt upp- hæð hennar úr 150 þúsund krón- um í 450 þúsund krónur og „látið færa andvirðið sér til tekna í bók- haldi skólans, þrátt fyrir að ákærði hafi tekið við málverkinu fyrir hönd skólans hjá forsvars- mönnum Rammamiðstöðvarinnar sem greiðslu á skólagjöldum eins nemanda skólans,“ eins og segir í ákæru. Brotin eru talin varða við 155. og 248. grein almennra hegn- ingarlaga og er í ákæru krafist refsingar. „Ég lýsi mig saklausan af báð- um ákæruatriðum,“ sagði Jón Árni fyrir dómi í gær. „Málið snýst fyrst og fremst um launa- deilu milli mín og endurmenntun- ar rafeindavirkja.“ Hann sagði greiðslurnar til hans sem helst væri deilt um hafa verið inntar af hendi með ávísunum stíluðum á hann sjálfan. „Það er ólíklegt að nokkrum gæti dottið í hug að hægt væri að stunda fjárdrátt með þeim hætti,“ bætti hann við. Í einkamáli sem eftirmenntun- arnefnd rafeindavirkja höfðaði á hendur Jóni Árna í fyrra var hann dæmdur til að endurgreiða nefnd- inni um 32 milljónir króna sem hann hafði tekið út af reikningi hennar, en í sakamálinu á hendur honum er einungis ákært fyrir tæpar 28 milljónir þar sem hann gat gert grein fyrir ráðstöfun hluta peninganna í þágu Rafiðnað- arskólans. Einkamálinu var áfrýj- að til Hæstaréttar, þar sem það bíður nú þar til niðurstaða fæst í sakamálinu á hendur Jóni Árna. Guðmundur Gunnarsson, for- maður Rafiðnaðarsambandsins, segir að til sanns vegar megi færa að brugðist hafi ákveðið eftirlit hjá eftirmenntunarnefndinni. „Þeir treystu honum bara fylli- lega og sannarlega tókst honum að spila mjög ísmogið á kerfið með því að sækja til stelpnanna á innheimtudeildinni færslulista fyrir alla reikninga sem greitt var inn á, en halda svo eftir einum færslulistanum þegar hann fór með þá til endurskoðanda skóla- kerfisins,“ sagði Guðmundur í viðtali við blaðið, en hann var á meðal fjölmargra vitna sem leidd voru fyrir réttinn í gær. Málflutn- ingur heldur áfram í dag. olikr@frettabladid.is – hefur þú séð DV í dag? ÁTTA ÁRA DRENGUR SKILDI EFTIR SIG 30 MILLJÓNIR FORELDRARNIR DEILDU GRIMMT UM PENINGANA BRAGI GUÐBRANDSSON Úrræðum gagnvart börnum sem glíma við sálræn eða geðræn vandamál verður fjölgað með nýrri reglugerð sem liggur hjá félagsmálaráðuneytinu. HÉRAÐSDÓMUR REYKJAVÍKUR Fjöldi vitna kom fyrir Héraðsdóm Reykjavíkur í gær þegar málflutningur hófst í sakamáli sem rekið er á hendur fyrrverandi skólastjóra Rafiðnaðarskólans og tengdra skóla fyrir stórfelldan fjárdrátt sem sagður er hafa staðið yfir í átta ár. Tæpar 30 milljónir á átta árum Fyrrverandi skólastjóri Rafiðnaðarskólans er ákærður fyrir stórfelldan fjár- drátt á löngu tímabili. Eftirlit eftirmenntunarnefndar rafeindavirkja með störfum Jóns Árna og fjárhagsumsýslu hans virðist hafa brugðist með öllu. JÓN ÁRNI RÚNARSSON Jón Árni er sagður hafa verið með laun upp á um milljón krónur á mánuði hjá skólum Rafiðnaðarsambandsins auk ann- arra fríðinda, svo sem BMW bifreið sem hann hafði til afnota. FJÁRDRÁTTUR JÓNS ÁRNA SAMKVÆMT ÁKÆRU LÖG- REGLUNNAR Í REYKJAVÍK: 1994 2.825.959 kr. 1995 2.870.010 kr. 1996 3.013.833 kr. 1997 4.045.216 kr. 1998 4.146.203 kr. 1999 2.613.769 kr. 2000 5.296.783 kr. 2001 3.972.397 kr. Samtals 28.784.170 kr. Lögmenn málsaðila tókust á í dómssal í gær um hvort taka ætti inn í dóminn vinnugögn lögreglu sem verjandi Jóns Árna Rúnarssonar hafði fengið afhent fyrir mistök nýbyrjaðs ritara hjá lögreglunni í Reykjavík. Guðjón Magnússon, sem sækir málið, var mjög á móti því að gögnin yrðu tekin inn, en Reimar Pétursson, verjandi Jóns Árna, sagðist myndu láta á málið reyna fyrir Hæstarétti. Niður- staðan varð sú að Guðjón sagðist, til að tefja ekki framgöngu máls- ins, fallast á að gögnin yrðu tekin inn. ■ Deilt um vinnugögn lögreglu

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.