Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 16
Við dúklaust borð Gestir sem leið áttu um matsal Alþingis- hússins í byrjun vikunnar, þegar Davíð Oddsson var í Bandaríkjunum, veittu því athygli að eftirmaður hans í stól forsætis- ráðherra, Halldór Ásgrímsson, sat þar sall- arólegur og drakk kaffi með þekktum þingmönnum stjórnarandstöðunnar. Fór vel á með þeim. Borðið var ekki dúklagt. Telja sérfræðingar að þetta sé fyrirboði um breyttan stíl stjórnar- liða þegar hinn ör- lagaríki 15. septem- ber er liðinn hjá. Þá verði jafnvel ekkert dúk- að borð í matsaln- um. Tapast stoðtækin? Ein hliðin á hinni svokölluðu útrás ís- lenskra fyrirtækja, sem sjaldan er talað um, er að þau verða áhugaverður fjárfest- ingarkostur fyrir útlendinga. Í Viðskipta- blaðinu á miðvikudaginn er fjallað um stoðtækjafyrirtækið Össur í þessu sam- bandi. Nefnt er að erlendir fjárfestar séu orðnir stærstu hluthafar fyrirtækisins. „Ef fer sem horfir gætu erlendir aðilar myn- dað meirihluta í félaginu innan tíðar,“ segir Viðskiptablaðið. Hætt er við að þá skili litlir peningar sér heim til Íslands. Kurteisi á fundum Fréttablaðið skýrir frá því í gær að skrif- stofustjóri Reykjavíkurborgar hafi sent borgarfulltrúum minnisblað þar sem hann áréttar að þeir megi ekki vitna op- inberlega í ummæli sem fallið hafa á fundum borgarráðs og nefnda borgar- innar - ef viðkomandi ummæli hafa ekki verið færð í fundargerð. Þetta virðist svo sem sjálfsögð kurteisisregla þegar um lokaða fundi er að ræða. En tímasetning minnisblaðsins vekur spurningar. Ekki er langt síðan fjölmiðlar greindu frá því að hörð orðaskipti hafi orðið á milli Alfreðs Þorsteinssonar for- manns borgarráðs og Ólafs F.Magnússonar borgarfulltrúa á fundi í borgarráði. Hafi Alfreð kveðið mjög fast að orði og talað niður til Ólafs. Vonandi á ekki að hafa kurteisisreglur að yfir- varpi til að geta verið ókurteis. Tilraun Björns Bjarnasonar með að kanna hvort þjóðin tæki efti því hvort hann breytti „brellu- pistli“ á heimasíðu sinni hefur óneitanlega vakið nokkra athygli. Björn segir þessa tilraun ekkert tengjast því að sú leið í fjölmiðlamálinu sem hann kallaði í háði „brellu“ í pistlinum reyndist síðan verða sú leið sem ríkisstjórnin, og þar með hann sjálf- ur kaus að fara. Þvert á móti var Björn, að eigin sögn, aðeins að kanna hvort almenningur væri að fylgjast með síðunni, og þakkaði blaðakonu Fréttablaðsins fyrir að hafa tekið þátt í þessari tilraun: Úr því hún hafði tekið eftir breyting- unum væri niðurstaða tilraunarinn- ar greinilega sú að fólk væri að fylgjast með. Frétt um þessa vand- ræðalegu skýringu, hafða eftir Birni sjálfum, mátti lesa í Frétta- blaðinu fyrr í vikunni. Óhætt er að mæla með því við Björn að nota aðrar aðferðir við lesendakannanir í framtíðinni! En það er ekki einungis Björn Bjarnason sem er með óvenjulega tilraunastarfsemi í pólitískri um- ræðu þessa dagana. Öll stefna fjöl- miðla- eða þjóðaratkvæðagreiðslu- málsins er uppfull af nýjungum og áður óþekktum skilningi á eðli póli- tískra fyrirbæra. Ekki nóg með að búið sé að setja forsetann í mikla klípu, heldur stefnir í gríðarmikil átök á þingi og sjaldan hefur maður heyrt eins mikinn kurr í alþýðu manna vegna nokkurrar stjórnarat- hafnar. Vissulega hrista flestir höf- uðið og tala um sandkassaleik, en þegar betur er að gáð má greina al- menna reiði út í landsfeðurna, reiði af því tagi sem er óvenjulegt að finna fyrir hjá hinum almenna ís- lenska kjósenda. Stjórnarflokkarnir eru því komnir inn á hættulegt póli- tískt jarðprengjusvæði - svæði sem líka getur reynst stjórnarandstöð- unni skeinuhætt haldi hún ekki rétt á spöðunum. Tvenn pólitísk nýmæli er vert vert að nefna sérstaklega, þó vissu- lega séu þau mýmörg í umræðu dagsins. Annars vegar er það sú frumlega tenging að leggja alþing- iskosningar að jöfnu við þjóðarat- kvæðagreiðslu og hins vegar að gera ekki greinarmun á lagafrum- varpi og stefnuyfirlýsingu eða þingsályktunartillögu.Meginrök stjórnarinnar fyrir því að um nýtt fjölmiðlafrumvarp sé að ræða fel- ast í því að gildistími laganna er færður rétt aftur fyrir næstu al- þingiskosningar. Kosið verði um vorið 2007 og ef vel gengur að mynda nýja stjórn, þá getur nýtt al- þingi breytt lögunum áður en þau taka gildi í lok sumars. Þetta er sagt verða til þess að kjósendur geti tjáð sig um fjölmiðlafrumvarpið og þjóðaratkvæðagreiðslan því óþörf. Hér er algerlega horft framhjá því að eðlismunur er á þjóðaratkvæða- greiðslu um eitt mál og því að kjósa stjórnmálaflokka eða almennar stjórnmálastefnur og tiltekna stjórnmálamenn til valda á fulltrúa- þinginu. Það er í raun verið að setja mjög háa þröskulda fyrir þá sem eru á móti fjölmiðlalögunum - þeir þurfa að láta fjölmiðlafrumvarpið eitt vega á móti öllum hugsanlegum öðrum atriðum sem annars réðu því hvernig þeir greiddu atkvæði. Ung- ur framsóknarmaður, sem er með miklar efasemdir um lögin og hefði fellt frumvarpið í þjóðaratkvæða- greiðslu, þarf því að velja á milli af- stöðu sinnar í þessu eina máli ann- ars vegar og svo hins vegar allri lífssýn sinni, flokkshollustu, sam- vinnuhugmyndafræði og öðrum góðum málum flokksins. Þröskuld- arnir sem menn voru að tala um að setja í þjóðaratkvæðagreiðslu „ jafnvel þeir hæstu „ eru barnaleik- ur miðað við þetta. Hafi fyrirhuguð tilraunastarfsemi stjórnarinnar með að setja þröskulda í þjóðarat- kvæðagreiðslu skapað réttaróvissu og hugsanlega málsókn, eins og bæði Geir Haarde og Halldór Ásgrímsson hafa sagt, þá er réttaróvissan síst minni með þeirri leið sem þeir nú velja. Önnur meginrök í tilraunastarfi stjórnarinnar felast í því að samráð muni haft við stjórnarandstöðu eft- ir að lögin verði sett. Lögin eigi í raun ekki að vera annað en stefnu- mörkun til framtíðar um að þessi mál verði tekin til skoðunar og um þau settar reglur. Í umræðunni hef- ur það komið glöggt fram hjá for- ingjum stjórnarinnar að með þess- ari „útréttu sáttahönd“ sé ríkis- stjórnin tilbúin til að endurskoða lögin, breyta þeim og láta þau ná til fleiri þátta, ef samstaða næðist um slíkt. Allir hafa þeir ráðherrar sem á annað borð hafa tjáð sig um málið þó talað um að lögin séu „rammi inn í framtíðina“. Svo vill til að til eru nokkrar gerðir þingmála og laga- frumvörp eru einungis ein þessara tegunda. Önnur tegund er þingsá- lyktun þar sem Alþingi lýsir stefnu sinni í tilteknum málum. Þannig eru ýmsar áætlanir stjórnvalda og rammar inn í framtíðina, s.s. byggðaáætlun og samgönguáætlun í formi þingsályktunar. Eins og til- gangi fjölmiðlafrumvarpsins er lýst hefði í raun verið miklu eðlilegra að þessi stefna meirihluta alþingis og rammi inn í framtíðina væri ein- faldlega settur í þingsályktun, eins konar fjölmiðlaáætlun. Þá hefðu menn líka losnað við ýmis vanda- mál, s.s. að stilla forsetanum upp við vegg, að efna til ómælds póli- tísks ófriðar, og að setja lög með það að yfirlýstu markmiði að breyta þeim áður en þau taka gildi. Þó stjórnskipan landsins sé óheppi- legur vettvangur tilraunastarfsemi er brýnt að læra af niðurstöðunum. Líkt og Björn Bjarnason komst, með tilraun, að því að fylgst er með heimasíðu hans, þá leiða niðurstöð- ur tilrauna í ljós að hin nýja „sátta- leið“ ríkisstjórnarinnar er ekki að ganga upp. ■ Þ ar sem ríkisstjórninni hefur tekist að snúa árás sinni áNorðurljós upp í stríð gegn forsetanum, stjórnarskránni,kosningaréttinum og stjórnarandstöðunni hafa flestir líklega gleymt upphafi þessa leiðangurs; fjölmiðlalögunum. Af fyrirganginum mætti ætla að þetta væru tímabær lög og þörf – en svo er ekki. Þau eru ekki tímabærari en svo að ríkisstjórnin telur ekki þörf á að þau taki gildi fyrr en eftir þrjú ár. Og það er engin þörf fyrir þessi lög – nema menn telji þörf á að brjóta niður fyrirtækið Norðurljós og koma miðlum þess, starfsfólki og eigendum í vanda. Þessi lög taka á fæstu af því sem þau eru sögð ná yfir af stjórnarliðum. Þótt lögin séu að nafninu til al- menn og fjalli um eignarhald á fjölmiðlum þá eru þau í raun sértæk og er aðeins ætlað að skaða eitt fyrirtæki. Stjórnarliðar halda því fram að lögin dragi úr áhrifum eig- enda á fjölmiðla. Lögin taka ekki á því. Stjórnarliðar segja lög- in takmarka aðgang markaðsráðandi fyrirtækja að fjölmiðlum. Það á við um fjölmiðla sem þurfa útvarpsleyfi en lögin banna til dæmis ekki Byko/Kaupás/Flugleiða-samsteypunni að kaupa Moggann, Fréttablaðið og DV. Stjórnarliðar segja lögin hindra of mikla samþjöppun á fjölmiðlamarkaði en þau hindra aðeins tengsl milli dagblaða og ljósvakamiðla. Lögin hindra ekki að dagblöðin komist á eina hendi eða að eigendur Skjás eins kaupi Stöð 2 og fái síðan Ríkisútvarpið afhent. Í skýrslu fjölmiðlanefndarinnar var velta fjölmiðlafyrir- tækja borin saman og stjórnarliðar létu mikið með að velta Norðurljósa væri tvöföld á við Ríkisútvarpið og Árvakur. Þetta voru helstu rökin fyrir því að stjórnvöld þyrftu strax að bregð- ast við aukinni samþjöppun. Síðan hafa Norðurljós selt Skífuna og minnkað veltu sína þar með um helming. Úr því að nefndin skilgreindi plötuútgáfu og -sölu, bíórekstur og ritfangasölu sem fjölmiðlun þá sitjum við nú uppi með fjögur tiltölulega jafn stór fyrirtæki með sterka stöðu á fjölmiðlamarkaði: Norðurljós, Ár- vakur, Ríkisútvarpið og Skífuna. Það eru ekki margir geirar í ís- lensku viðskiptalífi sem státa af slíkum jöfnuði og dreifingu. Á flestum mörkuðum eru ýmist tveir eða þrír stórir aðilar. Skýrsla fjölmiðlanefndarinnar var gölluð en ekki alvond. Það var auðséð á skýrslunni að nefndarmenn vildu fremur gera hlut Norðurljósa sem stærstan og sem minnst úr sterkri stöðu Morgunblaðsins og Ríkisútvarpsins. Eftir sem áður lögðu nefndarmenn til mildar aðgerðir og sem minnst íþyngjandi. Ríkisstjórnin tók ekki tillit til þessara ráða – ekki fremur en til- lagna nefndar hinna vísu manna um tilhögun þjóðaratkvæða- greiðslu – heldur sauð saman lög sem var ætlað að hluta sund- ur Norðurljós og skaða starfsemi þeirra sem mest. Ríkisstjórn- in hlustaði heldur ekki á sérfræðinga sem gáfu álit sitt á frum- varpinu og ekki á hagsmunaaðila eða forystumenn stéttarfé- laga og Samtaka atvinnulífs. Allt frá byrjun hefur ríkisstjórnin fetað sína leið gegn ráðleggingum allra – jafnt nefnda sem hún hefur sjálf skipað sem óháðra sérfræðinga og álitsgjafa. Þetta á bæði við um efnisatriði frumvarpsins og þá leið sem ríkis- stjórnin hefur fundið því gegnum Alþingi, framhjá synjun for- seta og þjóðaratkvæðagreiðslu og aftur inn á þing. Andstaðan við þessar tilfæringar hefur vaxið því lengra sem stjórnin hef- ur haldið út í vegleysurnar – vitleysurnar og lögleysurnar. Með hverri aðgerð sinni hefur ríkisstjórnin magnað andstöðuna svo nú logar samfélagið í ófriði. Og til hvers? Til að valda eigendum og starfsfólki Norðurljósa skaða – eftir þrjú ár! ■ 9. júlí 2004 FÖSTUDAGUR MÍN SKOÐUN GUNNAR SMÁRI EGILSSON Tilefni fjölmiðlalaganna ekki í samræmi við herkostn- að ríkisstjórnarinnar. Ferð án fyrirheits Pólitísk tilraunastarfsemi ORÐRÉTT Einkennilegt Af hverju er myndatökumaður- inn einmitt staddur heima hjá þjóninum þegar hann fær hið óvænta símtal? Inga María Leifsdóttir blaðamaður um raunveruleikasjónvarpsþætti. Morgunblaðið 8. júlí. Hamingjustjórnmál Hamingjuhagfræðin er vissulega pólitískt mál. Búast má við því að ríkisstjórnarflokkum sé refs- að ef þeir standa sig ekki í því að lyfta undir hamingjuna, þeir verði þá kosnir frá völdum. Árni Bergmann skrifar um hamingju og stjórnmál. DV 8. júlí. Segjum tveir Eitt er það sem mér finnst mikil- vægast í heiminum, en það er að vera kátur. Bjartsýni og já- kvæðni eru meðal helstu dyggða mannsins að mínu mati. Svavar Knútur Kristinsson blaðamað- ur um mikilvægi kátínunnar. Morgunblaðið 8. júlí. Bulla og svindlari Því nú ertu ekki bara fyrsta fót- boltabullan í íslenskri pólitík. Nú ertu líka orðinn fyrsti kenni- tölusvindlarinn í íslenskri póli- tík. Illugi Jökulsson um Davíð Oddsson forsætisráðherra. DV 8. júlí. FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG PÓLITÍSK HUGTÖK OG RÍKISSTJÓRN BIRGIR GUÐMUNDSSON Hafi fyrirhuguð til- raunastarfsemi stjórnarinnar með að setja þröskulda í þjóðaratkvæðagreiðslu skapað réttaróvissu og hugsanlega málsókn, eins og bæði Geir Haarde og Halldór Ásgrímsson hafa sagt, þá er réttaróvissan síst minni með þeirri leið sem þeir nú velja. ,, degitildags@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað- inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.