Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 24
9. júlí 2004 FÖSTUDAGURTHE DAILY BUGLE F yrir tveimur árum síðan náði leikstjórinn SamRaimi að koma bíógestum í opna skjöldu þegarhann blés líf í stærstu hetju myndasagnanna. Áður en Raimi gerði Spider-Man voru hans stærstu myndir Evil Dead þríleykurinn, Darkman og The Gift. Myndin um Köngulóarmanninn sló rækilega í gegn um allan heim. Nú er komið að framhaldsmyndinni og aftur er Sam Raimi við stjórnvölinn. Hvernig getur maðurinn mögulega gert betur en síð- ast? „Ég held að okkur hafi tekist að halda áfram með söguna úr fyrri myndinni,“ útskýrir leikstjórinn. „Ég var mjög ánægður að sjá hversu vel fyrri myndinni gekk. En ég var alls ekkert að keppast við að gera betri mynd núna. Mér fannst eins og það væri mitt hlutverk að komast að því hvað gerði fyrri myndina svona at- hyglisverða, og þannig gæti ég vonandi komist að því hvað áhorfendum finnst skemmtilegast að sjá. Ég vildi taka þá þætti og þróa þá áfram og gera þá dýpri í kafla tvö. Ég held að fólk sé hrifið af persónu Peter Parkers. Áhorfendur hafa gaman af þessari persónulegu krísu hans, þar sem ábyrgð mætir sjálfsfullnægð. Áhorfend- ur hafa gaman af ástarsögunni á milli hans og Mary Jane Watson. Mig langaði til þess að kafa dýpra í það. Flækja málin og gera þau fullorðinslegri.“ Raimi bætir því við að áhorfendur nái að tengjast Spider-Man sem manneskju, sem sýnir okkur hvernig eigi að gera hlutina, í stað þess að vera með stöðugar lexíur um siðferði. „Þess vegna er hann hetja,“ segir Raimi. „Hann breytir rétt. Það er hluti af myndasögun- um sem mér hefur alltaf fundist áhugaverður.“ Bæði Tobey Maguire og Kirsten Dunst endurtaka hlutverk sín sem Peter Parker og Mary Jane Watson. Tvö ár eru liðin frá atburðum fyrri myndarinnar, og þau eru bæði að kljást við flókin mál í sínu lífi. Í lok fyrri myndarinnar ákvað Peter að hann gæti aldrei orðið kærasti Mary Jane af ótta við að það myndi setja líf hennar í hættu, þar sem Spider-Man mun alltaf eiga hættulega óvini. Mary Jane hélt áfram með sitt líf og er að gera það gott sem leikkona í New York. „Til þess að geta verið ábyrgðarfull hetja neitar Pet- er sér um einkalíf.“ Doktor kolkrabbi Í myndinni lendir Peter upp á kant við læriföður sinn í vísindum, Doctor Octavius, sem breytist í lífshættuleg- an óvin eftir að vísindamaðurinn lendir í slysi sem drep- ur eiginkonu hans og festir vélarma við mjóhrygg hans. „Framleiðandi myndanna benti mér á að vinsælasti óvinur Spider-Man á eftir Green Goblin væri Doc Ock,“ segir Raimi. „Mér fannst það frábær hugmynd, þar sem mér finnst Dr. Octopus sjónrænt flottasti óvinurinn. Hann getur ekki bara klifrað upp veggi heldur er hann útlitislega mjög flottur. Hann býður upp á marga mögu- leika fyrir kvikmyndatjaldið. Í rauninni erum við með risakönguló að berjast við Peter Parker, sem er líka risakönguló.“ Leikstjórinn segir einnig að það hafi verið heims- spekileg ástæða fyrir valinu á Doc Ock. „Ég hafði áhuga á þeirri sögufléttu að Peter Parker þyrfti að neita sér um einkalíf til þess að geta notað krafta sína. Mig lang- aði til þess að illmennið gæti verið einhver sem gæti verið mikil hindrun fyrir Peter, einhver með aðra sýn á lífið, sem finnst það meira virði að eiga einkalíf en að bera ábyrgð á öðrum.“ Sam Raimi ákvað að ráða breska leikarann Alfred Molina í hlutverk Dr. Octopus eftir að hafa séð hann í myndinni Frida. „Hann var stórkostlegur í þeirri mynd. Hann er vel menntaður í leiklist, og hefur frábært skyn- bragð á tímasetningu. Hann lagði mikið á sig til þess að gæða Dr. Octopus lífi. Áhugi hans á persónunni virkaði svo mjög hvetjandi á mennina sem sáu um vélarmana.“ Aðspurður um þriðju Spider-Man myndina segist Sam Raimi þegar vera byrjaður að vinna að söguþræð- inum og að hann vonast eftir því að fá að leikstýra henni líka. Þriðja myndin er þegar komin með frumsýningar- dag, 4. maí árið 2007. ■ SAM RAIMI Leikstjórinn Sam Raimi þykir sérvitur maður. Hann er greinilega mikill aðdáandi myndasagnanna um Spider-Man. „Ég var ekki að keppast við að gera betri mynd“ SPIDER-MAN OG DOC OCK Bardagaatriðin í myndinni eru engu lík og stórkostlegt að fylgjast með illmenninu.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.