Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 27
7FÖSTUDAGUR 9. júlí 2004 Var fundin upp fyrir flugvélarnar Nú eru komnar fram á sjónarsvið- ið ryksugur sem hægt er að spenna á bakið á sér og henta vel í þrifum á stigum og öðrum litlum flötum sem erfitt er að paufast með stórar ryksugur um. Við fundum slíka ryksugu í verslun- inni Besta og framkvæmdastjór- inn þar, Friðrik Ingi Friðriksson, fræddi okkur lítillega um sögu hennar. „Hugmyndin að þessum ryksugum varð til fyrir mörgum árum og kom fyrst upp þegar ver- ið var að þrífa flugvélar,“ upplýs- ir hann og heldur áfram. „Síðan hafa þær smám saman verið að ryðja sér til rúms á heimilis- tækjamarkaðinum og nú er farið að nota þær æ meira á svæðum sem örðugt er að komast um með stóru ryksugurnar.“ Uppboðsvefur á netinu: Sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi „Í samræðum mínum við fólk hef ég tekið eftir að það er mik- il þörf á svona miðli,“ segir Ari Magnússon, annar eigandi upp- boðsvefsins uppbod.is. Ari rek- ur þennan vef með konu sinni, Guðrúnu Þórisdóttur, en einnig eiga þau verslunina Antíkmunir á Klapparstíg 40 í Reykjavík. „Ég hef rekið verslunina í 13 ár og verið viðloðandi antík- bransann í þrjátíu ár. Vefinn opnuðum við hins vegar 17. júní síðastliðinn. Reyndar var nú búið að vinna í honum í eitt og hálft ár,“ segir Ari en hann og Guðrún eru að stíga sín fyrstu spor í uppboðsrekstrinum þessa dagana. „Á vefnum eru vandaðar vör- ur sem passa ekki í hefðbundnar umboðssölur. Hér kemur fólk með dánarbú og margir sem eru hræddir við smáauglýsingar og vilja ekki fá ókunnugt fólk heim til sín þarfnast þessarar þjón- ustu,“ segir Ari en hugmyndin að vefnum kviknaði einmitt í samræðum við fólk sem taldi svona vef vanta. Fyrirmyndin að íslenska vefnum er erlendir vefir. Marg- ir erlendir uppboðsvefir eru starfræktir í heiminum og njóta töluverðra vinsælda. Nefna má vefinn ebay.com. „Þetta virkar þannig hjá okkur að fólk kemur með hlutinn til okkar. Við skoð- um hann og athugum hvort hann standist gæðakröfur okkar. Síð- an aldursgreinum við hann og lýsum bæði kostum og göllum tiltekins hlutar,“ segir Ari. Nýjar vörur bætast inná vef- inn nær daglega og ættu margir að finna þar eitthvað við sitt hæfi. Fyrstu uppboðin kláruðust í byrjun þessa mánaðar og hér eftir verða nokkrar vörur slegn- ar daglega á uppboðsvefnum. Vefurinn er vinsæll um þessar mundir en um sex hundruð manns heimsækja síðuna nú daglega og fer fjölgandi. „Hug- myndin er að hafa eitthvert fyrsta verð eða lágmarksverð en það verður samt ekkert endi- lega alltaf. Eitthvað af hlutunum sem við fáum inn er frá fólki sem er annt um hlutinn sinn og vill ekki henda honum. Það vill frekar að einhver annar fái að njóta hans. Þá er verðið ekki alltaf aðalatriðið,“ segir Ari en uppbod.is verður væntanlega al- þjóðlegur vefur með haustinu. Tölvukerfið á vefnum vaktar alltaf boðin og sendir þeim sem bjóða í vöru sjálfkrafa póst ef þeir hafa verið yfirboðnir. Hægt er að bjóða langt yfir fyrsta boð en þá vaktar tölvukerfið það og ef enginn yfirbýður þig færðu vöruna á lægsta mögulega verði, þó þú hafir verið tilbúinn að greiða meira. „Í næstu viku mun myndlistin halda innreið sína inn á heima- síðuna og þá geta viðskiptavinir tekið þátt í uppboðum á fjöl- breyttum listaverkum, eins og málverkum, leirlist, grafík og fleiru eftir starfandi listamenn. Hlutirnir sem við seljum eru mjög vandaðir og við veitum fljóta og góða þjónustu,“ segir Ari að lokum og vonar að þessi nýjung á Íslandi gangi vel í fram- tíðinni. lilja@frettabladid.is Ari er mjög bjartsýnn á gengi vefsins og stoltur af framtaki sínu. Sýnishorn af þeim hlutum sem hægt er að bjóða í á vefnum uppbod.is. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Hentug ryksuga fyrir smáskonsur og stiga.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.