Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 36
Segir öllum að hann sé þrítugur Í tónleikasal í London á þessum degi fyrir 32 árum, birtist David Bowie í fyrsta sinn sem Ziggy Stardust. Ætlunin var að Star- dust væri hæðnisleg eftirlíking af rokkstjörnum sem taka sig of alvarlega. Eitthvað misskildu sumir aðdáendur og gagn- rýnendur hugmyndina og tóku því Ziggy alvarlega og Bowie sem Ziggy varð að stórri rokk- stjörnu. David Bowie, sem skírður var David Jones, gaf út fyrstu plötu sína The World of David Bowie, árið 1967. Líkt og á næstu plöt- um hans er frumraunin tilraun Bowies til að vera söngvari/laga- höfundur í anda Bobs Dylan. Áhugi Bowies á leikhúsi varð til þess að hann skapaði persónu Ziggy Stardust, sem hann kynnti til leiks á plötunni The Rise and Fall of Ziggy Stardust and the Spiders from Mars árið 1972. Sem Ziggy hélt Bowie tónleika á Englandi og í Bandaríkjunum, áður en hann lagði persónuna til hliðar í júlí 1973. Á meðan Bowie hélt áfram tónlistarsköpun sinni reyndi hann einnig fyrir sér í leiklist- inni, bæði á sviði og í bíómynd- um. Hann var einnig einn af frumkvöðlunum í tónlistarheim- inum til að sýna netinu áhuga og nýta sér það til að halda sam- bandi við aðdáendur. Árið 1997 var hann fyrsti listamaðurinn til að gefa út smáskífu eingöngu á netinu og ári síðar opnaði hann eigin netþjón, BowieNet. ■ ■ ÞETTA GERÐIST 118 Hadríanus snýr til Rómar í fyrsta sinn sem keisari heimsveldisins. 455 Avitus, rómverskur herforingi Gaulverja, verður keisari Vestur- veldisins. 1540 Hinrik VIII Englandskonungur fær giftingu sína til sex mánaða við fjórðu eiginkonu sína ógilda. 1789 Franska þjóðarsamkundan í Ver- sölum lýsir sig vera stjórnarskrár- þing og hefur undirbúning að gerð frönsku stjórnarskrárinnar. 1790 Sænski sjóherinn nær um þriðj- ungi af rússneska sjóhernum á sitt vald í orrustunni við Svensksund. 1816 Argentína lýsir yfir sjálfstæði frá Spáni. 1947 Tilkynnt er trúlofun bresku prinsessunnar Elísabetar og Lt. Filippusar Mountbatten. 1997 Mike Tyson er settur í bann í box- hringnum og dæmdur til að greiða Evander Holyfield 3 millj- ónir dala fyrir að bíta í eyra hans. DAVID BOWIE Hann vildi nota persónu Ziggy Stardust til að hæðast að rokkstjörnum, en fjölmargir skildu ekki háðið. Davíð stjörnuryk Þeir voru margir og ólíkir þátttak- endurnir í hreinsunarátaki Reykja- víkurborgar. Meðal verðlaunahafa sem tóku við viðurkenningum í Ráð- húsinu á dögunum voru leikskólar, fjölskyldur, bókasöfn og hinir ýmsu hópar. Þátttakendur voru hvattir til að senda inn frásagnir af framtaki sínu í máli og myndum og bárust mikið af skemmtilegum sögum. Fyrstu til önnur verðlaun hlut Sól- heimasafn og fjölskyldan í Viðarási 29a. Fjölskyldan hefur unnið undan- farna mánuði við að gera sitt nán- asta umhverfi gróið og fallegt. Þau hafa meðal annars gróðusett ótal plöntur, lagt grasþökur og borið á áburð en ekki aðeins í eigin garði heldur á landsvæðinu í kringum húsið og við Suðurlandsbrautina. Í verðlaun fyrir atorkusemina hlaut fjölskyldan í Viðarási heimabíó- kerfi. Markmiðið með átakinu er að auka vitund borgarbúa um umhverfi sitt og gildi góðrar umgengi. Stefnt er að því að gera áttakið að árlegum viðburði. ■ Verðlaunað fyrir hreingerningu ÞÓRÓLFUR OG VERÐLAUNAHAFARNIR Hópurinn var stór sem mætti við verðlaunaafhendingu í Ráðhúsi Reykjavíkur á dögunum. Verðlaunin voru veitt vegna þátttöku í hreingerningarátaki Reykjavíkurborgar. 20 9. júlí 2004 FÖSTUDAGUR ■ SÖNGLEIKUR ■ AFMÆLI ■ JARÐARFARIR ■ ANDLÁT TOM HANKS Árin 1993 og 1994 fékk hann óskarsverðlaun fyrir leik sinn. Í dag fær hann eflaust eitthvað fallegt því hann á afmæli og er 48 ára. 9. JÚLÍ Bryndís Schram sendiherrafrú er 66 ára. Árni Ólafsson, frá Hlíð, Mímisvegi 6, Reykjavík, lést 28. júní. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Guðni Guðmundsson, fyrrverandi rekt- or Menntaskólans í Reykjavík, lést fimm- tudaginn 8. júlí. Ingibjörg Lilja Björnsdóttir, Norðurbrún 1, Reykjavík, lést þriðjudaginn 22. júní. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Soffía Ingibjörg Ásgeirsdóttir, Hjallaseli 55, áður til heimilis í Akralandi 1, Reykjavík, lést þriðjudaginn 6. júlí. Sveinbjörg Helga Kjaran lést miðviku- daginn 7. júlí. 11.00 Bergþór Magnússon, Garðvangi, Garði, áður Hátúni 28, Keflavík, verður jarðsunginn frá Keflavíkur- kirkju. 13.30 Droplaug Benediktsdóttir verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju. 13.30 Jón Þór Bjarnason, Æsufelli 2, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju. 13.30 Lárus Blöndal Guðmundsson bóksali, Aflagranda 40, Reykjavík, verður jarðsunginn frá Háteigs- kirkju. 14.00 Bergþóra Guðjónsdóttir verður jarðsungin frá Akraneskirkju. 14.00 Jórunn Pálmadóttir, Suðurgötu 49, Keflavík, verður jarðsungin frá Keflavíkurkirkju. „Við hjónin ætlum með fjölskyldu og vinum að halda upp á daginn í Félagsheimili Seltjarnarness vestur á Nesi,“ segir Davíð Á. Gunnarsson, ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu, sem er sextugur í dag. „Mér finnst ég vera tiltölu- lega ungur og segi öllum að ég sé að halda upp á þrítugsafmælið.“ Davíð hefur lengi verið tengd- ur heilbrigðisþjónustunni og áður en hann varð ráðuneytisstjóri í heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu var hann forstjóri ríkisspítalanna í tæp 25 ár. Þrátt fyrir að finna árin ekki líða í eigin lífi, hefur hann tekið eftir miklum breytingum í heilbrigðiskerfinu á þessum árum. „Landspítalinn hef- ur gjörbreyst á síðastliðnum 30 árum, þannig að það er með ólík- indum. Það sem fólk tekur sér- staklega eftir er sú gífurlega tæknibreyting sem hefur orðið. Allt í einu er hægt að lækna og meðhöndla sjúklinga á örfáum dögum eða klukkustundum, sem áður tók margra daga sjúkrahús- legu.“ Auk þess að vera ráðuneytis- stjóri er Davíð einnig formaður framkvæmdastjórnar Alþjóðaheil- b r i g ð i s m á l a s t o f n u n a r i n n a r (WHO). „Fyrst og fremst er hlut- verk stjórnarformannsins að stýra stjórnarfundum stofnunarinnar og fylgjast með starfseminni á milli funda. En einnig að finna samnefn- ara og grunn fyrir samstöðu þegar þjóðirnar sem eiga sæti innan hennar eru ósammála. Það eru mörg verkefni sem eru sett á odd- inn innan stofnunarinnar. Á þingi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunar- innar sem haldið var í vor var alnæmi aðalmálið. Einnig verkefni á sviði fjölskyldumála og heil- brigðs lífsstíls, auk baráttunnar við smitsjúkdóma, svo eitthvað sé nefnt. Það sem fólk tekur mest eft- ir er vafalaust vöktun á heimsvísu hvað varðar útbreiðslu hættulegra smitsjúkdóma. Það er þáttur sem er afar mikilvægur. Maður lærir auðvitað alltaf heilmikið þegar maður fer í svona starf og það er gaman að skynja að þrátt fyrir allt er mikill vilji hjá þjóðum og milli heimshluta, sem jafnvel eiga í átökum, um að berjast sameigin- lega á móti sjúkdómum og gaman að sjá hvernig þjóðir ná saman um heilbrigðismál. Því veltir maður fyrir sér hvort samstaða um heil- brigðismál sé ekki líklegri en flest annað til að stuðla að friði í heim- inum.“ ■ AFMÆLI DAVÍÐ Á. GUNNARSSON ER 60 ÁRA ■ Heldur daginn hátíðlegan í faðmi fjölskyldunnar. ÁTAK HREINSUNARÁTAK ■ Verðlaun voru veitt fyrir þátttöku í hreinsunarátaki Reykjavíkurborgar í ráð- húsinu á dögunum. Meðal verðlaunahafa var fjölskyldan í Viðarási 29a en hún hefur unnið merkilegt og gott starf í sínu nánasta umhverfi í Selásnum. 9. JÚLÍ 1972 TÓNLIST ■ Ziggy Stardust kemur fyrst fram. DAVÍÐ Á. GUNNARSSON Hefur lengi verið tengdur heilbrigðisþjónustunni og er nú formaður framkvæmdastjórnar Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. AF ÆFINGU HAPPY END Nú er fjórða leikár sumaróperunnar að hefjast, þegar Happy end verður frumsýnd þann 7. ágúst. Hamingju- söm endalok Æfingar eru hafnar á sumaróper- unni í ár, Happy End, gleðileikur eftir Kurt Weill og Bertolt Brecht með hressilegri tónlist sem er seiðandi blanda af kabaretttónlist og óperu og er þetta í fjórða sinn sem sumaróperan er starfandi. Síðast mátti heyra nokkur lög úr söngleiknum Happy End þegar þýska söngkonan Ute Lemper hélt tónleika í Háskólabíói í maí og eru því mörg laganna vel þekkt. Sag- an gerist í undirheimum Chicago- borgar á þriðja áratug síðustu ald- ar þar sem hjálpræðisherinn og harðsvírað glæpagengi takast á með ófyrirséðum afleiðingum. Meðal leikenda eru Valgerður Guðnadóttir, Guðmundur Jónsson og Bogomil Font og leikstjórinn er Kolbrún Halldórsdóttir. Frumsýn- ing á Happy End verður laugar- daginn 7. ágúst í Gamla Bíó. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.