Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 39

Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 39
FÓTBOLTI Víkingar unnu sinn þriðja sigur í röð í Landsbankadeild karla og komust upp úr fallsæti í fyrsta sinn í sumar eftir 1–0 sigur á Grindavík í Víkinni í gær. Varnarmaðurinn Grétar Sigurðsson skoraði sitt þriðja mark í fjórum leikjum með skalla af stuttu færi eftir aukaspyrnu Vilhjálms Vilhjálmssonar. Öll mörk Grétars hafa komið með skalla eftir föst leikatriði. Víkingar spiluðu manni færri síðustu 30 mínútur leiksins eftir að Sölvi Geir Ottesen fékk sitt annað gula spjald fyrir að stöðva boltann með hendinni. Útsendarar Djurgarden fengu því ekki að sjá eins mikið af Sölva og þeir höfðu ætlað fyrirfram. Víkingar létu brottrekstur Sölva hinsvegar ekkert á sig fá og Grindvíkingar fengu engan tíma til athafna sig frekar en þegar Víkingar voru með fullskipað lið. Vilhjálmur Vilhjálmsson átti meðal annars tvö sláarskot í seinni hálfleik, annað þeirra úr aukaspyrnu frá miðju vallarins. Grétar Sigurðsson átti mjög góðan leik og var kjölfestan í varnarleik Víkinga í seinni hálfleik. Víkingar unnu ekki leik í fyrstu sex umferðunum og staðan var ekki árennileg en með þremur sigrum í röð eru þeir búnir að koma sér upp úr botnsætinu og sanna að þeir eiga heima meðal tíu bestu liða landsins. Rautt spjald Sölva þýðir þó að þeir verða án Sigurðar Jónssonar þjálfara, Sölva og Kára Árnasonar sem verða allir í leikbanni í næsta leik gegn Fram. Grindvíkingar eru ekki að spila sannfærandi um þessar mundir og eiga enn eftir að vinna á útivelli. Tilkoma Momir Mileta sem spilaði sinn fyrsta virðist engu breyta þar um, hann byrjaði ágætlega en missti fljótt taktinn. ■ 23FÖSTUDAGUR 9. júlí 2004 FÓTBOLTI Keflvíkingar og Framarar gerðu jafntefli í Keflavík í gær, 1–1, en Keflavík vann bikarleik liðanna fyrir þremur dögum 1–0. Framarar léku þar með sinn áttunda leik í röð án sigurs og sitja langneðstir á botni deildarinnar, 4 stigum á eftir KA sem á auk þess leik inni. Þórarinn Kristjánsson kom Keflavík yfir með laglegu marki eftir skemmtilegan einleik en Jón Gunnar Gunnarsson skoraði sitt fyrsta mark fyrir Fram og jafnaði leikinn. Hvorugt liðið náði að skora í seinni hálfleiknum sem var afar slakur og leiðinlegur en sá fyrri var mun skemmtilegri fyrir 646 áhorfendur leiksins. Ragnar Árnason fékk sitt annað gula spjald á 69. mínútu og Framarar voru því manni færri síðustu 21 mínútu leiksins. ■ Landsbankadeild karla í knattspyrnu: Framarar langneðstir ■ VÍKINGUR – GRINDAVÍK1-0 1–0 Grétar Sigfinnur Sigurðsson 37. DÓMARINN Gísli Hlynur Jóhannsson Sæmilegur BESTUR Á VELLINUM Grétar Sigurðsson Víkingi TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 10–10 (6–3) Horn 3–2 Aukaspyrnur fengnar 16–27 Rangstöður 6–5 MJÖG GÓÐIR Grétar Sigfinnur Sigurðsson Víkingi GÓÐIR Steinþór Gíslason Víkingi Haukur Armin Úlfarsson Víkingi Vilhjálmur Vilhjálmsson Víkingi Paul McShane Grindavík ■ KEFLAVÍK – FRAM 1-1 1–0 Þórarinn Kristjánsson 22. 1–1 Jón Gunnar Gunnarsson 39. DÓMARINN Jóhannes Valgeirsson Góður BESTUR Á VELLINUM Jónas Guðni Sævarsson Keflavík TÖLFRÆÐIN Skot (á mark) 19–10 (5–4) Horn 7–4 Aukaspyrnur fengnar 16–21 Rangstöður 6–5 GÓÐIR Ólafur Ívar Jónsson Keflavík Stefán Gíslason Keflavík Jónas Guðni Sævarsson Keflavík Þórarinn Kristjánsson Keflavík Ríkharður Daðason Fram Jón Gunnar Gunnarsson Fram Gunnar Sigurðsson Fram Ragnar Árnason Fram Ingvar Þór Ólason Fram Þrír sigrar í röð Nýliðar Víkings eru að sanna sig í Landsbanka- deild karla eftir 1–0 sigur á Grindavík í gær. ÞÓRARINN KRISTJÁNSSON Skoraði eina mark Keflavíkur gegn Fram. ÞRIÐJA SKALLAMARKIÐ Í SUMAR Grétar Sigurðsson fagnar hér marki sínu gegn Grindavík í gær en þetta var þriðja skallamark hans í Landsbankadeildinni. FR ÉT TA BL AÐ IÐ / VA LL I

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.