Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 46
VILTU MIÐA Á 99 KR.? Sendu SMS skeyti› JA SPIDER á númeri› 1900 og þú gætir unni›. AÐALVINNINGAR 9. hver vinnur! Sony Ericsson T630 + PS2 tölva + Spider-Man 2 PS2 leikurinn og mi›i fyrir 2 á Spider-Man2* GLÆSILEGIR AUKAVINNINGAR! FRUMSÝND 9. JÚLÍ *A›alvinningur ver›ur dreginn út úr öllum innsendum SMS skeytum Vinningar ver›a afhendir hjá BT Smáralind Kópavogi. Me› því a› taka þátt ertu kom- inn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið Með annað fólk á bakinu „Þetta er búið að vera rosamikil keyrsla. Við erum þarna nokkur sem erum líka framleiðendur að sýning- unni og það er því aðeins meira álag á okkur, en þetta er líka ótrúlega gam- an,“ segir Unnur Ösp Stefánsdóttir, leikkona í söngleiknum Hárið sem frumsýndur verður í Austurbæ í kvöld. „Ég leik Dionne, eina skutluna þarna í hárgenginu. Hún er bara mjög daðursöm stelpa sem lendir í því að verða skotin í einum stráknum sem er á leiðinni í stríðið.“ Sjálf segist hún geta samsamað sig persónunni, því öll hafi þau þurft að leita að hippan- um sem blundar í okkur öllum. Þrátt fyrir að Hárið gerist í New York árið 1968, var ákveðið að stað- færa verkið ekki. „Við ákváðum að endurspegla ákveðið tímabil og tíðar- anda og kynna það fyrir nýrri kyn- slóð. Ástandið í heiminum er jafnslæmt nú ef ekki verra og þessi söngleikur hefur sterkan boðskap og ádeilu sem ógjörningur er að stað- færa. Auðvitað er stríðsádeilan mjög áberandi, þó svo henni sé ekki þröng- vað að áhorfendum.“ Mikið er rætt um nektaratriðið í Hárinu í hvert skipti sem söngleikur- inn er settur upp og segir Unnur að það hafi verið erfitt í fyrsta skiptið að fara úr fötunum. „Þetta var fáránlega erfitt á fyrstu æfingu en nú er komið svo mikið traust í hópnum að núna er það bara svolítið gaman.“ Það er þó ekki nektin sem gerir það að verkum að sýningin er ekki sögð við hæfi barna. „Það er ekki bara ofsalega mikil fíkniefnaneysla í þessum söng- leik, heldur líka heimilisofbeldi og alls konar rugl sem er ekki við hæfi barna. Því mælum við ekki með því að börn komi á sýninguna.“ ■ Söngleikur með sterkan boðskap ÚR SÝNINGU HÁRSINS Ákveðið var að staðfæra ekki söngleikinn, heldur endurspegla ákveðið tímabil og kynna það fyrir nýrri kynslóð. 30 „Ég er að gera stuttmynd eftir sjálfan mig sem heitir Með mann á bakinu,“ segir útvarpsmaðurinn og grínistinn Jón Gnarr, en í þessari mynd skrifar Jón handritið, leikstýrir myndinni og leikur jafnframt aðalhlutverkið. „Myndin er tileinkuð öllum sem hafa þuft að bera fólk á bakinu á sér á einn eða annan hátt,“ segir Jón og útskýr- ir: „Þetta er mjög skrýtið fyrirbæri í náttúrunni. Ef maður er góð mann- eskja sem langar til að hjálpa fólki og vera almennilegur þá er einhvern veginn eins og fólk skríði upp á bakið á manni og festist bara þar,“ segir Jón, sem hefur rannsakað viðfangs- efnið. „Ég las til dæmis grein í blað- inu Lifandi vísindi í fyrra um sníkju- dýr og í hegðun þeirra sá ég margt sem svipar til hegðunarmunsturs manna. Ég hef komist að því að í sam- skiptum fólks er það æði oft þannig að einn aðili heldur alltaf á hinum og fær engar þakkir fyrir það, frekar skammir ef eitthvað er.“ Tökum er nú lokið á myndinni Með mann á bakinu og eftirvinnsla stendur yfir. „Mér líst mjög vel á efn- ið sem við erum með í höndunum enda eru allir sem koma að myndinni búnir að standa sig mjög vel,“ segir Jón. „Við tókum myndina upp á Seyð- isfirði en Jóhann G. Jóhannsson og Valdimar Örn Flygenring leika báðir í myndinni og gera það frábærlega en Bergsteinn Björgúlfsson annast kvik- myndatöku,“ segir Jón, sem langar til að færa sig meira út í það að skrifa og leikstýra. „Ég hef verið að dunda mér við þetta og leikstýrði meðal annars frumsömdu útvarpsleikriti í Ríkisút- varpinu í vetur sem fjallaði um þrjá gamla menn á elliheimili. Svo skrifaði ég líka söngleik fyrir Verslunarskóla Íslands og það var einkar skemmti- legt.“ Með mann á bakinu er 20 mínútna löng en Jón hefur ekki ákveðið hvar myndin verður tekin til sýningar. „Ég fékk styrk úr Kvikmyndasjóði til að gera myndina og það gerði mér þetta mögulegt. Ætli ég reyni síðan ekki að selja hana í bíó eða sjónvarp en ann- ars veit ég satt best að segja ekkert hvernig svona lagað gengur fyrir sig.“ ■ KVIKMYNDIR JÓN GNARR ■ er að leggja lokahönd á sína fyrstu stuttmynd en styrkur frá Kvikmyndasjóði gerði Jóni kleift að takast á við verkefnið. LEIKHÚS HÁRIÐ ■ Frumsýnt í Austurbæ í kvöld. JÓN GNARR Segir margt líkt með hegðunarmynstri sníkjudýra og manna og tileinkar myndina öllum þeim sem hafa þurft að bera annað fólk á bakinu á einn eða annan hátt. ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Pamplona. Gunnar Snorri Gunnarsson. 75. sæti. 1 6 7 8 9 14 16 17 15 18 2 3 4 1311 10 12 5 Lárétt: 1 slæm, 5 spræk, 6 drykkur, 7 sól- guð, 8 hugrekki, 9 skvamp, 10 hlotnast, 12 gerast, 13 sómi, 15 silfurtákn, 16 um- rót, 18 léleg skrift. Lóðrétt: 1 áhald, 2 vörumerki, 3 tveir eins, 4 hræðilegur, 6 ópera, 8 raus, 11 geislabaugur, 14 nóa, 17 í röð. LAUSN: Lárétt: 1vond,5ern,6te,7ra,8þor, 9 busl,10fá,12ske,13æra,15ag,16 rask,18klór. Lóðrétt: 1verkfæri,2ora,3nn,4ferleg- ur, 6toska,8þus,11ára,14ask,17kl. Grafarþögn í ellefta sæti Sakamálasagan Grafarþögn eftir Arnald Indriðason kom út í Sví- þjóð fyrir mánuði og trónir nú í 11. sæti sænska metsölulistans. Mýrin er í 20. sæti kiljulistans en hún var gefin út innbundin í fyrrahaust og kom út í kilju nú í vor. Báðar þessar bækur hafa feng- ið Glerlykilinn, Norrænu glæpa- sagnaverðlaunin, og Mýrin var til- nefnd sem besta þýdda glæpasag- an í Svíþjóð árið 2003. Sænskir fjölmiðlar hafa keppst við að lofa Grafarþögn eftir að hún kom út. Gagnrýnandi Tidningen, Leif Åhman, segir að besti glæpa- sagnahöfundur Norðurlanda sé nú Íslendingur og á þar við Arnald. Hann segir jafnframt að bókin sé mjög spennandi og erfitt sé að leggja hana frá sér frá fyrstu setningu. Gagnrýnandi Bokus Therese Johansson, segir að Arnaldur sé „meistari í að skapa sálfræðilega spennu og persónulýsingar; í Grafarþögn er hann á algjörum heimavelli því bókin er allt í senn, æðisleg, sorgleg og taugatrekkj- andi. Betri glæpasögur finnast ekki.“ Bodil Juggas í Arbeterbladed segir að það sé engin spurning að Arnaldur hafi verið vel að Gler- lyklinum kominn fyrir Grafar- þögn sem hann segir standa „fylli- lega undir kjöri sem besta nor- ræna glæpasagan, frásögn Arn- aldar er bæði spennandi, grípandi og áleitin.“ ■ BÆKUR ARNALDUR INDRIÐASON ■ Bækur hans eru að svínvirka í Svíþjóð en þar telja gagnrýnendur hann besta glæpasagnahöfund Norðurlanda. ARNALDUR INDRIÐASON Er að gera það gott í Svíþjóð en þarlendir gagnrýnendur halda vart vatni af hrifningu yfir Grafarþögn sem komin er í 11. sæti sænska metsölulistans.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.