Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 09.07.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 www.gitarskoli.com Bækur mánaðarins Óðfluga, Heimskringla, Halastjarna heilög ritning allra barna, yrkingar sem engan sviku, ein á viku. Ljóðabækur Þórarins Eldjárns eru nú loksins fáanlegar aftur og nú allar saman í einni bók með því skemmtilega nafni Óðhalaringla. Leiftrandi af fjöri SIGRAÐU TINDINN Greinargóðar lýsingar og nákvæm kort af gönguleiðum á 151 tind víðsvegar um landið. Hvort sem fjölskyldan vill skreppa í skemmtigöngu á næsta fjall eða takast á við hæstu gnípur, þá liggur leiðin á tindinn í gegnum Íslensk fjöll. 151 leið til að komast á toppinn. Verð aðeins 1.995 kr. Fullt verð 2.990 kr. Verð aðeins 2.990 kr. Fullt verð 4.480 kr. 3. sæti Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 7. júlí Barnabækur 1. sæti Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 7. júlí Metsölulisti Takk Mikið er ég ánægður með að rík-isstjórnin skuli hafa gripið til þess snjallræðis að koma í veg fyrir að það verði þjóðaratkvæðagreiðsla í ágúst. Ég var nefnilega orðinn svo ofsalega stressaður yfir því að ég skyldi hugsanlega þurfa að taka af- stöðu í svo erfiðu og flóknu máli, og svo hefði auðvitað allur þessi vit- leysisgangur getað endað í ofsalegri óvissu. Allir hefðu kannski bara endað hlaupandi um göturnar á náttfötunum í tómu óðagoti. Maður lifandi! ÉG VAR orðinn sveittur á efri vör- inni. Kominn með hjartaflökt. Far- inn að missa svefn. Íhugaði jafnvel að flýja land og reyna að vera í út- löndum þegar þjóðaratkvæða- greiðslan yrði haldin. Þetta er svo ofsalega flókið mál svona þjóðarat- kvæðagreiðsla. Ég meina, maður þarf að koma sér á staðinn, finna kjördeildina, og svo kannski hittir maður fólk sem maður á að kannast við og svona, en kannast ekki við. Alls konar vesen. Í hverju á maður að vera? Jakkafötum? Bindi? Af- slappaður? Í stuttermabol? SVO GETUR líka verið ofsalega strembið að svara svona krossa- spurningum. „Styður þú fjölmiðla- lög ríkisstjórnarinnar.“ Og svo eru tveir kassar, „Já“ og „Nei“. Og mað- ur á að setja kross. Hvað ef maður klikkar á því? Setur kannski hring eða eitthvað. Eða punkt. Fáránlegt strik jafnvel. Dísess. Þetta er viður- styggilega flókið. Svo ekki sé talað um sjálfan kjörkassann. Hólí mólí! Þetta er agnarsmá rauf sem maður á að troða kjörseðlinum ofan í. Ha! Hvað ef maður hittir ekki? Hvað ef seðillinn er of stór? ÞETTA er ofsalega flókin fram- kvæmd. Svo vita menn heldur ekki hver, hvernig og hvers vegna ein- hver á að sigra í svona atkvæða- greiðslu. Ég meina. Vinnur sá sem fær meirihluta eða vinnur sá sem fær minnihluta? Þetta eru ofsalega erfiðar spurningar og strembnar. En aðalatriðið er auðvitað að nú er ríkisstjórnin líklega búin að setja fram góða brellu sem kemur í veg fyrir að við þurfum að hafa áhyggj- ur af öllu þessu. Við þessir heimsku, heimskari, heimskustu sem kunnum ekki að kjósa erum loksins hólpin og getum andað rólega. Takk, segi ég. Takk kærlega. ■ BAKÞANKAR GUÐMUNDAR STEINGRÍMSSONAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.