Fréttablaðið - 10.07.2004, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 10.07.2004, Blaðsíða 1
▲ SÍÐA 27 MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 LAUGARDAGUR TVEIR LEIKIR Í LANDSBANKA- DEILD KARLA Í KVÖLD Skaga- menn sækja Eyjamenn heim og hefst sá leikur kl. 14 en stórleikur umferðarinnar hefst klukkan 17 á KR-velli þar sem heimamenn taka á móti Fylkismönnum. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG STUTTBUXUR OG BOMSUR MEÐ Í FRÍIÐ Hægur vindur áfram og hlýtt á Norður- og Austurlandi. Lítilsháttar væta vestan til á landinu í dag en annars yfirleitt þurrt. Sjá síðu 6. 10. júlí 2004 – 186. tölublað – 4. árgangur ● 46 ára í dag Helgi Björnsson: ▲ SÍÐA 16 Í góðum gír með Grafík VISA-bikar kvenna: Valur, ÍBV og KR í undanúrslit ● þeyta stones-skífum á ellefunni Plötusnúðar: ▲ SÍÐA 30 Margrét og Heiða ÁGREININGUR UM STJÓRNAR- SKRÁ Tveir lögfræð- ingar sem komu fyrir allsherjarnefnd í dag eru á öndverðum meiði um hvor það væri brot á stjórnarskrá að fella lög úr gildi og breyta þeim samtímis. Með því sé verið að gera annan handhafa löggjafarvaldsins, for- setann, ómerkan. Sjá síðu 2 DNA-NIÐURSTAÐNA BEÐIÐ Maður- inn sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að eiga þátt í hvarfi fyrrum sambýlis- konu sinnar og barnsmóður kærði ekki gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar. Niðurstöður úr DNA-rannsóknum eru væntanlegar eftir helgi. Sjá síðu 6 ÓTTAST SYNJUN Sjálfstæðismenn ótt- ast að forseti synji nýjum fjölmiðlalögum staðfestingar verði þau samþykkt á Alþingi. Óróleiki er innan flokksins um framgöngu formanns og varaformanns að undanförnu. Sjá síðu 8 VEGGURINN BRÝTUR GEGN AL- ÞJÓÐALÖGUM Alþjóðadómstóllinn í Haag segir Ísraela hafa brotið gegn al- þjóðalögum með byggingu veggsins sem aðskilur þá og Palestínumenn. Þess er kraf- ist að veggurinn verði rifinn og skaðabætur greiddar. Sjá síðu 10 ● bílar Feðgar með bíladellu: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Vilja alltaf það flottasta Kvikmyndir 30 Tónlist 33 Leikhús 33 Myndlist 33 Íþróttir 26 Sjónvarp 32 Fljúgandi diskar í íslenskri lofthelgi Jimmy Jump: SÍÐA 18 ▲ ÚFÓ: SÍÐUR 20 & 21 ▲ Gerir allt fyrir frægðina M YN D /G U Ð N I H AN N ES SO N ● valsstúlkur mörðu sigur eftir framlengingu FJÖLMIÐLAFRUMVARP Tæplega þrír af hverjum fjórum kjósendum eru andvígir nýju fjölmiðlafrum- varpi ríkisstjórnarinnar og tæplega 66 prósent telja að for- seti Íslands eigi að synja nýjum fjölmiðlalögum staðfestingar, samkvæmt skoðanakönnun sem Fréttablaðið framkvæmdi í gær. Tæplega 73 prósent aðspurðra voru andvíg nýja frumvarpinu en það er svipuð andstaða og skoðanakannanir blaðsins bentu til að væri gegn fyrra fjölmiðla- frumvarpinu sem Alþingi sam- þykkti sem lög 24. maí. Samkvæmt könnuninni í gær töldu tæplega 66 prósent að for- setinn ætti að synja nýju fjöl- miðlalögunum staðfestingar en það eru aðeins færri en töldu að hann ætti að synja gömlu lögun- um staðfestingar samkvæmt könnun blaðsins frá því í lok maí. Þá taldi 71 prósent að forsetinn ætti að vísa málinu í þjóðar- atkvæði. Samkvæmt könnun blaðsins sem framkvæmd var eftir að forsetinn hafði synjað fjölmiðlalögunum staðfestingar, 2. júní, voru rúm 67 prósent sam- mála ákvörðun hans. Samkvæmt könnuninni sem var framkvæmd í gærkvöldi var ekki marktækur munur á afstöðu fólks eftir kyni en andstaðan við nýja frumvarpið er heldur meiri á landsbyggðinni en á höfuðborg- arsvæðinu. Ólafur Þ. Harðarson, prófess- or í stjórnmálafræði, segir að niðurstöðurnar hljóti að vera mikið umhugsunarefni fyrir ríkisstjórnina. „Þessar niður- stöður ættu að auka enn líkurnar á því að forsetinn neiti aftur að skrifa undir,“ segir Ólafur. Sjá nánar á síðu 4. FJÖR Á ÍRSKUM DÖGUM Á AKRANESI Milli fjögur og fimm þúsund gestir eru á Akranesi um helgina vegna írskra daga sem þar eru haldnir. Þessi litríki trúður lét sig ekki vanta á setningarhátíð írskra daga á Akratorgi. Í gær var heitasti dagur sumarsins og nutu landsmenn veðurblíðunnar um allt land. Bandaríska leyniþjónustan gaf sér að Írakar ættu gjöreyðingarvopn: Þingið gagnrýnir CIA harkalega BANDARÍKIN Bandaríska leyniþjón- ustan, CIA, fær rækilega á bauk- inn í nýrri skýrslu þingnefndar öldungadeildar Bandaríkjaþings. Þar segir að leyniþjónustan hafi brugðist í því að safna saman og setja fram áreiðanlegar upplýs- ingar um gereyðingarvopn Íraka í aðdraganda innrásarinnar í Írak. „Við í öldungadeildinni hefðum ekki samþykkt þetta stríð með 75 atkvæðum ef við hefðum vitað þá það sem við vitum nú,“ sagði demókratinn John D. Rockefeller IV sem var varaformaður nefnd- arinnar. Repúblikaninn Pat Roberts, formaður nefndarinnar, sagði að leyniþjónustan hefði brugðist. Í skýrslunni segir að leyniþjón- ustumenn hafi gefið sér að Írakar byggju yfir sýkla- og efnavopnum og að þeir væru að koma sér upp kjarnorkuvopnum. Út frá þessu hefðu þeir metið allar vísbending- ar. Það hefði orðið til þess að jafn- vel vafasamar vísbendingar voru túlkaðar sem sannanir fyrir því að Írakar byggju yfir gereyðingar- vopnum. Sú niðurstaða hefði ekki aðeins sýnt sig síðar að væri röng heldur hefði leyniþjónustan ekki búið yfir þeim gögnum á sínum tíma sem réttlættu þá niðurstöðu. Í næstu viku er að vænta skýrslu um frammistöðu bresku leyniþjónustunnar MI6 í aðdrag- anda innrásar. Samkvæmt frétt The Independent í gær verða þrír háttsettir njósnaforingjar gagn- rýndir fyrir störf sín og fundið að störfum leyniþjónustunnar. ■ Þrír af hverjum fjórum andvígir nýju frumvarpi Andstaða við nýtt fjölmiðlafrumvarp er álíka mikil og hún var við hið fyrra samkvæmt skoðana- könnun Fréttablaðsins. Um 66 prósent telja að forsetinn eigi að synja nýjum lögum staðfestingar. Gæludýrin vernduð: Má ekki henda RÓM Gæludýraeigendur á Ítalíu sem losa sig við dýrin á vegkantin- um geta átt von á allt að árs fang- elsidómi eða sektargreiðslu sem nemur um 880 þúsund krónum. Ítölsk stjórnvöld settu reglu- gerðina á í gær rétt, fyrir eitt helsta ferðamannatímabil lands- manna. Þingmaður vinstri demókrata ítalska þingsins, Guido Calvi, sagði við setningu lagagerðina að þeir Ítalir sem stunduðu þessa iðju gætu nú allt eins lent í fangelsi eins og á þeirri strönd sem ferðinni væri heitið á. Lögin ná einnig til þeirra sem drepa eða pynta gæludýrin sín, sem og þeirra sem skipuleggja hundaat eða stofna til ólöglegs feldsiðnaðar. Margir telja að ekki verði auð- velt að ná til eigenda yfirgefinna dýra. Það vandamál hefur verið leyst í norður Piedmont þar sem hundaeigendum er gert að merkja dýrin með tölvukubbi. ■

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.