Fréttablaðið - 10.07.2004, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 10.07.2004, Blaðsíða 2
2 10. júlí 2004 LAUGARDAGUR Kona með fíkniefni í Leifsstöð: Tekin með hálft kíló af kókaíni LÖGREGLUMÁL Tæplega þrítug kona frá Nígeríu reyndist vera með um 155 grömm af kókaíni innanklæða þegar leitað var á henni í tollinum á Keflavíkurflugvelli. Konan var þá send í röntgenmyndatöku og kom þá í ljós að hún var með hylki innvortis með um 330 grömmum af kókaíni. Samkvæmt upplýsingum frá sýslumanninum á Keflavíkurflug- velli er þetta mesta magn kókaíns sem fundist hefur innvortis á ein- staklingi við leit í tollinum á Leifs- stöð. Konan var úrskurðuð í gæsluvarðhald til 19. júlí. Ekki er vitað hver átti að taka við fíkniefnunum en líklegt þykir að um skipulagða, alþjóðlega glæpastarfsemi sé að ræða. Sölu- andvirði kókaínsins mun vera á þriða tug milljóna króna. ■ Viðurkennir að Strætó beri nokkra ábyrgð Ökuréttindalaus strætisvagnabílstjóri ók á í tvígang á sömu vaktinni. Framkvæmdastjóri Strætó segir verkferil fyrirtækisins í ráðningarmálum hafa beðið hnekki og verða endurskoðaðan í samráði við lögreglu. Segir ekki sjálfgefið að fá upplýsingar um gildi ökuréttinda hjá lögreglu. STRÆTISVAGNAR Verklagsreglur Strætó bs. í ráðningarmálum verða væntanlega endurskoðaðar í kjölfar þess að ökuréttindalaus bíl- stjóri var ráðinn til starfa að sögn Ásgeirs Eiríkssonar, fram- kvæmdastjóra Strætós. Upp komst um réttindaleysi bíl- stjórans eftir að hann ók á í tví- gang á sömu vaktinni, að sögn Ásgeirs. Í fyrra skiptið ók bíl- stjórinn á annan bíl á gatnamótum og er grunaður um að hafa ekið á móti rauðu ljósi. Eftir að lögregla hafði tekið skýrslu af manninum hélt hann áfram akstri. Skömmu síðar ók hann á kyrrstæðan bíl. Sömu lögreglumennirnir komu á vettvang og kom þá í ljós að bíl- stjórinn var án ökuréttinda. Að sögn Ásgeirs framvísaði bíl- stjórinn ökuskírteini við ráðningu og fór í gegnum allt undirbúnings- ferli verðandi strætisvagnabíl- stjóra án vandræða. „Okkar innri verkferlar og öryggismál biðu hnekki,“ segir Ásgeir. „Núna er okkar verkefni að athuga hvað við getum gert til þess að koma í veg fyrir að svona geti gerst aftur.“ Ásgeir segist í viðræðum við starfsmenn hjá lögreglustjóra- embættinu um hugsanlegar að- gerðir. „Það er ekki sjálfgefið að við getum fengið upplýsingar, til dæmis um hvort ökuskírteini séu í gildi, þar sem þetta flokkast undir persónuvernd,“ segir Ásgeir. „Í ljósi þessa máls hljótum við þó, í samvinnu við lögreglu, að finna út hvaða leiðir eru færar.“ Ásgeir segir ljóst að Strætó beri nokkra ábyrgð á atburðunum. „Það kemur í ljós að unnt er að komast fram hjá eftirlitskerfi okkar,“ segir Ásgeir. „Við gátum hins vegar ekki séð þetta fyrir. Til þessa höfum við verið í góðri trú þegar menn framvísa gildum öku- skírteinum. Þessi maður hins veg- ar framvísaði ökuskírteini sem hann átti í raun ekki að hafa sem er möguleiki sem við höfðum ekki gert ráð fyrir.“ ■ Uppreisnarmenn: Hundrað manns myrt SÚDAN, AP Uppreisnarmenn frá Úganda myrtu um eða yfir hundrað manns og stökktu um 15.000 manns á flótta í árásum í suðurhluta Súdans, um 30 kílómetra fyrir norðan landamærin að Úganda. Uppreisnarmenn úr röðum And- spyrnuher drottins, sem hafa bæki- stöðvar í sunnanverðu Súdan, eru sagðir hafa ráðist á þorp nærri bænum Madgwi. Þar eiga þeir að hafa myrt fólk, rænt munum og kveikt í heimilum. Prestur á svæð- inu segir uppreisnarmenn hafa myrt um hundrað manns en súdönsk uppreisnarhreyfing á svæðinu segir 122 hafa látið lífið. ■ STJÓRNARSKRÁ Lögmenn sem komu fyrir allsherjarnefnd í dag eru á öndverðum meiði um hvort það standist stjórnarskrána að ríkis- stjórnin afturkalli lög og breyti þeim samtímis. Álitsgjafarnir voru Eiríkur Tómasson lagapró- fessor sem telur það brot á stjórn- arskrá og Davíð Þór Björgvins- son, lögmaður og formaður fjöl- miðlanefndarinnar, sem segir að svo sé ekki. „Ég tel það brot á stjórnarskrá og núgildandi stjórnskipan að fella fjölmiðlalögin úr gildi og breyta þeim samtímis þannig að þær breytingar taki gildi um leið,“ segir Eiríkur. „Ef lengra yrði gengið af hálfu Alþingis er þingið að taka fram fyrir hendurnar á hinum hand- hafa löggjafarvaldsins, forsetan- um. Með því að virða ekki þá ákvörðun forseta að synja lögum staðfestingar og bera þau undir þjóðaratkvæðagreiðslu er þingið að gera annan handhafa löggjaf- arvaldsins ómerkan. Upp gæti komið þrátefli milli forseta og þings sem leitt gæti af sér stjórn- skipulega kreppu sem ber að forð- ast í lengstu lög,“ segir Eiríkur. Forsætisráðherra var spurður eftir ríkisstjórnarfund í gær hvernig ríkisstjórnin myndi bregðast við lögfræðiáliti sem kæmist að þeirri niðurstöðu að það stæðist ekki stjórnarskrá að afturkalla lög um leið og lagt væri fram nýtt frumvarp með breyt- ingum á sömu lögum. „Ef einhver fær einhvern lög- fræðing að segja einhverja vit- leysu þá gerum við ekkert með það,“ sagði Davíð. „Það er svo pottþétt og öruggt að það er hægt að breyta stjórnar- frumvörpum sem eru orðin að lögum hvenær sem er. Auðvitað geta menn fengið einhvern lög- fræðing til að segja einhverja vit- leysu, býst ég við,“ sagði Davíð. Ekki náðist í Davíð Þór Björg- vinsson í gær. sda@frettabladid.is Greinir á um stjórnarskrá Tveir lögfræðingar sem komu fyrir allsherjarnefnd í dag eru á öndverð- um meiði um hvort það væri brot á stjórnarskrá að fella lög úr gildi og breyta þeim samtímis. ■ VIÐSKIPTI „Nei, ég geri það ekki.“ Ari Magnússon hefur opnað fyrsta íslenska upp- boðsvefinn á netinu á slóðinni uppbod.is. SPURNING DAGSINS Ari, þú óttast ekki að lenda á uppboði með þetta? HÆKKAR VEXTI KB banki til- kynnti í gær um hækkun bæði á innlánum og útlánum á óverð- tryggðum reikningum. Í frétta- tilkynningu kemur fram að þetta hafi verið ákveðið í kjölfar vaxta- hækkunar Seðlabanka Íslands. Engar breytingar eru á vöxtum verðtryggðra inn- og útlána. ■ VIÐSKIPTI AUKINN BÍLAINNFLUTNINGUR Í fréttabréfi greiningardeildar KB banka í gær kom fram að bílainnflutningur í júní 2004 hafi verið 20 prósent meiri en í fyrra. Þar segir að bíla- innflutningur sé talinn mikilvæg mælistika á þróun einkaneyslu. DAVÍÐ ODDSSON AÐ LOKNUM RÍKISSTJÓRNARFUNDI Í GÆR „Það er svo pottþétt og öruggt að það er hægt að breyta stjórnarfrumvörpum sem eru orðin að lögum hvenær sem er. Auðvitað geta menn fengið einhvern lögfræðing til að segja einhverja vitleysu, býst ég við.“ ÁSGEIR EIRÍKSSON Framkvæmdastjóri Strætó bs. brá sér í hlutverk vagnstjóra í gær og ók leið sjö. Nokkuð er um liðið síðan Ásgeir settist síðast undir stýri á strætó og sagðist því fá smá fiðring enda sé strætóbílstjórastarfið bæði skemmtilegt og gagnlegt. VIÐ KÍNVERSKA SENDIRÁÐIÐ Félagar Falun Gong mótmæltu illri meðferð á félögum hreyfingarinnar við kínverska sendiráðið tvívegis í gær í óþökk starfsmanna þess. Friðsamleg áskorun: Mótmæla ofsóknum MÓTMÆLI Félagar Falun Gong mót- mæltu tvívegis illri meðferð félaga hreyfingarinnar í Kína við kínverska sendiráðið í gær. Kínverski dómsmálaráðherr- ann, Zhang Fusen, hefur undan- farna daga verið í heimsókn hér á landi og kynnt sér starfsaðferðir íslenskra dómstóla. Þórdís Hauksdóttir, talsmaður Falun Gong á Íslandi, segir að ekki sé verið að mótmæla kínversku ríkisstjórninni. „Þetta er friðsöm áskorun til kínverskra yfirvalda að hætta að ofsækja og pynta saklaust fólk heima hjá sér.“ Þórdís segir samtökin hafa lagt fram 28 kærur í 17 lýðræðis- löndum, þar á meðal hér, á hendur Luo Gan fyrir glæpi gegn mann- kyni. Luo Gan er einn æðsti yfir- maður öryggis- og dómsmála í Kína. Hann heimsótti landið í september í fyrra. ■ KÓKAÍN Konan var alls með tæplega hálft kíló af kókaíni innanklæða og innvortis.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.