Fréttablaðið - 10.07.2004, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 10.07.2004, Blaðsíða 6
6 10. júlí 2004 LAUGARDAGUR Verðstríð í Bretlandi Getur leitt til lægra fiskverðs VIÐSKIPTI Í Morgunkorni greining- ardeildar Íslandsbanka í gær er velt vöngum yfir því hvort hat- rammt verðstríð sem nú geysar í breskri smásöluverslun kunni að leiða til verra afurðaverðs hjá ís- lenskum sjávarútvegsfyrirtækjum. Að sögn Atla Rafns Björnsson- ar, hjá Íslandsbanka, er Bretland stærsta útflutningslandið fyrir ís- lenskan fisk og því hafi verðþróun þar mikil áhrif. Hann segir að miklar væringar séu á breska markaðinum, meðal annars vegna yfirtökutilrauna Philips Green á Marks & Spencer¥s verslunar- keðjunni, séu þess valdandi að mikill þrýstingur sé á birgja að lækka verð til stórmarkaða. „Þetta sést í afkomu hjá birgj- unum sem fá þau skilaboð að þeir þurfi að bera hluta af kostnaðin- um vegna þessa verðstríðs. Þegar stórar keðjur eru að berjast fyrir lífi sínu þá verða birgjarnir að lækka sig, annars fara menn ann- að,“ segir Atli Rafn. Í Morgunkorni Íslandsbanka kemur fram að á síðasta ári hafi um fjórðungur fiskútflutnings Ís- lendinga verið á Bretlandsmark- aði. ■ MANNSHVARF 45 ára maður sem situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að eiga þátt í hvarfi á fyrrum sambýliskonu sinni og barnsmóð- ur hefur ákveðið að kæra ekki gæsluvarðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar. „Hann ákvað að kæra úrskurð- inn ekki. Þetta er tiltölulega stutt- ur úrskurður og verið er að skoða hluti í hans eigu,“ segir Hilmar Baldursson, verjandi mannsins. Hilmar segir ástæðulaust að kæra úrskurðinn þegar búast megi við að það hafi ekkert upp á sig. Jafn- framt segir hann ákvörðunina ekki fela í sér neina viðurkenningu. Fljótlega eftir helgi má búast við niðurstöðum úr DNA-rann- sóknum frá Noregi en nokkur líf- sýni hafa verið send þangað til greiningar vegna hvarfs konunn- ar sem saknað hefur verið síðan á sunnudagsmorgun. Niðurstöðurn- ar geta leitt í ljós hvort blóðið sem var í íbúð og í bíl mannsins sé úr barnsmóður hans. Síðast er vitað af ferðum konunnar á heimili mannsins og er bifreið hennar fyrir utan hús hans. Ættingjar hennar tilkynntu um hvarf kon- unnar á mánudag. Fjöldi lögreglumanna koma að rannsókn málsins og hefur meðal annars verið unnið að vettvangs- rannsókn í íbúð mannsins að Stór- holti og í jeppabifreið hans frá því á þriðjudag. Vettvangsrannsókn hefur ekki verið hafin á öðrum stöðum. Einnig hefur lögreglan unnið að því að kanna ferðir mannsins frá því á sunnudags- morgun og frá því að hann var handtekinn á þriðjudag. Maðurinn neitar enn staðfastlega að hafa neitt með hvarf fyrrum sambýlis- konu sinnar og barnsmóður að gera þrátt fyrir að lögregla hafi fundið blóð bæði heima hjá hon- um og í bifreið hans. Enn hefur ekki verð lýst eftir konunni sem bendir til þess að eitt- hvað saknæmt hafi átt sér stað. hrs@frettabladid.is Tilraunaeldisstöð: Selur seiði FISKELDI Tæplega 30 þúsund 200 gramma þorskseiða úr til- raunastöð Hafrannsóknastofn- unar að Stað við Grindavík voru seld til Hjaltlandseyja ný- lega. Með sölunni er vonast til að fyrr mælist árangur við kyn- bætur á eldisþorski. Einnig er nú hægt að bera saman árang- ur af eldi við ólíkar aðstæður. Hafrannsóknastofnun hefur undanfarin ár lagt aukna áher- slu á þróun þorskeldis og hefur í samstarfið við Stofnfisk og fleiri einkaaðila verið stofnað rekstrarfélag um seiðafram- leiðslu og kynbætur. Þetta kemur fram í upplýsingum frá Hafrannsóknastofnun. ■ Flotaæfingar: Þær mestu í áratugi WASHINGTON, AP Bandaríkjafloti er að hefja viðamestu æfingar sínar um nokkurra áratugaskeið. Sjö af tólf flugmóð- urskipaflota- deildum þeirra eru á leið til æfinga víðs vegar um h e i m s h ö f i n . Síðustu 30 árin hafa aldrei verið meira en þrjár flugmóðurskipaflotadeildir við æfingar á sama tíma. John D. Stufflebeem, aðmíráll og aðgerðastjóri flotans, segir æfing- arnar ekki eiga að fela í sér skilaboð til hugsanlegra óvina Bandaríkj- anna. „Við erum að sýna okkur sjálfum, allt eins mikið og öðrum, hvað við getum,“ sagði hann en bætti við að ekki væri verra ef aðrir lærðu eitthvað af æfingunni. ■ GENGI GJALDMIÐLA Bandaríkjadalur 70,93 -0,82% Sterlingspund 131,34 -0,70% Dönsk króna 11,82 -0,58% Evra 88,90 -0,57% Gengisvísitala krónu 122,22 -0,65% KAUPHÖLL ÍSLANDS Fjöldi viðskipta 194 Velta 1.233 milljónir ICEX-15 2.989 0,38% Mestu viðskiptin Kaupþing Búnaðarbanki hf. 599.885 Tryggingamiðstöðin hf. 195.940 Landsbanki Íslands hf. 143.038 Mesta hækkun Fiskimarkaður Íslands hf. 2,44% Hlutabréfasjóður Búnaðarb. 0,96% Samherji hf. 0,94% Mesta lækkun Burðarás hf. -0,98% Afl fjárfestingarfélag hf. -0,87% Kaldbakur hf. -0,72% ERLENDAR VÍSITÖLUR DJ * 10.208,4 0,4% Nasdaq * 1.944,5 0,5% FTSE 4.392,2 0,3% DAX 3.924,5 -0,3% Nikkei 11.423,5 0,9% S&P * 1.112,1 0,3% * Bandarískar vísitölur kl. 17.45 VEISTU SVARIÐ? 1Hvað heitir aðstoðarmaður forsætis-ráðherra? 2Hvaða samtök stóðu fyrir mótmæla-fundi í miðbæ Reykjavíkur í fyrradag? 3Hvaða bók Arnalds Indriðasonar siturnú í 11. sæti sænska metsölulistans? Svörin eru á bls. 34 ATLI RAFN BJÖRNSSON Greiningardeild Íslandsbanka bendir á að væringar í breskri smásölu hafi áhrif á fisk- verð. FJÖLDI LÖGREGLUMANNA VINNA AÐ RANNSÓKNINNI Vettvangsrannsókn stendur enn yfir á heimili mannsins í Stórholti. Þá hefur bíll hans verið rannsakaður en vettvangsrannsókn hefur ekki verið hafin á öðrum stöðum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N FRUMSÝND 9. JÚLÍ SMS LEIKUR A›alvinningur er: Sony Ericsson T630 + PS2 tölva + Spider-Man 2 PS2 leikurinn og mi›i fyrir 2 á Spider-Man2* Aukavinningar eru: • Mi›ar á Spider-Man 2 • Spider-Man 2 tölvuleikurinn • Spider-Man 1 á DVD og VHS • Ís frá Emmessís • Gla›ningur frá LEGO • Fullt af VHS og DVD myndum • Tónlistin úr myndinni og margt fleira. SENDU SMS SKEYTIÐ JA SPF Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ. VILTU MIÐA Á 99 KR.? 9. hver vinnur! *A›alvinningur ver›ur dreginn út úr öllum innsendum SMS skeytum Vinningar ver›a afhendir hjá BT Smáralind. Kópavogi. Me› því a› taka þátt ertu kominn í SMS klúbb. 99 kr/skeytið GLÆSILEGIR AUKAVINNINGAR! Sjá›u myndina-Spila›u leikinn AÐALVINNINGAR Sony Ericsson T630Playstation 2 DÝRIN VERNDUÐ Ill meðferð á dýrum getur í framtíðinni leitt til fangelsisvistar þeirra sem gerast sekir um hana á Ítalíu. Sam- kvæmt nýrri löggjöf liggur allt að eins árs fangelsi við því að yf- irgefa gæludýr í búri, eins og hálfs árs fangelsisvist við því að drepa gæludýr og þriggja ára fangelsi við því að skipuleggja bardaga milli dýra. ■ EVRÓPA Áskorun til ráðamanna: Jafna kynja- hlutfall í ríkisstjórn JAFNRÉTTI Stjórnir Kvenréttindafé- lags Íslands og Kvenfélagasam- bands Íslands skora á forsvars- menn stjórnarflokkanna að jafna hlut kynjanna við fyrirhugaðar breytingar á ríkisstjórninni i haust og sýna í verki að þeir meti konur ekki síður en karla að verð- leikum í stjórnmálum. Í áskoruninni kemur fram að við síðustu alþingiskosningar hafi hlutfall kvenna á Alþingi minnkað verulega og sé hlutfall þeirra nú óásættanlegt til frambúðar. Minnt er á jafnréttisáætlun ríkisstjórn- arinnar þar sem komi skýrt fram að nauðsynlegt sé að jafna hlut kynjanna í stjórnsýslunni. ■ FLUGMÓÐURSKIPIÐ KITTY HAWK Bandaríkjamenn eru að hefja óvenju viða- miklar flotaæfingar. Niðurstöður DNA eru væntanlegar Maðurinn sem nú situr í gæsluvarðhaldi grunaður um að eiga þátt í hvarfi fyrrum sambýliskonu sinnar og barnsmóður kærði ekki gæslu- varðhaldsúrskurðinn til Hæstaréttar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.