Fréttablaðið - 10.07.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 10.07.2004, Blaðsíða 10
10. júlí 2004 LAUGARDAGUR KENYA, AP Kofi Annan, fram- kvæmdastjóri Sameinuðu Þjóð- anna, lagði áherslu á að ríkis- stjórnir Afríkuríkjanna taki al- næmis- og HIV- vandann föstum tökum í heimsókn sinni til Kenýa fyrir helgi. Um 65 prósent HIV- eða alnæmissmitaðra í heiminum búa sunnan Sahara-eyðimerkur- innar í Afríku samkvæmt nýjustu skýrslu Sameinuðu þjóðanna um alnæmi á heimsvísu. Annan segir að framtíð Afríku sé í húfi og tölfræðin segi ekki nema hálfa söguna. HIV- og al- næmissmituðum hefur fjölgað víðast hvar í Afríku en stjórnvöld eru gjarnan treg til að taka opin- berlega á vandanum. Úganda er þó undantekning þar sem tókst að lækka hlutfall HIV-smitaðra úr tólf prósentum niður í fjögur á tíunda áratugnum. ■ Veggurinn brýtur gegn alþjóðalögum Alþjóðadómstóllinn í Haag segir Ísraela hafa brotið gegn alþjóðalögum með byggingu veggsins sem aðskilur þá og Palestínumenn. Þess er kraf- ist að veggurinn verði rifinn og skaðabætur greiddar. MIÐAUSTURLÖND Veggurinn sem Ísra- elar hafa reist á milli sín og byggða Palestínumanna á Vesturbakkanum er ólöglegur og ekki nauðsynlegur til að tryggja öryggi Ísraela gegn sjálfsmorðsárásum. Þetta er niður- staða Alþjóðadómstólsins í Haag sem úrskurðaði í gær um lögmæti veggsins. Dómstóllinn komst að þeirri nið- urstöðu að með byggingu veggsins hefðu Ísraelar þrengt um of að rétt- indum og hagsmunum Palestínu- manna. Dómararnir sögðu bygging- una brjóta í bága við alþjóðalög þar sem Ísraelar væru í raun og veru að innlima palestínskt landsvæði í Ísrael þrátt fyrir að Ísraelar héldu því fram að bygging múrsins væri tímabundið ráð til að sporna gegn hryðjuverkum. Dómstóllinn fyrirskipaði Ísrael- um að skila Palestínumönnum því landsvæði sem hefði verið lagt undir byggingu múrsins og að greiða bæt- ur til handa þeim Palestínumönnum sem hafa skaðast af völdum bygg- ingarinnar. Enn fremur hvatti hann Sameinuðu þjóðirnar til aðgerða. „Dómstóllinn telur að Sameinuðu þjóðirnar, og einkum allsherjarþing- ið og öryggisráðið, ættu að íhuga hvaða aðgerða er þörf til að binda endi á það ólöglega ástand sem hefur skapast við byggingu veggsins,“ sagði í úrskurði dómstólsins. Fjórtán af fimmtán dómurum voru sammála úrskurðinum, aðeins bandaríski dómarinn greiddi at- kvæði gegn honum. Dómurinn er ekki bindandi en þykir táknrænn sig- ur fyrir Palestínumenn þar sem hann getur orðið til að veita kröfum þeirra siðferðis- legan og lagalegan stuðning. Dóm- stóllinn tók málið fyrir eftir að alls- herjaþing Samein- uðu þjóðanna fór þess á leit. Ísraelar eru óbundnir af hon- um og segjast ekki ætla að fara eftir honum. Yosef Lapid dómsmála- ráðherra sagði í gær að Ísraelar myndu virða nið- urstöðu hæstaréttar Ísraels sem sagði byggingu veggsins löglega en setti henni samt nokkrar takmarkan- ir. Hann sagði vegginn nauðsynlegan fyrir öryggi Ísraels og að byggingu hans yrði haldið áfram. „Alþjóðadómstóllinn komst klár- lega að þeirri niðurstöðu að þessi rasistaveggur er ólöglegur og að Ísraelar ættu að hætta byggingu hans,“ sagði Ahmed Qureia, forsæt- isráðherra Palestínu, og fagnaði nið- urstöðunni. ■ ÁSKORUN Fótboltaleikur hreyfi- hamlaðra og aðstoðarmanna þeir- ra gegn stjörnuliði KSÍ var háður í gær. Stjörnuliðið fékk að kynnast aðstæðum hreyfihamlaðra með því að notast við ýmis konar hjálp- artæki í leiknum, s.s hjólastóla, göngugrindur og hækjur í leikn- um. Sigurður Ragnar Eyjólfsson, fræðslustjóri KSÍ, segir stjörnu- liðið hafa tapað leiknum 9-1. „Það er þrautinni þyngri að spila fót- bolta í hjólastól ef maður er óvan- ur því,“ segir Sigurður. Leikurinn er liður í baráttu Götuhernaðarins, sem er sam- starfsverkefni Hins hússins og Sjálfsbjargar, fyrir bættu aðgengi hreyfihamlaðra að miðbænum og víðar. Hópurinn leitast víða við að finna lausnir frekar en að einblína á það sem miður fer. ■ F í t o n / S Í A F I 0 0 9 4 2 6 Uppáhald íslensku þjóðarinnar Fjöldi uppskrifta á www.lambakjot.is Kaffikonan góðkunna, Aðalheiður Héðinsdóttir, tvínónar ekki við hlutina þegar hún töfrar svipstundu fram þennan frábæra smárétt handa vinum og vandamönnum. Bragðmikill og ilmandi kaffibolli á eftir er síðan alveg ómissandi. Töfrandi smáréttur Carpaccio Fyrir 4. 300 g lambahryggvöðvi, fitulaus 2 fíkjur 1 búnt graslaukur 2 msk. kasjúhnetur 1 dl olíuolía 1 msk. hvítvínsedik salt og pipar Steikið lambahryggvöðvann á þurri pönnu við háan hita í u.þ.b. 11/2 mínútu á hvorri hlið. Skerið kjötið í þunnar sneiðar og raðið á fat. Skreytið með fíkjum, berið fram með hnetusósunni og smá klettasalati og graslauk ... frábært sem forréttur eða smáréttur. Hnetusósa Kasjú hnetuolía og edik, blandað í matvinnsluvél og kryddað lítillega með salti og pipar. - fyrir vini og vandamenn Kofi Annan um alnæmi: Framtíð Afríku er í húfi KOFI ANNAN Var í tveggja daga heimsókn í Kenýa fyrir helgi. Götuhernaðurinn: Sigruðu stjörnurnar VIÐ MARK STJÖRNULIÐS KSÍ Kristján Finnbogason, markvörður KR, stóð í marki stjörnuliðs KSÍ í fyrri hálfleik. Hann fékk á sig sjö mörk. VEGGURINN RÍSI Aðstandendur manns sem lést í hryðjuverkaárás Palestínumanna hvetja til áframhaldandi byggingar veggsins. VEGGINN BURT Palestínskur piltur mótmælir veggnum og krefst þess að hann verði brotinn. Alþjóðadómstóllinn tók undir það viðhorf.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.