Fréttablaðið - 10.07.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 10.07.2004, Blaðsíða 16
Í lögreglufylgd gegnum Hvalfjarðargöngin Á þessum degi árið 1940 hófu Þjóðverjar að varpa fyrstu sprengjunum á Bretland í árás sem stóð í þrjá og hálfan mánuð. Eftir að Þjóðverjar náðu Frakk- landi á vald sitt, vissu Bretar að það væri bara tímaspursmál hvenær Öxulveldin beindu augum sínum yfir Ermarsundið. Þann 10. júlí 1940 réðust 120 sprengju- og orustuflug- vélar á breska skipalest á sundinu. Á sama tíma létu um 70 sprengju- flugvélar sprengjum sínum rigna yfir skipasmíðastöð í suður Wales. Þrátt fyrir að Bretar hefðu mun færri orustuflugvélar en Þjóðverj- ar, höfðu þeir yfir að ráða radar, sem gerði það að verkum að erfitt var fyrir Þjóðverjana að hefja óvæntar árásir. Bretarnir áttu ein- nig mun betri flugvélar en Þjóð- verjarnir og voru bresku Spitfirer- arnir til dæmis liprari en þýsku ME109 vélarnar. Þýsku flugvélarn- ar gátu flogið styttra, og sprengju- flugvélarnar gátu ekki borið nægj- anlegt magn af sprengjum. Fyrstu daga bardagans var það ál sem Bretum vantaði sárlega. Ríkisstjórnin setti því fram beiðni þar sem öllu áli í landinu yrði komið til ráðuneytis framleiðslu flugvéla. „Við breytum pottum ykkar og pönnum í Spitfirera og Hurricanes,“ sagði ráðuneytið og stóð við orð sín. ■ ORUSTUFLUGVÉLAR Á FLUGI Orustu- og sprengiflugvélar voru það sem máli skipti í orustuni um Bretland þar sem Þjóðverjar létu sprengjum rigna í rúma þrjá mánuði. Baráttan um Bretland hefst 16 10. júlí 2004 LAUGARDAGUR ■ AFMÆLI JESSICA SIMPSON Leikkonan og söngkonan Jessica Simpson er 24 ára í dag. 10. JÚLÍ Gísli Torfason er 50 ára. Stefán Karl Stefánsson leikari er 29 ára. ■ ANDLÁT Borghildur Sólveig Ólafsdóttir, Hjalla- lundi 3a, Akureyri, lést miðvikudaginn 7. júlí. Helga Ágústa Hjálmarsdóttir, fyrrv. gjaldkeri Ríkisspítalanna, Hlíðarhúsum 3-5, Reykjavík, lést þriðjudaginn 6. júlí. Jón Árnason, Þverá, Eyjafjarðarsveit, lést miðvikudaginn 7. júlí. Olga Ásbergsdóttir, Súgandafirði, lést miðvikudaginn 7. júlí. Ragnhildur Pétursdóttir, Hlaðhömrum, Mosfellsbæ, lést fimmtudaginn 1. júlí. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Sunneva Hafberg, Reynimel 82, Reykja- vík, lést þriðjudaginn 6. júlí. ■ JARÐARFARIR 11.00 Steinunn Guðrún Björnsdóttir, Seljavegi 8, Selfossi, verður jarð- sungin frá Selfosskirkju. 14.00 Atli Benedikt Hilmarsson verður jarðsunginn frá Svalbarðskirkju í Þistilfirði. 14.00 Helga Ólína Aradóttir, Móbergi, Langadal, verður jarðsungin frá Holtastaðakirkju. 14.00 Ari Benedikt Sigurðsson, Fagur- hólsmýri, Öræfum, verður jarð- sunginn frá Hofskirkju í Öræfum. 14.00 Sigríður Guðjónsdóttir, Hlíð í Skaftártungu, verður jarðsungin frá Grafarkirkju í Skaftártungu. „Ég er 46 ára í dag,“ segir Helgi Björnsson tónlistarmaður og kveðst löngu orðinn skallapoppari þó að enginn sé skallinn. ‘’Dagur- inn fer nú sennilega mestur í und- irbúning fyrir tónleikana sem við í Grafík erum að halda hérna í Al- þýðuhúsinu á Ísafirði klukkan átta í kvöld. Mér sýnist meira að segja að allt stefni í aukatónleika klukkan 11. Hljómsveitin er að koma saman í tilefni af því að 20 ár eru síðan við gáfum út plötuna Get ég tekið séns? Platan sem kom út 1984, sló í gegn og hefur lifað með þjóðinni síðan,“ segir Helgi grafalvarlegur, Hann segist þó ætla að þjófstarta afmælinu og grilla með yngstu systur sinni sem einmitt á sama afmælisdag og hann. „Við bjóðum fjölskyldu og vinum til fagnaðar, og það er nú ekki verra að fá svona æðislegt veður,“ sagði Helgi alsæll í bongóblíðu fyrir vestan. Helgi er ekkert sérstakur af- mælisstrákur og afmælið hans gleymdist gjarnan þegar hann var yngri. „Ég geri yfirleitt ekki mik- ið úr þessu, en konan mín hélt einu sinni „surprise“ veislu fyrir mig sem var voða gaman. Ég mundi þá ekkert að ég átti af- mæli.“ Eftirminnilegasta afmæli Helga var fertugsafmælið. Mér fannst ég þurfa að halda upp á það með stæl. Síðustu ferð Akra- borgarinnar bar einmitt upp á sama dag. Við Stefán Stephensen vinur minn ákváðum að fara þessa síðustu ferð fram og til baka með bátnum. Við tókum með okkur kampavín og ljóða- bækur og settumst upp á dekk í blíðunni. Þetta var svona „lax- nesk“ stemmning. Á Akranesi fórum við svo á kaffihús og tókst að missa af ferðinni til baka. Þá voru góð ráð dýr því ég átti að vera í leiksýningu um kvöldið í Íslensku óperunni. Til stóð að opna Hvalfjarðargöngin daginn eftir, en ég lagðist í símann til að fá menn til að opna göngin. Það endaði með að við fórum í lög- reglufylgd gegnum göngin dag- inn áður en þau voru vígð. Ég náði í óperuna og bauð til veislu eftir sýninguna. Þetta var hreint út sagt yndislegt. Fyrir aðdáendur Helgar og Grafíkur má geta þess að Grafík heldur væntanlega eina tónleika Reykjavík í lok sumars. Ekki missa af því. ■ AFMÆLI HELGI BJÖRNSSON ER 46 ÁRA ■ Hann er í góðum gír á Ísafirði með hljómsveitinni Grafík og er jafnframt að halda upp á að 20 ár eru síðan platan Get ég tekið séns, kom út. 10. JÚLÍ 1940 SÍÐARI HEIMSSTYRJÖLDIN ■ Baráttan um Bretland HELGI BJÖRNSSON Heldur upp á afmælið sitt á Ísafirði í dag, en þar heldur hann tvenna tónleika í kvöld með hljómsveitinni Grafík endurvakinni. Útför móður okkar, tengdamóður ömmu og langömmu GUÐMUNDU LILJU ÓLAFSDÓTTUR, Seljahlíð, Hjallaseli 55 sem lést 5. júlí sl. verður gerð frá Dómkirkjunni, föstudaginn 16. júlí kl. 13:30 Helga Karlsdóttir Gunnar Ingimarsson Guðríður Þorsteinsdóttir Stefán Reynir Kristinsson Vilhelmína Þorsteinsdóttir ömmubörn og langömmubörn Fimm nýjar hljóðbækur verða kynntar í versluninni Iðu við Lækjargötu í dag. Um er að ræða Grafarþögn eftir Arnald Indriðason í upplestri Sigurðar Skúlasonar leikara og barna- bækurnar Lína Langsokkur, Hrói Höttur, V a l i n Grimmsæv- intýri og Skemmtilegu s m á b a r n a - bækurnar. Þá hefur verið opnuð heimasíðan hljodbok.is en þar má m.a. hlus- ta á sýnishorn af hverri bók. Að sögn Herdísar Hallvarðs- dóttur, markaðsstjóra hljod- bok.is, hafa viðbrögð almenn- ings verið góð. „Salan hefur far- ið ágætlega af stað. Þetta er til- tölulega ný vara sem Íslending- ar eru ekki vanir að kaupa sér. Hins vegar eru menn mjög já- kvæðir. Ég er ánægð með mót- tökurnar,“ segir Herdís. Hún segir að fjölmargir geti nýtt sér bækurnar, ekki bara þeir sem eru blindir eða hafi slæma sjón. „Þeir sem eru að keyra í vinnu geta hlustað á bæk- urnar og líka þeir sem eru með börn og eru að keyra kannski út úr bænum í frí. Börnin eru miklu rólegri ef þau hafa eitthvað að hlusta á,“ segir hún. „Þetta getur líka verið fyrir önnum kafið fólk sem gefur sér ekki tíma til að lesa. Það getur hlustað á bæk- urnar þegar það fer út að labba eða er heima hjá sér að strauja.“ Auk bókakynningarinnar munu tvær stúlkur frá Hinu hús- inu, þær Bryndís Sveinbjörns- dóttir og Sigrún Baldursdóttir, kynna fatalínu sína Lykkju- fall...úps. ■ Hljóðbækur fyrir önnum kafið fólk TÍMAMÓT HLJÓÐBÓK.IS ■ hefur sent frá sér fimm nýjar hljóð- bækur, þeirra á meðal Grafarþögn eftir Arnald Indriðason. GRIMMS- ÆVINTÝRI Upplagt er að spila Grimms- ævintýri fyrir börnin þegar farið er í ferðalag. GÍSLI HELGASON Annar stofnandi Hljóðbókar.is sem mun kynna nýjar hljóðbækur í dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.