Fréttablaðið - 10.07.2004, Blaðsíða 21

Fréttablaðið - 10.07.2004, Blaðsíða 21
3LAUGARDAGUR 10. júlí 2004 www.einkaleiga.is skoðaðu dæmin og finndu draumabílinn! Siggi Hall, matreiðslumeistari og veitingamaður á Óðinsvéum, segist ekki vera mikill áhuga- maður um bíla. Hann segist eiga góða Toyota-bifreið sem hann noti til að komast á milli staða. Þegar blaðamaður spyr Sigga um það besta í bílnum hans nefnir hann stýrið svona í gríni en hugsar sig svo vel um. „Ætli það besta í bílnum mínum sé ekki bara handfrjálsi símabúnaðurinn í honum því mér finnst mjög gaman að nota hann. Vinnu minnar vegna þarf ég mikið að vera í símanum og ég tala nú ekki um þegar svona blaðakonur eins og þú hringja til að spyrja svona skrítinna spurninga. Því er hand- frjálsi búnaðurinn bráðnauðsyn- legt tæki fyrir mig,“ segir hann og hlær. Siggi segist hlusta talsvert á tónlist í bílnum og finnst geisla- spilarinn ómissandi. „Bíll er bara bíll í mínum huga en ég geri nú samt þá kröfu að hafa þá hljóð- láta, þægilega og örugga. Einnig finnst mér nauðsynlegt að eiga bíl sem bilar lítið því ég nenni ekki að standa í því að þurfa að láta gera við hann. En ég er hæstánægður með bílinn minn því hann stenst allar þær kröfur sem ég geri í sambandi við bíla,“ segir Siggi Hall. ■ Góð ráð JÓN HEIÐAR ÓLAFSSON VÍSAR Á LEIÐIR TIL AÐ HLEYPA OLÍU AF VÉLINNI Skipt um olíu Það er alltaf góð tilfinning að vera búinn að skipta um olíu á bílnum sínum. Festa olíutappann, vera viss um að olíusían sé rétt hert og nýja olían komin á vélina. Draga síðan olíukvarðann upp til að skoða hreinu olíuna, en þá byrjar ballið, það er komin of mikil olía á vélina. Í flestum tilfellum er ástæðan sú að það er engin olía komin inn í síuna. Meðalolíusía tekur um hálfan lítra af olíu. Það er því nóg að setja vélina í gang í smá stund og mæla svo aftur olíuna á vélinni. Ef það er ennþá of mikil olía á vélinni þá verður maður að losa olíu- tappann og hleypa umfram olíu af vélinni. Það sem gerist ef það er sett of mikil olía á vélina er að sveifarásin lemst ofan í olíuna og á þá erfiðara með að snúast sem veldur aukinni bensíneyðslu en það er annað verra. Þegar sveifarásin lemst ofan í olíuna þeytist hún og verður eins og egg sem er búið að þeyta vel. Mikið súrefni er komið saman við olíuna sem veldur neyðarástandi í vélinni með ófyrirsjáanlegum afleiðingum. Vantar þig góð ráð. Sendu Jóni Heiðari póst á netfangið bilar@frettabladid.is Það besta í bílnum: Handfrjálsi símabúnaðurinn bestur Myndatexti Filmur í bílrúður Hjá fyrirtækinu Auto Sport er hægt að kaupa sérstakar filmur til að setja innan í rúður bíla. Auk þess sem filmurnar gefa bílnum glæsi- legt útlit eru margir aðrir góðir kostir við þær, ekki síst fyrir farþeg- ana. Börn og fullorðnir kvarta mest undan sól og hita þegar haldið er í ferðalag. Filmurnar draga nær alveg úr hættulegum UV geislum og eru því góð sólarvörn fyrir húð og viðkvæm augu. Filmurnar styrk- ja glerið gegn grjótkasti og glerflís- um og gera það að verkum að betra útsýni er út úr bílnum en inn í hann sem er góð þjófavörn. Film- urnar minnka upplitun á innrétt- ingu og hita í bílnum og láta bílinn líta betur út og gera hann þægi- legri. Sjá nánar á autosport.is [ BÍLAR ] Á SUNNUDÖGUM Atvinnuauglýsingar sem fara inn á 75% heimila landsins Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is - mest lesna blað landsins - - mest lesna blað landsins Á SUNNUDÖGUM Atvinnuauglýsingar sem fara inn á 75% heimila landsins Auglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.