Fréttablaðið - 10.07.2004, Blaðsíða 42

Fréttablaðið - 10.07.2004, Blaðsíða 42
30 10. júlí 2004 LAUGARDAGUR EUROTRIP kl. 3.45 B.I. 12 DREKAFJÖLL kl. 2 M/ÍSL. TALI TROY kl. 10.30 B.I. 14 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 2 og 6 SÝND Kl. 6, 8, 10 & 12 B.I. 16 SÝND Kl. 5.50 og 8 SÝND Kl. 10.15 B.I. 16 SKEMMTILEGASTA GAMANMYND SUMARSINS! MEÐ HINUM EINA SANNA OG OFURSVALA VIN DIESEL Geggjaður hasar og magnaðar tæknibrellur FORSÝND kl. 8 M/ENSKU. TALI SÝND kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 MORS ELLING kl. 6 METALLICA: SOME KIND OF MONSTER kl. 10.20 HHH1/2 kvikmyndir.is Tom Hanks er einhver útsmognasti, klárasti, færasti og mest heillandi afbrota- snillingur sem nokkru sinni hefur REYNT glæp aldarinnar. MEÐ HINUM EINA SANNA OG OFURSVALA VIN DIESEL Geggjaður hasar og magnaðar tæknibrellur SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 12 kl. 5.45, 8 & 10.15 B.I. 12 kl. 5.45 og 8.15 SÝND kl. 5.40 og 8 kl. 8 og 10 HHH Ó.H.T. Rás 2 HHH H.L. Mbl. HHH Kvikmyndir.is HHH Kvikmyndir.com Frábær, gamansöm og spennandi ævin- týramynd sem byggð er á sígildu skáld- sögu Jules Verne. Með hinum hressa og sparkfima Jackie Chan en með honum leika líka Steve Coogan, Arnold Schwarzenegger, John Cleese, Rob Schneider, Owen Wilson og Luke Wilson. HHH S.V. Mbl. HHH H.J. Mbl. HHHH ÓÖH DV „Tvímælalaust besta sumarmyndin...“ Sigurvegari CANNES og EVRÓPSKU KVIKMYNDA- VERÐLAUNANNA. bráðfyndið meistarastykki „Dásamlega áhrifamikil og fyndin!“ - Donald J. Levit, FILM THREAT „Guðdómlega fjarstæðukennd gamanmynd!“ - Peter Howell, TORONTO STAR" SÝND kl. 3, 5.30, 8 og 10 SÝND Í LÚXUS VIP kl. 10 Frábær rómantísk gamanmynd með Kate Hudson úr How to lose a guy in 10 days og John Corbett úr My big fat Greek wedding Frá leikstjóra Pretty Woman PÉTUR PAN kl. 1.50 og 3.50 M/ÍSL. TALI DAY AFTER TOMORROW kl. 12 og 3 Frá framleiðanda Spiderman r fr l i i r HHH S.V. Mbl. SÝND kl. 12, 2, 3, 5, 6, 8 og 9 POWERSÝNINGAR kl. 11 og 12 LÚXUS: 2.30, 5.30, 8,30 og 11.30 Power sýning kl. 11 & 12 Frá framleiðendum Runaway Bride og Princess Diaries Í GAMANMYNDINNI SÝND kl. 2 og 5 M/ÍSLENSKU TALI SÝND kl. 3, 5.30, 8 og 10.30 M/ENSKU TALI SÝND kl. 5.30, 8 og 10.30 B.I. 12 ■ ■ TÓNLEIKAR  12.00 Þýski orgelleikarinn Christi- an Schmitt leikur í Hallgrím- skikju. Hann leikur verk eftir Bach Liszt og Jón Ásgeirsson.  15.00 Kammerkór Suðurlands flyt- ur verk eftir John Taveners á þriðju tónleikahelgi Sumartón- leika í Skálholtskirkju. Kl.14.00 fjallar prófessor Pétur Pétursson um verk Taveners. Kl. 17.00 flytja Ann Wallström barokkfiðluleikari og Mayumi Kamata semballeik- ari barokkdagskrá.  16.00 Jazzkvartettinn Baklandið leikur á Jómfrúnni við Lækjar- götu. Leikið verður utandyra á Jómfrúartorginu ef veður leyfir.  20.00 Ragnheiður Gröndal og hljómsveitin Black Coffee heldur tónleika á Hótel Reynihlíð á Mý- vatni. Leikin verða ýmis blús-, jazz og popplög ásamt lögum eftir Ragnheiði.  21.00 Bryggjutónleikar á Stokks- eyri . Fyrst munu yngri hljóm- sveitir spila. Til dæmis Rákin, Brimrót, Black og The great vend- ingo. Klukkutíma seinna hefast tónleikar reyndari hljómsveita. Þá munu Gifsararnir, PIND, Nilfisk, Lótus og fleiri spila.  21.00 Á fyrstu sumartónleikunum við Mývatn í Reykjahlíðarkirkju, leikur hljómsveitin Five for Tango tangótónlist. ■ ■ LEIKLIST  16.30 Söngleikurinn Fame í Smára- lind.  19.30 Söngleikurinn Fame í Smára- lind.  20.00 Söngleikurinn Hárið er sýnd- ur í Austurbæ. ■ ■ LISTOPNANIR  10.00 Halldóra Helgadóttir mynd- listakona sýningu á verkum sín- um í gallerí ash í Varmahlíð. Sýn- ingin er opin alla daga frá 10.00 - 18.00 og stendur til 30. júlí.  14.00 Erna Guðmarsdóttir og Byggðasafn Snæfellinga og Hnappdæla opna sýningar á jarð- hæð Norska hússins í Stykkis- hólmi.  15.00 Opnun á sýningunni Hag- virkni frá Hönnunarsafni Íslands Listasafninu á Akureyri. Á sýn- ingunni er húsbúnaður eftir ís- lenska myndlistarmenn frá 1904- 2004. Sýningunni lýkur 22. ágúst.  15.00 Opnun sýningar Hafsteins Austmanns opnar í Ásmundar- sal Listasafns ASÍ. Sýningin ber heitið „Litbrigði vatnsins“.  Ágúst Bjarnason myndlistarmaður opnar sýningu dúkristum á Póst- barnum. Sýningin stendur til 31. júlí.  Sýning Gæflaugar Björnsdóttur, Úr hug og hirslum, opnar í Listasetr- inu Kirkjuhvoli, Akranesi. Sýning- in stendur til 5. júlí. ■ ■ ÚTIVIST  14.00 Borgarbókasafn Reykjavíkur býður til kvennabókmenntagöngu á listrænum laugardegi. Jónína Óskarsdóttir og Úlfhildur Dags- dóttir leiðsegja frá Grófarhúsi, Tryggvagötu 15. ■ ■ SAMKOMUR  Á bryggjuhátíð á Stokkseyri verður meðal annars kappróður, sand- kastalakeppni, grillveisla og bryggjutónleikar.  Sumarhátíð verður haldin á grasvelli Ungmennafélags Tálknafjarðar. www.gitarskoli.com HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 7 8 9 10 11 12 13 Laugardagur JÚLÍ Spila Herbie Hancock í sex tíma Spilabandið Runólfur ætlar í dag að setja all sérstætt heimsmet. Þessi átta manna djass- og fönksveit úr Hafnarfirðinum ætlar nefnilega að spila lagið Chameleon eftir Herbie Hancock í sex klukkustundir. Lagið var upphaflega að finna á plötunni Head Hunters frá árinu 1973 en þar var það „aðeins“ fimmtán mínútur og þrjátíu og átta sekúndur að lengd. „Í svona tónlist eins og þessari, sem heitir djass og fönk, þá er til eitthvað sem heitir að spinna eða taka sóló,“ segir Kristján Marteins- son, hljómborðsleikari Runólfs, spekingslega. „Það munum við gera þarna. Við ætlum að reyna að taka aðal laglínuna á hálftíma fresti til þess að hressa upp í mannskapnum. Það er þó ekki víst að allt bandið spili allan tímann.“ Menn geta þá tekið sér pásur verði þeir þreyttir. Kristján segir engin áform um að koma orðsendingu til Herbie um framtakið. Hann tekur þó ekkert illa í hugmyndina. Lagið verður svo spilað undir berum himni. „Við ætlum að gera þetta á tenn- isvellinum í Hafnarfirði, eiginlega bara á Víðisstaðatúni. Það er búið að spá rigningu, það er það versta. Það eru há grindverk þarna, þannig að við ætlum að reyna setja eitthvað plast yfir okkur. Við skulum bara vona það besta,“ segir Kristján. Talið verður í lagið klukkan tvö. Liðsmenn Runólfs hvetja svo alla að mæta með sín eigin hljóðfæri á staðinn til þess að taka þátt í spila- mennskunni. Götin ættu að vera næg á sex klukkustunum til þess að allir geti tekið þátt. Lifi Herbie. ■ TÓNLIST SPILABANDIÐ RUNÓLFUR ■ ætlar að setja fremur skemmtilegt heimsmet í dag undir berum himni. SPILABANDIÐ RUNÓLFUR Einlægir aðdáendur Herbie Hancock sem ætla að gera allt til þess að reyna að fá leið á laginu Chameleon. Rolling Stones kvöld á Ellefunni „Þegar við uppgötvuðum sameigin- lega hlýju okkar til Rolling Stones ákváðum við að gera eitthvað í málinu,“ segir Margrét Hugrún Gústavsdóttir en hún og Arnheiður Rós Ásgeirsdóttir verða á Ellef- unni í kvöld að þeyta skífum með Rolling Stones. „Pabbi hennar Heiðu spilaði Sympathy for the Devil fyrir hana þegar hún var á brjósti en svo náði Heiða hápunkti tilveru sinnar þegar Mick Jagger benti á hana á tónleikum á Wembley í fyrra,“ segir Margrét en Heiða hafði fengið VIP miða á tónleika Stones í gegnum son gítar- leikarans Ronnie Wood og vakti at- hygli Jaggers þar sem hún hoppaði og dansaði í stúku meðal jakkafata- klæddra rólyndismanna. Margrét uppgötvaði Rolling Stones með allt öðrum hætti. „Þeg- ar ég var ellefu ára átti ég frænda frá New York sem var í rugli. Til að hætta í ruglinu ákvað hann að koma til Íslands og þegar hann hafði náð sér á strik gaf hann mér allt plötusafnið sitt til að losna und- ir áhrifum rokksins. Þar á meðal voru allar Rolling Stones plöturnar og alltaf þegar ég kom heim úr skólanum setti ég plötu á fóninn og skoðaði plötuumslögin.“ Margrét og Heiða eru ekki alls- endis óreyndar á plötusnúðasvið- inu. „Heiða hefur verið að vinna á bar í vetur og fór að taka upp á því að plötusnúðast um helgar. Ég var hins vegar plötusnúður í kringum 1990 sem var svaka gaman,“ segir Margrét. „Ég spilaði gömul íslensk barnalög, Kiss og diskó í bland á skemmtistaðnum 22 þegar barinn var aðallega sóttur af hommum og lesbíum fyrir utan einstaka gagn- kynhneigða listamenn sem slædd- ust með. Ég var líka með tónlistar- þátt á þessum tíma á Rás 2 og átti dyggan aðdáendahóp á Húsavík,“ segir Margrét og hlær en hún verð- ur í góðu Rolling Stones stuði klukkan ellefu á Ellefunni. „Kvöld- ið í kvöld verður nokkurs konar helgistund fyrir okkur Heiðu og aðra Rolling Stones aðdáendur.“ ■ SKEMMTUN ÞÆR MARGRÉT OG HEIÐA ■ hafa brennandi áhuga á Rolling Sto- nes og ætla að deila ástríðunni með öðr- um aðdáendum á Ellefunni í kvöld. PLÖTUSNÚÐAR Þær Margrét og Heiða þeyta skífum með tónlist Rolling Stones á Ellefunni í kvöld.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.