Fréttablaðið - 10.07.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 10.07.2004, Blaðsíða 46
Björgvin Franz verður Jim Morrison 34 10. júlí 2004 LAUGARDAGUR „Sem unglingur var ég mjög mik- ill Doors aðdáandi, dýrkaði Jim Morrison, og þekkti öll helstu lög- in,“ segir leikarinn Björgvin Franz Gíslason sem ætlar að feta í fótspor Jim Morrison í haust og halda tónleika til heiðurs hljóm- sveitinni The Doors. Hugmyndin að tónleikunum kviknaði hjá Björgvini fyrir tveimur árum. „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég fór af stað var að finna mér hljómborðsleikara og rataði mér til mikillar ánægju á Daða Birgisson úr Jagúar. Hann er frábær tónlistarmaður og á meðal annars Hammond orgel, Hammond simmulator– og Rhoads orgel, sem er mikilvægt, því við ætlum okkur að reyna að komast eins nálægt Doors hljóm- inum og mögulegt er.“ Björgvin Franz hefur stúderað hljómsveitina The Doors og Jim Morrison af ástríðu að undanförnu. „Ég sökkti mér í ævisögu Jim Morrison, „No One here gets out of life“ og þeir hjá Laugarásvideo hafa verið svo almennilegir að lána okk- ur allt dvd og video efni sem til er á leigunni um The Doors. Ég ætla þó ekki að setja upp leiksýningu á svið- inu eða að stæla Jim Morrison í út- liti og framkomu. Það væri til dæm- is skrýtið ef ég færi að henda mér í jörðina eða lesa upp ljóð á miðjum tónleikum eins og Morrison gerði stundum sjálfur. En ég er búinn að gera mitt besta við að ná raddbeit- ingu Morrison og svo er ég líka bú- inn að vera að safna hári til að kom- ast í rétta fílinginn.“ Jim Morrison söngvari Doors lést þegar hann var á sama ald- ursári og Björgvin Franz er nú. „Morrison lifði miklu sukklíferni sem hægt er að sjá bæði í róman- tísku og sorglegu ljósi,“ segir Björgvin Franz. „Á meðan Bítlarnir voru sætu strákarnir var Jim Morrison kyntáknið. Hann var geð- veikt flottur og lagði allt undir sviðsframkomuna, var frábær söngvari og ljóðskáld. En Morrison var líka mjög mikill alkohólisti og dó aðeins 27 ára úr því sem var sagt að hefði verið hjartabilun en aðeins þremur árum síðar dó kærastan hans, Pamela Courson, úr eitur- lyfjaneyslu.“ Doors tribute tónleikarnir verða haldnir á Gauk á Stöng 11. og 12. ágúst í samstarfi við Karl K. Karls- son heildverslun. „Ég er ótrúlega glaður með að þessi hugmynd sé að verða að veruleika og ég veit að all- ir í hljómsveitinni hafa mikinn metnað fyrir því að þessir tónleikar verði sem vandaðastir, enda eru þetta allt frábærir tónlistarmenn“ segir Björgvin en í hljómsveitinni með honum eru auk Daða Birgisson- ar, Börkur Hrafn Birgisson á gítar, Kristinn Snær Agnarsson á tromm- ur og Pétur Sigurðsson á bassa. ■ TÓNLIST BJÖRGVIN FRANZ GÍSLASON ■ Ætlar að feta í fótspor söngvarans Jim Morrison á tónleikum sem haldnir verða á Gauk á stöng í haust til heiðurs hljóm- sveitinni The Doors. THE DOORS „Á meðan Bítlarnir voru sætu strákarnir var Jim Morrison kyntáknið,“ segir Björgvin Franz. VIÐEY Gönguferðir öll þriðjudagskvöld kl. 19:30. Fjölskyldudagar á sunnudögum. Ljósmyndsýning í skólahúsinu um Viðey á fyrri hluta 20. aldar. Tuttugu ný fræðsluskilti í þorpinu. Minnum á listaverk Richard Serra, nýjan upp- lýsingabækling, ókeypis hjólalán, grillað- stöðu, tjaldstæði, kaffisölu, fjölda gönguleiða, óspillta náttúru og friðsæld. Nánari upplýsingar: arbaejarsafn.is, videy@rvk.is og s: 693-1444. ÚTIMÁLNING OG VIÐARVÖRN ■ VEISTU SVARIÐ? Svör við spurningum á bls. 6 1 3 2 Illugi Gunnarsson. Þjóðarhreyfingin. Grafarþögn. 1 5 6 7 8 13 14 16 17 15 18 2 3 11 9 1210 4 Lárétt: 1 slökunaræfingar, 5 gröm, 6 skammstöfun, 7 íþróttafélag, 8 þannig, 9 sá, 10 keyr, 12 eins um r, 13 á andliti, 15 skáld, 16 tarfur, 18 frumefni. Lóðrétt: 1 ísbreiðanna, 2 gruna, 3 tveir eins, 4 rán, 6 aðgerðalaus, 8 sæti, 11 fé- lag á Norðurlandi, 14 pat, 17 á fæti. LAUSN: Lárétt: 1jóga,5örg,6ór, 7ka,8svo,9 leit,10ak,12trt, 13nef, 15kn,16naut, 18málm. Lóðrétt: 1jöklanna,2óra,3gg,4brott- nám,6óvirk,8set,11kea,14fum,17tá. „Ég hef verið að ljúka við ýmis verkefni uppi í Háskóla,“ segir Ei- ríkur Bergmann Einarsson, verk- efnisstjóri í Evrópumálum, um helstu afrek sín í síðustu viku. „Þetta eru ýmis evrópsk verkefni en það er erfitt að eiga við Grikk- ina þessa dagana, þeir eru svo hátt uppi út af fótboltanum og ekki auðvelt að fá þá til að skila því sem þeir eiga að skila. Ég hef líka verið að undirbúa kennslu í Evrópufræðum sem verður í sumar í meistaranáminu í Bifröst og hlakka mjög til að fara þangað og tek sumarfrí í leiðinni. Annars var einn dramatískasti viðburður síðustu viku úrslita- leikurinn milli Grikklands og Portúgals á EM. Ég horfði á úr- slitaleikinn í Skálkaskjóli á Skóla- vörðustíg með ýmsum mætum mönnum. Ég hélt grimmt með Portúgölum fyrst mínir menn, Danir, voru dottnir út. Ég sætti mig hins vegar við niðurstöðuna því þetta er ákveðin Öskubusku- saga þeirra Grikkja. Manni hlýn- ar dálítið um hjartarætur þegar litla liðið sem enginn þekkir vinnur öll hin pissudúkkuliðin. Og svo mætti ég að sjálfsögðu á Aust- urvöll til að mótmæla arfavitlaus- um brellulögum Davíðs og félaga. Þar var rífandi stemmning.“ ■ Erfitt að eiga við Grikki EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON „Ég hélt grimmt með Portúgölum fyrst mínir menn, Danir, voru dottnir út. Ég sætti mig hins vegar við niðurstöðuna því þetta er ákveðin Öskubuskusaga þeirra Grikkja. Manni hlýnar dálítið um hjartarætur þegar litla liðið sem enginn þekkir vinnur öll hin pissu- dúkkuliðin.“ VIKAN SEM VAR EIRÍKUR BERGMANN EINARSSON ■ hefur verið að undirbúa kennslu í Evrópufræðum sem hann ætlar að sinna í sumarfríinu. „Hljómsveitin Úlpa spilar klukkan fjögur í dag en annars er þetta bara hefðbundinn flóamarkaður,“ segir Ragnar Steinsson, en hann sér um útimarkað sem verður opinn alla laugardaga í sumar. „Fólk hefur samband og leigir bás og selur það sem það vill. Við gerðum þetta líka í fyrra og það gafst rosalega vel. Sumar prímadonnur selja hér einn tíunda af fataskápnum sínum en aðrir selja plötur, húsgögn, eigin hönnun eða listsköpun. Í fyrra var líka stundum boðið upp á heilsudjús og vonandi verður það aftur núna en annars hringir fólk bara fyrir hver- ja helgi og þá ræðst hvað verður í boði hverju sinni.“ Markaðurinn er haldinn í bak- garðinum á skemmtistaðnum Sirkus. „Þetta er eini útimarkaður- inn sem ég veit um í Reykjavík,“ segir Ragnar og leggur áherslu á að hægt er að ganga að markaðinum bæði Klapparsígs- og Laugavegs- megin. „Það er náttúrlega nauðsyn- legt fyrir menningu borgarinnar að hafa útimarkað, þetta fyrirfinnst í öllum höfuðborgum hvort sem það er í Rússlandi eða Taílandi og mörk- uðunum fylgir sérstök stemning. Ís- lendingarnir og túristarnir fíla þetta mjög vel.“ Markaðurinn er op- inn í dag frá klukkan 12-19. ■ Úlpa á útimarkaði RAGNAR STEINSSON Tískufatnaður, plötur og húsgögn eru meðal þess sem hægt er að finna í dag á útimarkaðnum bak við Sirkus.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.