Fréttablaðið - 10.07.2004, Blaðsíða 48

Fréttablaðið - 10.07.2004, Blaðsíða 48
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is Auglýsinga- og markaðsdeild: 550 5010 - fax 550 2727, auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 99 kr/skeytið. Sendu SMS skeytið JA POPP á númerið 1900 & þú gætir farið á tónleikana. Við sendum þér spurningu sem þú svarar með SMS skeyti JA A, B eða C á númerið 1900. Við sendum þér STRAX til baka númer hvað þú ert og hvort þú hafir unnið eða ekki. Okkur vantar pláss... ...hvað vantar þig? ÍS LE NS KA A UG LÝ SI NG AS TO FA N EH F/ SI A. IS IK E 24 93 6 06 .2 00 4 © In te r IK EA S ys te m s B. V. 2 00 4 Útsala Rýmum fyrir nýjum vörum 24/06–18/07 Laugardaga kl. 10:00 - 18:00 | Sunnudaga kl. 12:00 - 18:00 | Mánudaga - föstudaga kl. 10:00 - 18:30 | www.ikea.is Majónes Hún fékk ekki að standa lengi ífriði, risavaxna Gunnars Majó- nesdollan sem stóð við þjóðveg eitt skammt frá Þjórsá. Ég er feginn að ég fékk að sjá hana þetta augnablik áður en hún var fjarlægð vegna þess að hún var bara nokkuð ,,falleg“. GUNNARS MAJOÓNES er á ein- hvern hátt íslenskara en skjaldar- merkið og fáninn og það var nánast tignarlegt að sjá dolluna tróna þarna með fjöllin í baksýn og öðlast þann sess sem hún á skilið. Majónesið hefur fylgt okkur frá vöggu til grafar, í gleði og sorg, það hefur flotið yfir skírnar- veislur, fermingar og erfidrykkjur. Majónesið var fyrsti lúxusinn sem al- menningur gat veitt sér eftir aldalangt harðæri, með munninn fullan af majo- nesi fór um þjóðina sælustraumur og gömlu konurnar smurðu þykkt á brauðterturnar eins og til að bæta börnum sínum upp það sem þær hafði alltaf skort. HVERGI átti Majónesdollan betur heima en einmitt við hringveginn þar sem Majónesið drýpur af hverju strái. Þar sem maður er rétt búinn að melta kokteilsósuna úr Árnesti á Selfossi til að vera farinn að langa í þykka rækju- samloku á Hellu sem undirbúning fyr- ir sveittan borgara og franskar á Hlíð- arenda. HEFÐI Andy Warhol verið íslenskur hefði hann málað myndir af Gunnars Majónesdollum. Jeff Koons hefði ekki gert postulínsútgáfu af Michael Jackson heldur risavaxna eftirlíkingu af Gunnars Majónesi og sett hana upp við þjóðveg 1. Það væri talið dýrasta listaverk Íslandssögunnar. AF HVERJU mátti dollan ekki stan- da? Enginn hefur kvartað yfir kókdoll- unni í Borgarnesi. Kannski vegna þess að majónesdollan er spegill. Hún er tákn fyrir það sem við viljum ekki vera lengur í kapphlaupi við að smyrja yfir fortíðina og hallærisheitin. Einmitt í majónesinu kristallast hin ís- lenska smekkleysa. Hvað er það annað en glæpur að demba kokteilsósu yfir nýgenginn sjóbirting? Við þykjumst hafa breyst, bjóðum upp á pestó í fermingarveislum, étum silunginn hrá- an með hrísgrjónum, hvítvíni og wasabi. Nú fæst burritos í Hlíðarenda með tex mex sósu. MAJÓNESDOLLAN mikla ögrar okkur þar sem við brunum framhjá með tjaldvagninn í eftirdragi. Við inn- byrðum allt af sama óhófi og við gúff- uðum í okkur majónesið og vitum að ef dollunni yrði sleppt út í náttúruna myndi hún fjölga sér eins og minkur þar til ekki sæist lengur til fjalla. Pestó er bara flótti frá majónesinu eins og majónesið var flótti frá ein- hverju öðru. Það er kaldhæðnislegt að majónesdollan skyldi fjarlægð af um- hverfisástæðum þar sem hún var stað- sett við Þjórsá. Atlagan að Þjórsárver- um er einmitt smekklaus eins og gæsabringa með kokteilsósu. ÉG VONA að Gunnars Majónesdollan rísi ekki við höfuðstöðvarnar í Hafnar- firði. Majónesdollan ætti að hljóta verðugan sess á hringtorginu við Þjóð- minjasafnið. ■ ANDRA SNÆS MAGNASONAR BAKÞANKAR

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.