Fréttablaðið - 11.07.2004, Page 1

Fréttablaðið - 11.07.2004, Page 1
Félagsráðgjafi segir hjónabönd rústir ein- ar vegna makaskipta.▲ SÍÐUR 18 & 19 Makaskipti rústa hjóna- böndum MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 Kvikmyndir 26 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 28 SUNNUDAGUR FH - KA Í KVÖLD FH-ingar fá til sín í Kaplakrikann norðanmenn úr KA í Lands- bankadeildinni kl. 19.15 í kvöld. FH getur með sigri komist upp að hlið Fylkis í efsta sæti deildarinnar. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG 11. júlí 2004 – 187. tölublað – 4. árgangur Forseti spænska stórveldisins Real Madrid verður kosinn í dag. BJART MEÐ KÖFLUM Í BORGINNI Og reyndar víða á landinu, síst þó með norðurströndinni en þar verður dálítil úrkomuhætta. Hiti 12–20 stig. Sjá síðu 6. ALNÆMISFARALDURINN HEFTIR FRAMÞRÓUN RÍKJA Í dag verður birt ný ítarleg skýrsla Alþjóðavinnumálastofnunar- innar um framtíðarhorfur á vinnumarkaðin- um með tilliti til þeirra sem smitaðir eru af al- næmi. Útlitið er allt annað en gott. Sjá síðu 2 SPROTAFYRIRTÆKI LÍÐA FJÁR- MAGNSSKORT Á sama tíma og fjárfest- ar hérlendis eru farnir að horfa út fyrir landsteinana berjast íslensk sprotafyrirtæki í bökkum og leggja upp laupana hvert á fætur öðru. Sjá síðu 6 ÚRBÓTA VANT Á ÖLLUM SVIÐUM Framkvæmd viðbótarlána er almennt sögð hafa gengið vel frá því að lög um þau tóku gildi fyrir fimm árum en þó er komið með tillögur til úrbóta á öllum þáttum lánanna í áliti nefndar sem skipuð var. Sjá síðu 6 SÍÐUR 16 ▲ Stefán Baldursson lætur af störfum sem þjóðleikhús- stjóri um áramót með góðri samvisku. SÍÐA 14 Hver stýrir stjörnunum? ▲ Segir skilið við Þjóð- leikhúsið SKOÐANAKÖNNUN Framsóknar- flokkurinn er minnstur íslenskra stjórnmálaflokka samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðs- ins en 7,5 prósent þeirra sem af- stöðu tóku í könnunni styðja flokkinn. Vinstri grænir bæta mest við sig frá síðustu könnun og mælast nú með 20,5 prósent fylgi en Sjálfstæðisflokkurinn dalar frá síðustu könnun. Samfylkingin er með svipað fylgi og Frjálslyndir bæta aðeins við sig. Stuðningur við ríkisstjórnina er aftur á niðurleið samkvæmt könnuninni en 34,5 prósent þeirra sem afstöðu tóku segjast styðja stjórnina en 65,5 prósent eru henni andvígir. Þriðji hver stuðn- ingsmaður ríkisstjórnarinnar hef- ur snúið við henni baki frá því í október síðastliðnum samkvæmt könnunum Fréttablaðsins en þá voru 52,8 prósent fylgjandi ríkis- stjórninni. Ef niðurstöður könnunarinnar eru heimfærðar upp á þingmanna- fjölda flokkanna myndu fram- sóknarmenn fá fjóra menn kjörna á Alþingi ef niðurstöður þing- kosninga yrðu með sama hætti, en flokkurinn á tólf menn á þingi núna. Vinstri grænir fengju hins vegar 13 menn kjörna í stað fimm núna. Yrðu úrslit þingkosninga með sama hætti og niðurstöður könnunarinnar yrði ekki mynduð ríkisstjórn með þingmeirihluta án þátttöku annaðhvort Samfylking- arinnar eða Vinstri grænna. Samanlagt fylgi stjórnarflokk- anna í könnuninni er 39,8 prósent og hafa þeir samkvæmt því misst stuðning tæplega fjórða hvers kjósanda frá því í síðustu kosning- um. Samkvæmt könnuninni hafa tæplega 60 prósent kjósenda Framsóknarflokksins snúið við honum baki frá því í síðustu kosn- ingum. Sjá síðu 4. MIKILL LÉTTIR Þeim var augsýnilega mjög létt Fylkismönnum þegar þeir jöfnuðu metin rétt fyrir leikhlé í stórleik Reykjavíkurrisanna í gær- kvöldi. Eftir að KR-ingar komust yfir snemma leiks jafnaði Sævar Þór Gíslason fyrir Fylki og urðu úrslitin 1-1 jafntefli. Sjá síðu 23. Sjö ára herferð gegn ríkisbákninu lokið: Dæmdur í lífs- tíðarfangelsi BRETLAND Breskur vísindamaður sem hélt uppi skipulegu eftirliti og árásum á hóp opinberra starfs- manna hefur verið dæmdur til lífs- tíðarfangelsis. Kom í ljós við yfir- heyrslur að vísindamaðurinn, Rich- ard Jan, átti í persónulegu stríði við ríkisbáknið og tók það út á tugum manna sem störfuðu hér og þar innan ríkisgeirans breska. Gekk málið svo langt að Jan skýrði her- ferð sína „Þriðju heimsstyrjöldina“ og vann hann í sjö ár að því að gera opinbera starfsmenn brottræka úr störfum sínum eða með öðrum hætti koma óorði á alla ríkis- starfsmenn sem hann fann. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E . Ó L. Tony Blair: Íhugaði afsögn BRETLAND, AP Félagar og vinir þurftu að beita Tony Blair, forsæt- isráðherra Bretlands, fortölum til að koma í veg fyrir að hann segði af sér emb- ætti sínu í síð- asta mánuði. Frá þessi var skýrt á BBC í gær og er Bla- ir samkvæmt h e i m i l d u m þeirra enn að íhuga afsögn. Er talið líkleg- ast að það tengist slæmu gegni Verka- lýðsflokksins í kosningum í júní en í þeim missti flokk- urinn mikið fylgi. Ennfremur hafa verið háværar sögusagnir um að samstarf Blairs og annarra lykilmanna innan flokksins sé með lakasta móti um þessar mundir og nokkrir gert að því skóna að breytingar innan flokks- ins séu í vændum. ■ FÉKK SIG FULLSADDAN Komið hefur í ljós að Tony Blair íhugaði alvarlega afsögn úr starfi sínu sem forsæt- isráðherra Bretlands. Framsókn með minnsta fylgið Framsóknarflokkurinn er minnsti stjórnmálaflokkurinn á Íslandi samkvæmt könnun Fréttablaðsins. Stuðningur við ríkisstjórnina aftur á niðurleið. Vinstri grænir bæta verulega við sig.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.