Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 10
Síðasti séns á skralli Laurence Olivier, einn þekktasti leikari 20. aldarinnar, lést í Englandi á þessum degi árið 1989. Á leikferli sínum hafði hann leikið í rúmlega 120 verkum á sviði, næst- um 60 kvikmyndum og um 15 sjón- varpsmyndum. Hann hlaut ótal við- urkenningar og verðlaun á löngum ferli. Hann var tólf sinnum tilnefnd- ur til óskarsverðlauna, ýmist sem leikari, framleiðandi eða leikstjóri, og vann tvisvar. Hann hlaut verð- launin sem besti leikari í aðalhlut- verki og bestu mynd ársins, Hamlet, árið 1949 og 30 árum síðar fékk hann óskarsheiðursverðlaunin. Laurence Olivier var vel mennt- aður prestssonur sem hafði snemma verið kynntur fyrir list- um. Hann lék sitt fyrsta hlutverk þegar hann var fimmtán ára nemi við drengjaskólann All Saints Choir School, en hlutir fóru ekki að gerast fyrr en hann gekk til liðs við Birmingham Repertory leikfélagið árið 1926. Fyrsta stóra Hollywood- hlutverk hans var aðalhlutverkið í Yellow Ticket. Þegar hann síðar lék í Fire Over England var hann orð- inn gífurlega umtalaður, ekki síst vegna sambands hans við mót- leikkonu sína, Vivien Leigh. Þá voru þau bæði gift öðrum en gift- ust síðar og voru gift í rúm 20 ár. Hann var aðlaður árið 1947 og árið 1970 fékk hann nafnbótina Oliver Barón af Brighton, auk fjölda annarra viðurkenninga sem hann hlaut á lífsleiðinni fyrir þjónustu sína við leikhúsið. ■ ■ ÞETTA GERÐIST 1346 Karl IV af Lúxemborg er kjörinn rómverskur keisari í Þýskalandi. 1786 Marokkó samþykkir að hætta að ráðast á amerísk skip á Miðjarð- arhafi gegn 10.000 dala greiðslu. 1918 Enrico Caruso tekur upp lagið Over there eftir Gerorge M. Cohan. 1977 Við athöfn í hvíta húsinu var sr. Martin Luther King jr. veitt frelsis- orðan eftir andlát hans. 1980 Ajatollah Ruhollah Khomeini fyr- irskipar að Richard Queen skuli sleppt úr gíslingu sökum veik- inda. Queen hafði verið tekinn sem gísl, ásamt 62 öðrum Bandaríkjamönnum, í banda- ríska sendiráðinu í Teheran, 4. nóvember 1979. 1991 Almyrkvað verður víða í heimin- um í sólmyrkva sem stendur í um sex mínútur. 1994 Shawn Eckhardt var dæmdur til 18 mánaða fangelsisvistar fyrir sinn hlut í árásinni á skauta- drottninguna Nancy Kerrigan. LAURENCE OLIVIER Fyrir hlutverk sitt í Hamlet hlaut Laurence Olivier önnur óskarsverðlaun sín. Barón Oliver af Brighton deyr „Það er aldeilis margt og mikið á prjónunum hjá mér í komandi viku,“ segir brosvaldurinn og fjöl- miðlakamelljónið Hermann Gunn- arsson um áform næstu viku. „Í forgangi verður að njóta þess að vera til. Það er númer eitt, tvö og þrjú. Ég ákveð á hverjum morgni að vera í góðu skapi og það geng- ur alveg ljómandi vel. Ég kem til með að hreyfa mig eitthvað, synda og ganga úti í náttúrunni, enda mikill náttúrumaður í mér. Fer mikið í Heiðmörkina mína þegar ég er í Reykjavíkinni, sem er hreinasta náttúruparadís sem alltof fáir hafa uppgötvað. Þar get ég gengið endalaust með sjálfum mér og spáð í tilveruna. „ Hemmi ætlar meðfram göngu- ferðunum að standa í búflutning- um í næstu viku, en vitaskuld í engu stressi. „Ég ætla að skipta um íbúð en það geri ég ekki í neinu akkorði heldur gef mér stóran hluta næstu viku í þá flutninga. Svo byrja ég með nýjan laugardagsþátt á Bylgjunni um lífið og tilveruna, blandaðan léttum viðtölum og hvatningu til fólks um að vera kátt og brosa svolítið meira. Alla næstu viku verð ég líka í bullandi næturvinnu við fótboltalýsingar á Sýn, en nú er suður-ameríska meistarakeppnin í gangi og leik- irnir svo seint að sjaldan hefur verið heppilegra en nú að vera ekki giftur í því næturstússinu. Þetta er allt svo rosalega skemmtilegt og ég svo mikill lukkunnar pamfíll að geta valið mér verkefni sem ég hef áhuga á þannig að það er aldrei leiðinlegt að vakna til vinnu hjá mér. Og það finnst mér nú engin smá forrétt- indi.“ ■ Er svo mikill lukkunnar pamfíll 10 11. júlí 2004 SUNNUDAGUR ■ AFMÆLI ■ AFMÆLI ■ ANDLÁT 11. JÚLÍ Hvað heitir blaðberinn? Helena Ýr Gunnarsdóttir. Hvað hefurðu borið út lengi? Í sjö mánuði. Hvað ertu með í vasan- um? Ekkert. Hvað finnst þér skemmti- legast að gera? Vera með vinum mínum. Hvert er þitt mottó? Láttu drauma þína rætast! [ BLAÐBERI VIKUNNAR ] HELENA ÝR GUNNARSDÓTTIR Hermann Hreiðarsson knattspyrnu- kappi er 30 ára. Arnþór Þórðarson, Lindargötu 57, Reykjavík, lést miðvikudaginn 7. júlí. Hafdís Jónsdóttir, Rauðalæk 36, Reykjavík, lést föstudaginn 9. júlí. Kristófer Guðmundsson, lést miðviku- daginn 30. júní. Útför hefur farið fram í kyrrþey. Margrét Kristín Guðmundsdóttir, Suð- urhólum 26, Reykjavík, lést fimmtudag- inn 24. júní. Útför hefur farið fram í kyrr- þey. Sólveig Guðmundsdóttir þroskaþjálfi, Hjallavegi 46, Reykjavík, lést fimmtudag- inn 8. júlí. „Á sunnudaginn ætla ég að njóta hvíldar. Stærsta verkefnið verður að horfa á tvo síðustu þættina af 24. Ef afmælisveislan verður eins og ég vonast eftir, nægir þetta sem verkefni fyrir daginn,“ segir Ari Edwald, framkvæmdarstjóri Samtaka atvinnulífsins, sem er fertugur í dag. „Ég eldist reyndar bara um einn dag í einu og stend í þeirri trú að það sé bara hylkið sem eldist, en ég er síungur í anda.“ Þegar blaðamaður náði tali af honum var hann að undirbúa sig fyrir helgina og þá sérstaklega veisluna sem hann bauð til á Nasa við Austurvöll í gær. „Þó ég eigi afmæli á sunnudegi, vildi ég ekki gera ýmsum félögum mínum það að bjóða þeim í kokteil á svoleiðis degi. Ég er að vonast til að fólk eigi notalega stund saman og að afmælið verði upphafið að góðu laugardagskvöldi, þetta gæti orð- ið mikil skemmtun.“ Þó svo árin standi á heilum tug segist hann ekki hafa borðið mjög formlega til veislunnar, þetta verði meira opið hús. „Það má nú jafnvel segja að ég hafi talað mig inn í þetta í Frétta- blaðinu í fyrra. Þið höfðuð mig þá sem 39 ára afmælisbarn og höfð- uð fyrirsögnina „Verður stærra á næsta ári“. Ég er mjög spenntur fyrir að halda upp á þennan áfan- ga og það er ekki hægt annað en að standa við stóru orðin. Þetta er líka síðasti sénsinn á að skralla að- eins áður en maður kemst á fimm- tugsaldurinn.“ Ari er nýkominn úr stuttu sumarfríi, þar sem hann eyddi nokkrum tíma í það að veiða. Það sem af er sumri hefur hann náð tveimur löxum meðalstórum. Hann segist kunna best við sig í Laxá í Leirársveit. „Það sem kannski ræður mínu mati á þessu, er að mér hefur alltaf gengið vel þar. Þá myndast betri tengsl við ána. Ég beiti flugunni mest, sem kemur dálítið af sjálfu sér þar sem maðkurinn er víða ekki leyfilegur, og það er líka skemmtilegra. Ég hef þó ekki enn náð þeim þroska sem veiði- maður að sleppa fiski sem ég næ að landa, en ég held að það stytt- ist í það.“ ■ AFMÆLI ARI EDWALD ■ er 40 ára. Hélt veisluna í gær. VIKAN SEM VERÐUR HERMANN GUNNARSSON ■ fjölmiðlamaður og gleðigjafi ætlar að flytja, byrja með nýjan útvarpsþátt, lýsa fótboltaleikjum í næturvinnu og ganga í Heiðmörkinni 11. JÚLÍ 1989 LAURENCE OLIVIER ■ deyr 82 ára. ARI EDWALD Sagði í Fréttablaðinu fyrir ári að hann héldi mikla veislu í ár og þurfti því standa við stóru orðin. HERMANN GUNNARSSON Þessi ástsæli fjölmiðlamaður snýr eina ferðina enn aftur í útvarp og mun leysa Gulla Helga af á laugardögum á Bylgjunni. HELENA ÝR GUNNARSDÓTTIR Er blaðberi vikunnar hjá Fréttablaðinu. Hún er kvartanalaus og mikill dugnaðar- forkur. Hún hefur borið út í sjö mánuði, er ekki með neitt í vösunum en stefnir að því að láta draumana rætast. GIORGIO ARMANI Að ganga í Armani-jakkafötum er frekar lífsstíll en tíska. Tískuhönnuðurinn sjálfur er 70 ára í dag. LIL’ KIM Rapparinn, sem eitt sinn var í Destiny’s Child og er einnig þekkt fyrir vafasaman klæðaburð, er 29 ára í dag.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.