Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 12
www.li.is Peningabréf eru fjárfestingarsjóður í skilningi laga nr. 30/2003, um verðbréfasjóði og fjárfestingarsjóði. Athygli fjárfesta er vakin á því að fjárfestingarsjóðir hafa rýmri fjárfestingarheimildir skv. lögunum heldur en verðbréfasjóðir. Um frekari upplýsingar um sjóðinn, m.a. hvað varðar muninn á verðbréfasjóðum og fjárfestingarsjóðum og fjárfestingarheimildir sjóðsins, vísast til útboðslýsingar og útdráttar úr útboðslýsingu sem nálgast má í afgreiðslum Landsbanka Íslands hf. auk upplýsinga á heimasíðu bankans www.landsbanki.is Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum í útibúum Landsbankans eða í síma 560 6000. Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L B I 25 23 0 7/ 20 04 Í SL EN SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S L B I 25 23 0 7/ 20 04 Banki allra landsmanna 6,6%* – Peningabréf Landsbankans Góð og örugg ávöxtun á lausafé fyrir einstaklinga, fyrirtæki, sveitarfélög og aðra fjárfesta. Kynntu þér ótvíræða kosti Peningabréfa hjá ráðgjöfum Landsbankans. * Nafnávöxtun frá 01.06.2004–30.06.2004 á ársgrundvelli. á su nn ud eg i V ið sk ip ta fr ét ti r Greiningardeildir bankanna varkárar Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 40 prósent frá áramótum og mikið líf er í hlutabréfa- markaðinum. Greiningardeildirnar eru þó varkárar og leggja áherslu á getu fyrirtækja til að skapa hagnað fremur en væntingar um framtíðina. Greiningardeildir bankanna eru varkárar í ráðgjöf sinni til fjár- festa þótt almennrar bjartsýni gæti um þróun efnahagslífsins. Verðbréf hafa hækkað hratt í verði á Íslandi á þessu ári. Úrvals- vísitalan stóð í 2.114 stigum í lok árs en var 2.978 stig við lok við- skipta á fimmtudaginn. Þetta er ríflega 40% hækkun frá ára- mótum. Meiri hækkun hér en erlendis Í Vegvísi greiningardeildar Landsbankans á föstudaginn var hækkun úrvalsvísitölunnar á Ís- landi borin saman við nokkrar vísitölur í löndunum í kringum okkur. Niðurstaðan er sú að vöxt- urinn á Íslandi hefur verið mikl- um mun öflugri. Danska vísitalan kemst næst Úrvalsvísitölunni og hefur hækkað um níu prósent en almennt hafa hlutabréfavísitölur hækkað mjög lítið – eða jafnvel lækkað eins og gerst hefur í Þýskalandi, Bandaríkjunum og Bretlandi. Þótt gengið á hlutabréfamark- aði sé gott eru greiningardeildirn- ar varkárar – ef til vill minnugar þess æðis sem greip um sig á markaðinum í uppganginum á síðustu árum tíunda áratugarins þegar margir brenndu sig á of heitum hlutabréfamarkaði. Góð ráð dýr Stóru bankarnir þrír senda reglulega frá sér verðmat í fyrir- tækjum í Kauphöllinni og á síðustu vikum hafa KB banki og Íslandsbanki sent frá sér spár um afkomu hlutafélaga á þessu ári og Greiningardeild Landsbankans sendi í vikunni frá sér afkomuspá fyrir annan ársfjórðung. Gerður er skýr greinarmunur á milli hlutverks greiningardeilda annars vegar og miðlara hins vegar. Verðmat greiningardeilda á að segja til um raunverulegt virði en ekki sveiflast til eftir huglægum þáttum svo sem eins og stemningu á markaði. Þannig ganga greiningardeildirnar út frá því að hagnaður fyrirtækisins sé nægur til þess að fjárfesting skili sér í formi arðgreiðslna en ekki spákaupmennsku. Sínum augum lítur hver silfrið KB banki telur að einungis eitt fyrirtæki í Úrvalsvísitölunni, Össur, sé vanmetið á markaði og ráðleggur því kaup á hlutum í því félagi. Bankinn telur hins vegar að þrjú önnur fyrirtæki séu líkleg til þess að hækka hraðar en mark- aðurinn á næstu misserum. Það eru Bakkavör, Marel og Samherji. Í greiningu Íslandsbanka er hins vegar talið að tvö fyrirtæki í úr- valsvísitölunni, Og Vodafone og Opin kerfi, séu vanmetin og þar liggi því kauptækifæri. Það er áhugavert að KB banki hefur þveröfuga skoðun á þessum tveimur fyrirtækjum og ráðlegg- ur eigendum hlutafjár í þeim að selja. Landsbankinn er hins vegar nær skoðun Íslandsbanka og gerir ráð fyrir því að félögin muni á næstunni hækka hraðar heldur en markaðurinn í heild. Greiningardeildirnar ráðleggja fólki almennt að kaupa í félögum sem þær telja undirverðlagðar en svokölluð vogunarráðgjöf tekur til- lit til þess að sveiflur á markaði eru ekki endilega alltaf í samræmi við raunverulegt verðmæti. Af þessum sökum líta fjárfestar til vogunarráðgjafarinnar við mat á því hvort fjárfesting geti skilað arði til skamms tíma. Ráðgjöf um að kaupa, selja eða halda í hluta- bréf byggist á langtímahorfum fyrirtækjanna til að skila hagnaði miðað við óbreyttan rekstur. Sjávarútvegur í lægð Greiningardeildirnar þrjár eru ekki sammála um vogunarspá fyrir neitt fyrirtæki í úrvalsvísi- tölunni þótt taka verði tillit til þess að greiningardeildirnar hafa ekki gefið út vogunarspá fyrir öll fyrirtækin í vísitölunni. KB banki og Íslandsbanki eru hins vegar sammála um að gera ráð fyrir að sjávarútvegsfyrirtækin í vísi- tölunni; Grandi, SÍF, Vinnslu- stöðin og Þormóður Rammi, muni hækka minna en verðbréf almennt á næstunni. KB banki er þó öllu bjartsýnni um gengi SH og telur að verð þess fyrirtækis muni hækka ámóta mikið og markaðurinn í heild. Góðar horfur um hagnað Almennt gera greiningardeild- irnar ráð fyrir góðum hagnaði fyrirtækja á markaði í ár. Aðeins sjávarútvegsfyrirtækin reka lest- ina í þeim efnum en ekki er gert ráð fyrir góðri afkomu í þeim geira í ár. Bankarnir sjálfir gera það gott. Íslandsbanki spáir KB banka 11,4 milljarða hagnaði, KB banki spáir Íslandsbanka 8,1 milljarði í hagnað. Bæði KB banki og Íslandsbanki gera ráð fyrir því að hagnaður Landsbanka verði í kringum átta milljarða króna. Burðarás er einnig talinn skila mjög góðum hagnaði; um átta milljörðum króna. Greiningardeildirnar eru ein- nig bjartsýnar fyrir hönd helstu útrásarfyrirtækjanna á markaðin- um. Gert er ráð fyrir að hagnaður Actavis hækki úr ríflega 3,5 millj- örðum í 5,5 til 6,8 milljarða. Greiningardeildirnar gera ráð fyrir að hagnaður Össurar fari úr um 330 milljónum í um 900 millj- ónir. Einnig er gert ráð fyrir að af- koma Bakkavarar, sem hagnaðist um tæplega 1,8 milljarða í fyrra, batni lítillega. thkjart@frettabladid.is Hlutabréfaverð heldur hátt „Mér finnst hlutabréf almennt vera frekar hátt verðlögð þó alls ekki eins og ástandið var árið 2000,“ segir Edda Rós Karlsdóttir, yfirmaður greiningardeildar Landsbankans. „Markaðurinn hefur verið ótrúlega sprækur upp síðustu tólf mánuði og það er ólíklegt að hlutabréfaverð geti hækkað áfram jafnmikið en aðstæður eru hins vegar það góðar almennt að ég sé ekki almennar lækkanir í spilun- um,“ segir Edda Rós. Greiningardeildin byggir ráðgjöf sína á grundvallarþáttum í rekstri fyrir- tækjanna og leggur mesta áherslu á að meta félögin út frá þeim hagnaði sem þau geta skilað eigendum sín- um miðað við núverandi rekstur þeirra. „Í verðmati greiningardeildanna er að takmörkuðu leyti tekið tillit til markaðsaðstæðnanna, stemninga á mark- aði og slíks. Við lítum á það sem okkar hlutverk að meta markaðinn út frá grundvallarrekstrarþáttum en stemning á markaði skiptir auðvitað ekki minna máli og þar koma ráðleggingar miðlara og ráðgjafa inn í,“ segir Edda Rós. „Í einhverjum tilfellum geta fyrirtæki farið í útrás eða breytt starfseminni og þá hugsanlega skilað fjárfestum meira en við gerum ráð fyrir en í einhverjum tilfellum er erfitt að sjá fyrir sér að hagnaðurinn standi undir því verði sem er á bréfunum,“ segir hún. Góður árangur útrásarfyrirtækja „Það hefur verið mikill uppgangur og hækkanir á verð- bréfamarkaði að undanförnu. Skýringanna er að leita í góðum árangri íslenskra fyrirtækja, og þá sérstaklega útrásarfyrirtækja,“ segir Þórður Pálsson, yfirmaður greiningar- deildar KB banka. Hann segir hina ástæðuna fyrir hækkuninni vera þá að svo virðist sem almennt sé ávöxtunarkrafa á hlutabréf miðað við skuldabréf lægri en áður og því séu fjárfestar tilbúnir að festa fé sitt í hlutabréf- um. Þá hafi vextir lækkað og svo virðist sem áhættuálag á hlutabréf umfram skuldabréf hafi lækkað. Hann bendir einnig á að taka verði tillit til þess að bankarnir sjálfir séu hátt hlutfall af úrvalsvísitölunni. „Þeir eru um 60 prósent og þeir hafa verið að hagn- ast vel fyrst og fremst vegna gengishagnaðar. Þannig má segja að hækkanirnar séu bensín fyrir áfram- haldandi hækkanir,“ segir Þórður. Þórður bendir á að til lengri tími litið sé ekki hægt að gera ráð fyrir hækkunum á borð við þær sem sést hafi í byrjun þessa árs. „Það er frekar spurning hvort það standi svona lengi að það sé svo lágt mat á áhættu. Þegar við lítum yfir lengri tímabil þá vitum við að áhættuálag hlutabréfa gengur í sveiflum,“ segir hann. Stóru félögin draga vagninn „Það sem af er ári hefur úrvalsvísitalan hækkað um liðlega fjöru- tíu prósent og hefur tvöfaldast á einu ári,“ segir Atli B. Guð- mundsson hjá greiningardeild Íslandsbanka. Hann segir að ein- kenni hækkunarinnar á úrvalsvísitölunni sé mikil hækkun á verð- mæti stærstu fyrirtækjanna. „Hækkunin hefur verið meiri en við gerðum ráð fyrir og drifin áfram af færri félögum en við bjuggumst við. Það eru stóru félögin sem hafa dregið vagninn,“ segir hann. Atli segir að eftir þessar miklu hækkanir hjá stóru félögunum sé staðan orðin þannig að það sé orðinn miklu meiri munu á verð- mætasta félaginu og þess verðminnsta á ís- lenska markaðinum heldur en áður hafi sést. „Fyrir vikið eru það átta stærstu félögin sem ráða ferðinni á íslenska markaðinum,“ segir Atli. Hann gerir ráð að þau muni áfram stjórna stefnunni. Hann segir þetta vera gjörólíkt því sem gerðist í síðustu hluta- bréfauppsveiflu árin 1999 til 2000. „Reynslan þá var ferkar sú að mesta hækkunin var hjá smærri félögum þar sem meira var verið að byggja á framtíðarvæntingum. Kjarni málsins er sá að markað- urinn er allt öðruvísi en hann var þá. Það eru útrásarfélögin sem eru orðin langstærst og markaðurinn hefur aldrei verið alþjóðlegri en nú í þeim skilningi að stór hluti félaganna er í mikilli starfsemi erlendis,“ segir Atli. Varðandi verðlagninguna á bréfum segir Atli að greiningardeild Íslandsbanka telji ekki að stærstu félögin lækki í verði á næstu misserum. „Við sjáum frekar fram á hækkanir og að úrvalsvísi- talan hækki um 10 til 12 prósent á næstu sex mánuðum,“ segir hann. EDDA RÓS KARLSDÓTTIR forstöðumaður greiningardeildar Landsbankans. ÞÓRÐUR PÁLSSON Forstöðumaður greiningardeildar KB banka. ATLI B. GUÐ- MUNDSSON Greiningardeild Íslandsbanka. 1993 371,1 1994 1995 1996 1997 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 ÞRÓUN ÚRVALSVÍSITÖLUNNAR FRÁ 1993 348,39 321,42 408 544,92 883,84 996,98 1090,16 1618,63 1275,09 1148,47 1322,14 2102,90 401 542,71 870 993,7 1077,18 1437,45 1276,88 1087,2 1320,04 2030,09 2958,22 HANDAGANGUR Í ÖSKJUNNI Miðlarar á hráolíumarkaðnum á Wall Street kaupa og selja sem mest þei mega en olíuverð er nú með hæsta móti.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.