Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 16
11. júlí 2004 SUNNUDAGUR Forsetakosningar hjá spænska stórliðinu. Hver mun ráða hjá Real? Forsetakosningar hjá spænska stórliðinu Real Madrid fara fram í dag. Þrír menn eru í framboði, Florentino Perez, Lorenzo Sanz og Arturo Baldesano. Framtíð margra leikmanna í Evrópu veltur á því hver þeirra vinnur. Tímabil án titils Fyrir síðasta tímabil styrkti Real vörn sína ekki tilfinnanlega. Spánverjar eru ekkert sérstak- lega hrifnir af varnarbolta. Þeir vilja flottan fótbolta þar sem getan og tæknin eru aðalatriðin. Sagan sýnir að það er ekki nóg að Real vinni. Liðið á að vinna fallega. Real Madrid ætlaði að ganga skrefið til fulls og spila bara sókn. David Beckham fann sig vel fyrri hluta tímabilsins sem og markaskorarinn Ronaldo sem spænskir fjölmiðlar kalla feitabolluna. Á síðari hluta tímabilsins fór allt að hrynja. Liðið endaði tíma- bilið með buxurnar á hælunum. Tapaði megninu af síðustu leikj- unum. Þetta var eins og að horfa á hóp uppáklæddra smástelpna sem vilja ekki skíta út fínu kjól- ana sína í barnaafmæli. Slíkt var andleysið. Stuðningsmenn liðs- ins hentu rusli í þjálfarann, Carlos Quieroz, á síðasta heima- leik tímabilsins. Honum var kennt um slakt gengi liðsins og var látinn taka pokann sinn. José Antonio Camacho var ráðinn í hans stað. Auk Camacho hefur Florentino Perez frá- farandi forseti liðsins tryggt lið- inu krafta argentínska varnar- mannsins Walter Samuel. Camacho hefur sagt að liðið þurfi ekki fleiri leikmenn þar sem leikmaðurinn sem vantað hafi í liðið sé Samuel. Forseta- frambjóðendurnir eru hins vegar ekki á því og keppast við að lofa stuðningsmönnum liðsins nýjum leikmönnum fyrir forsetakosningarnar. ■NÝTT frá Jóa Fel basil & hvitlauks sósa rósapipar sósa dijon hunangs sósa STJÖRNUR REAL Frammistaðan var slök á síðasta tímabili. ARTURO BALDESANO Þriðji frambjóðandinn, Baldesano, er ekki talinn líklegur að bera sigur úr býtum. Baldesano segir Real hafa tapað allri auðmýkt og trúnni á vinnu- semi. Að bæði leikmenn og stjórnendur liðsins séu orðnir of værukærir og hrokafullir. Baldesano hefur sagst ætla að næla í Wayne Rooney og möguleiki sé að hann selji Beckham. Eins og Sanz hefur Baldesano gagnrýnt Perez fyrir að halda ekki nógu góðu sambandi við stuðningsmenn liðsins. Hann ætlar að verða alþýðlegri stjórnandi. LORENZO SANZ Það þótti tíðindum sæta árið 2000 þegar Sanz tapaði í forsetakosningunum fyrir Florentino Perez, nokkrum mánuðum eftir að Real land- aði sínum öðrum meistaradeildartitli á þrem árum. Megingagnrýni Perez á Sanz var skulda- söfnun félagsins undir stjórn hans. Nú gagnrýn- ir Sanz Perez fyrir að hafa eytt of miklum peningum í leikmannakaup. Í kosningabaráttunni hefur Sanz lofað að koma á fót sterku uppbyggingarstarfi í yngri liðunum og gagnrýnt stefnu Perez sem gengið hefur út á að kaupa stjörnur til liðsins. Sanz hefur lofað að stuðningsmenn liðsins fái aukna möguleika til að hafa áhrif á mótun liðsins. Eins og Perez hefur Sanz lofað því að fá ákveðna leikmenn til liðsins. Menn eins og Milan Barros, Tomas Rosicky og portúgalska miðjumanninn Maniche. Stuðningsmenn Real eru langræknir. Ólíklegt er að þeir séu búnir að gleyma bágri fjárhags- stöðu liðsins eftir síðustu stjórnartíð Sanz. Ekki þykir líklegt að Sanz nái að velta Perez af stóli. FLORENTINO PEREZ Undir stjórn Perez hefur liðið sigrað tvisvar í deildinni og einu sinni í meistaradeildinni. Ráðning Quieroz sem þjálfara voru mistök sem Perez gekkst við eftir tímabilið. Real stóð uppi án titils sem þykir ófært á þeim bænum. Perez var að hluta til kennt um því hann styrkti ekki vörnina fyrir tímabilið. Perez hefur lofað að styrkja miðju og vörn liðsins með því að kaupa portúgölsku landsliðsmennina Carvalho og Costinha frá Porto. Þrátt fyrir slakt gengi liðsins á síðasta tímabili er Perez líklegastur af frambjóðendunum til að verða kosinn. Hann hefur aukið frægð liðsins á alþjóðavettvangi með markaðssetningu og með því að kaupa rétta leikmenn. Hann nýtur auk þess stuðnings tveggja af mest lesnu fót- boltablöðum Spánar. Fyrir Perez er Real hug- sjón ekki fótboltalið.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.