Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 17

Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 17
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 91 stk. Keypt & selt 23 stk. Þjónusta 25 stk. Heilsa 6 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 10 stk. Tómstundir & ferðir 5 stk. Húsnæði 31 stk. Atvinna 24 stk. Tilkynningar 3 stk. Góðan dag! Í dag er sunnudagurinn 11. júlí, 193. dagur ársins 2004. Reykjavík 3.30 13.33 23.35 Akureyri 2.40 13.18 23.52 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir er vaktstjóri hjá Kentucky Fried í Mosfellsbæ og unir hag sínum vel í starfinu. „Ég byrjaði hjá fyrirtækinu fyrir sjö árum, en hef nú verið vaktstjóri í Mosfellsbæ frá því við opnuðum árið 2001. Fram að því var ég í afgreiðslunni,“ segir Guðbjörg. Sem vaktstjóri ber hún alla ábyrgð á vaktinni og sér um starfsmannastjórnun, en það er mis- jafnt hversu margir vinna undir stjórn Guð- bjargar. Það fer eftir vöktunum. „Þetta er mjög gefandi og skemmtilegt starf. Það er ofboðslega gaman að vinna með krökkun- um, þau eru upp til hópa frábært starfsfólk og andinn er jákvæður og góður.“ Það kemur til kasta Guðbjargar ef kúnninn kvartar yfir einhverju, sem hlýtur að vera óskemmtilegt. „Já, en ef það eru okkar mistök reynum við að græja það í einum hvelli og koma til móts við fólk. Það gerist sem betur fer sjaldan, það eru miklu fleiri sem eru ánægðir og láta það í ljósi. Það er alveg ómetanlegt að fá hrós frá viðskiptavin- unum og ég reyni líka að hrósa mínu fólki fyrir það sem vel er gert, það hvetur fólk til frekari dáða.“ Guðbjörg er á tólf tíma vöktum en hún segist ekkert þreytast þó vaktin sé löng. „Þetta kemst fljótt upp í vana og tíminn líður ótrúlega hratt. Það er auðvitað af því að vinnan er skemmtileg.“ „Mér hefur líkað vel hérna þessi sjö ár og er ekkert að hugsa mér til hreyfings,“ segir Guð- björg og sver og sárt við leggur að þrátt fyrir sjö ár hjá fyrirtækinu kunni hún ekki uppskriftina að hinum frægu Kentucky-kjúklingum. „Hún er algjört leyndarmál,“ segir Guðbjörg og hlær. ■ Vaktstjórinn á Kentucky Fried: Alltaf gaman í vinnunni atvinna@frettabladid.is Meðalatvinnutekjur á landinu voru 2.636 þúsund á árinu 2003 og höfðu þá hækkað um 4,4 prósent frá því árið 2002. Atvinnutekjur karla eru yfirleitt mun hærri en kvenna eða um fjórar milljónir á móti 2,4 millj- ónum króna hjá konum. Mesta hækkun á milli ára er í fjár- málaþjónustu eða um 9,8 pró- sent en mesta lækkunin er í fiskveiðum upp á 9,7 prósent. Kjarasamningur Vökuls við Launanefnd sveitarfélaga var samþykktur í atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna sem vinna hjá Djúpavogshreppi og Austur- byggð. Þrettán greiddu atkvæði og sögðu tólf já, en aðeins einn, nei. Samningurinn gildir til 30. apríl á næsta ári. 15–29 ára eru stærsti hópur- inn sem bæst hefur á atvinnu- leysisskrá frá lokum apríl til loka maí. Fólki 30–34 ára hefur einnig fjölgað nokkuð, en eldra fólki hefur fækkað lítið eitt. Hótelstarfsmenn í Aþenu munu fara í verkfall á meðan Ólympíu- leikarnir fara fram frá 13.–29. ágúst nema þeir fái borgað sér- stakan ólympíuleikabónus. Um er að ræða um 7.500 hótel- starfsmenn. Hótelstarfsmennirn- ir fóru í sólarhringsverkfall 7. júlí til að koma máli sínu á fram- færi. Að sögn starfsmanna fara þeir í annað sólarhringsverkfall ef vinnuveitendur átta sig ekki og starfsmennirnir eru alls óhræddir við að fara í verkfall á meðan á Ólympíuleikunum stendur. Atvinnulausum fjölgaði tals- vert í júní og eru nú rúmar fjór- ar milljónir atvinnulausar, eða rúmlega tíu prósent af vinnu- afla þýsku þjóðarinnar. Um 60 þúsund manns skráðu sig at- vinnulausa í júní í Þýskalandi sem er stærsta hagkerfið innan Evrópu. Í maí á þessu ári voru fjórar milljónir 293 þúsund at- vinnulausar í Þýskalandi en það samsvarar 10,3 prósentum af vinnuafla landsins. Þjóðverjar eru þó ekki áhyggjufullir þar sem atvinnuleysi eykst yfirleitt á sumrin þar í landi sökum góðs veðurs og ýmissa annarra þátta tengda árstíðinni. Guðbjörg Sæunn Friðriksdóttir nýtur þess að vinna sem vaktstjóri hjá Kentucky Fried. Smáauglýsingar á 750 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í ATVINNU Frábær lausn í sumarfríið til að vinna á vöðvabólgunni. Fæst í Össur, Lyfju, Heilsuhúsinu og apótekum um allt land. Til sölu 45 fm sumarhús + 20 fm svefn- loft. Húsið er tilbúið til flutnings. Allt til- búið nema vantar pípulögn og eldhús- innréttingu. Verð kr. 5.500.000. Húsið er til sýnis við Fiskislóð 22. Nánari upp- lýsingar gefur Heiða í síma 896 3441. Til sölu Toyota Corolla ‘96, ek. 145 þ. Ásett verð 460 þ. Uppl. í s. 567 6011 & 855 1700. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. þú færð líka allt sem þig vantar á Hvernig verð ég lögreglumaður? BLS. 2

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.