Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 11.07.2004, Blaðsíða 18
Ef þú ert á milli starfa og vantar smá aukapening þá er um að gera að safna saman gömlu dóti og reyna að selja það. Leigðu þér bás í Kola- portinu eða settu vörurnar þínar inn á ebay.com - hver veit, kannski verður heppnin með þér. Kristrún (t.h.) ásamt félögum sínum á Ási. Kristrún Guðmundsdóttir á vinnustofunni Ási: Dansar við Ómar Ragnars Ás er vernduð vinnustofa Styrkt- arfélags vangefinna þar sem hátt í fimmtíu starfsmenn og verkefn- isstjórar vinna. Kristrún Guð- mundsdóttir hefur starfað á Ási undanfarin átta ár og segist hlakka til að koma í vinnuna á hverjum degi. „Andinn á vinnu- staðnum er bara mjög góður og allir þekkjast vel,“ segir Kristrún, sem sinnir fjölbreytt- um störfum, s.s. pökkun á blöðum og jólakúlum, flokkun, merking- ar á umslögum og fleiru. „Við erum bara að pakka fyrir fólk úti í bæ og svo límum við merkimiða á blöðin og svona. Svo er sauma- stofa hérna á neðri hæðinni þar sem eru saumaðir gólfklútar, viskustykki, bleiur og ýmislegt.“ Vinnustofan á stóran viðskipta- hóp en Kristrún er aðallega í pökkun. „Ég hef líka verið að sinna þvottum og hjálpa til í eld- húsinu.“ Þegar Fréttablaðið heimsótti Kristrúnu var líf og fjör á starfs- mönnum stofunnar. „Við erum að dansa. Það er alltaf leikfimi hjá okkur en stundum dönsum við líka. Ég hef lært línudans í Sól- túni og finnst skemmtilegast að dansa við Ómar Ragnarsson,“ segir hún og hlær. Áður en Kristrún kom á vinnu- stofunna í Brautarholti starfaði hún á Bjarkarási. „Ég var bæði á vinnustofunni þar og dagheimil- inu. Ég held að mér finnist dag- heimilið skemmtilegast.“ Hún segist hafa náð vel til krakkanna en saknar þeirra ekkert sérstak- lega eftir að hún byrjaði á Ási. Hún er alin upp í Hlíðunum en í dag býr hún í Breiðholti. „Það er ekkert langt, ég fer í vinnuna með Ferðaþjónustunni á hverjum degi.“ En þó að Kristrúnu þyki gaman í vinnunni hlakkar hún mikið til að fara í sumarfrí. „Ég fer í sumardvöl í Hrísey á hverju ári og ein vinkona mín kemur með mér núna. Eftir það fer ég ein að heimsækja frænku mína á Dalvík. Hún býður mér í mat og er mjög almennileg.“ thorat@frettabladid.is Lenging skólaársins: Bitnar mest á ferðaþjónustunni Ef lenging skólaársins yrði að veruleika myndi það helst bitna á starfsmannahaldi ferðaþjónust- unnar, ef horft er til einstakra greina atvinnulífsins. Þetta kem- ur fram í niðurstöðum könnunar sem Samtök atvinnulífsins gerðu í síðasta mánuði um áhrif lenging- ar skólaársins á starfsmannahald fyrirtækja. Þar kemur einnig fram að lenging skólaársins myndi einnig hafa veruleg áhrif á starfsmannahald fyrirtækja í verslun og þjónustu en í öðrum greinum yrðu áhrifin minni og þá minnst meðal rafverktaka. Þá myndi lengingin frekar hafa áhrif á fyrirtæki á landsbyggðinni en á höfuðborgarsvæðinu. Rúmlega 1.300 aðildarfyrir- tæki Samtaka atvinnulífsins fengu spurningar í netpósti og bárust svör frá tæpum 600. ■ Ný atvinnukönnun vestan hafs: Helmingur vill segja upp störfum Ný könnun í Bandaríkjunum leiðir það í ljós að næstum helm- ingur vinnandi manna í Banda- ríkjunum ætlar að hætta í vinnu sinni við fyrsta tækifæri. 2.600 starfsmenn tóku þátt í þessari könnun. Könnunin leiðir það í ljós að mörgum starfsmönnum finnst þeir lítilsmetnir og eru almennt óánægðir í vinnunni. 34 prósent myndu ekki mæla með vinnuveitenda sínum. 47 pró- sent þeirra sem tóku þátt í könn- unni eru að leita að nýrri vinnu eða ætla að gera það á næstu tólf mánuðum. 112.000 ný störf urðu til í síð- asta mánuði og um 1,2 milljónir starfa hafa orðið til það sem af er árinu 2004. Þessi aukna óánægja er mikið áhyggjuefni fyrir vinnuveitend- ur sem sjá nú fram á blóm- strandi efnahag en í kjölfarið missa þeir alla bestu starfs- menn sína. Laun auka líka á óánægjuna og hafa þau hækkað mjög lítið á síðustu árum. Tæplega 50 pró- sent þeirra sem tóku þátt í könn- unni segjast vera að skilja við vinnuna vegna lágra launa. Tímakaup hefur aðeins hækkað um 0,2 prósent á síðasta ári. 45 prósent sögðu hins vegar að framavonir sínar væru litlar í fyrirtækinu og því væru þau að hætta. 36 prósent eru á höttun- um eftir betri eftirlaunasamn- ingi. Það má ekki gleyma þeim sem vilja halda í vinnuna. Rúm- lega 50 prósent sögðust halda áfram í núverandi vinnu vegna góðs eftirlaunasamnings á með- an 46 prósent nutu sveigjanlegs vinnutíma og 43 prósent sögðu auðvelt að komast til vinnu. ■ [ Hvernig verð ég... ] Rannsóknarlögreglumaður? Til að verða rannsóknarlögreglumaður þarf að byrja frá grunni og sækja um í Lögregluskólanum, sem er eins árs nám. Því næst er nauðsynlegt að starfa inn- an hinnar almennu lögreglu og öðlast talsverða reynslu. Starf lögreglumanna snýst jú að mörgu leyti um rannsóknir á málum. Framhaldið ræðst af áhuga hvers og eins en lögreglan er mjög fjölbreytt og því margar leiðir til að sérhæfa sig. Rannsóknarlögreglumenn eru sérhæfðir í áframhaldandi rannsóknum en við- eigandi námskeið er hægt að sækja í Lögregluskólanum eftir störf sem almenn lögregla um tíma. Eftir slík námskeið er hægt að sérhæfa sig enn frekar, til dæmis í tæknirannsóknum. Rannsóknarlögreglan er ekki lengur aðskilin frá almennu lögreglunni heldur deild innan hennar. Í dag starfa um 70 manns í rannsóknardeild lögreglunnar í Reykjavík en rann- sóknarlögreglumenn starfa einnig í öllum stórum umdæmum á landinu. Starf rannsóknarlögreglunnar er að upplýsa mál, sem felur í sér að komast að því hvort brot hafi verið framið og þá hver framdi það. Því næst undirbýr hún málið fyrir dómsmeðferð svo ákæruvaldið geti tekið ákvörðun um hvern á að ákæra og fyrir hvað. Afla þarf ítarlegra upplýsinga um málið og finna vitni. Tæplega helmingur Bandaríkjamanna vilja skipta um vinnu vegna lágra launa og óánægju í starfi. Ef lenging skólaársins yrði að veruleika myndi það helst bitna á starfsmannahaldi ferðaþjónustunnar.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.